Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 37
Minningar 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 Ein af fyrstu endurminningum mínum um nágranna minn frá æskuárum, Pétur Sigurðsson á Ósi, tengist sjósókn og aflabrögðum. Hann og Sigurður faðir hans höfðu lagt lykkju á leið sína á heimleið úr fiskiróðri til að verða sér úti um salt. Það er „vorhlaup“ og afli ærinn. Þegar trillubáturinn „Svanur“ lagð- ist að fornfálegri bryggjunni stend- ur strákurinn Pétur í uppbrettum klofstígvélum í miðri fiskikösinni. Hvorki mig né aðra viðstadda hefur sjálfsagt órað fyrir því, á þeirri stundu, hvað þessi piltur varð ná- tengdur þessu sögusviði sem hér er minnst á. Á tímum þessa fram- kvæmdamanns sem eyddi nær allri starfsæfinni þarna, breyttist Breið- dalsvík úr „örgustu krummavík“ í lífvænlegt sjávarþorp: Steinsteypt hafskipabryggja leysti gömlu staurabryggjuna af hólmi. Hrað- frystihús tók við af saltskemmunni og fullkomin fiskveiðiskip tóku við af frumstæðum trillum. Það yrði langt léreft að bleikja ef telja skyldi upp öll þau framfaramál sem eld- huginn Pétur frá Ósi lagði gjörva hönd á, í þessu byggðarlagi, á langri starfsæfi. Jafnt af efnahagslegum toga sem félagslegum. Einhvern tíma titlaði ég hann „föður Breið- dalsvíkur“ og ég stend við þá nafn- bót. Þegar hér er komið sögu verður erfitt að sanna þátt Péturs í hinu og þessu framfaramáli byggðarlagsins, en vera hans í hreppsnefnd, kjör- tímabil eftir kjörtímabil og for- mennska í hinum ýmsu félögum seg- ir sína sögu. Pétur var stórhuga eins og dæmin sanna. Þegar hreppur og ung- mennafélag réðust í það stórvirki að byggja félags- og íþróttahús að Staðarborg var sagt að salurinn væri á þeim tíma stærsti samkomu- salur í sveit á landi hér. Pétur var lengi útibússtjóri K.S.F. Í því starfi þurfti hann að sinna mjög fjölbreytilegum við- fangsefnum, svo sem skipaaf- greiðslu, innkaupum og sölu á fjöl- breytilegri vöru, bókhaldi, viðhaldi og uppbyggingu fasteigna og starfs- mannahaldi. Það varð hans hlut- skipti að grípa inn í verkefni utan dyra eða innan eftir því hvar þörfin kallaði í það og það skiptið. Það kom sér oft vel þá að Pétur var mikill at- gerfismaður til átakaverka. Ein- hverju sinni er ungir menn voru að reyna með sér í hnakkatjóðri í sölu- búðinni, blandaðist Pétur í aflraun- ina. Ýmsum þótti súrt í broti að „búðarlokan“ skyldi standa uppi sem sigurvegari. Líkt og margir ættingjar Péturs var hann beinvaxinn og fyrirmann- legur á velli. Snyrtimenni í um- gengni og fataburði. Það vakti at- hygli og jafnvel undrun að ekki skyldi sjást at á fötum hans eftir fjölbreytileg tilþrif í uppskipun eða pakkhúsvinnu. Akkilesarhæll framkvæmda- mannsins var sennilega lengstum slæm lausafjárstaða fyrirtækjanna, eins og menn komast nú að orði. Í þeim efnum neyddu kringumstæður hann stundum til að beita neyðarúr- ræðum sem ekki þykja á bæjum góð. Sem sé að fresta launa- greiðslum og öðrum greiðslum þar til peningur fyrir afurðir skilaði sér. Hans erfiðasta glíma var sennilega háð við fjandsamleg viðhorf bank- anna undir ægishjálmi Viðreisnar- stjórnarinnar. Samúðarkveðjur Heimir Þór Gíslason. Pétur Sigurðsson sem kvaddur er í dag vann ævistarf sitt í heima- byggð. Um hálfrar aldar skeið var hann einn af burðarásum samfélags- ins í Breiðdal. Kornungur var hann í hópi frumkvöðla og fyrsti formaður Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal, sem stofnað var árið 1937. Markmið þessa félags voru háleit og það náði fljótt ótrú- legum árangri til framfara fyrir íbúana. Þannig var nýtt íþrótta- og samkomuhús tekið í notkun að Stað- arborg í landi Heydala árið 1946 og þá hafði líka verið tekinn grunnur að skólabyggingu við hlið íþrótta- hússins. Samvinna við hreppsnefnd Breiðdalshrepps á þessum tíma var með ágætum, en Pétur fór fremstur í flokki f.h. ungmennafélagsins auk þess sem hann sá að mestu um út- gáfu blaðsins Sindra og skrifaði það að miklu leyti sjálfur. Blaðinu var ætlað að vera miðill til að stytta ungmennafélagsmönnum og öðrum íbúum sveitarinnar stundir yfir vetrartímann. Árið 1946 varð Pétur útibússtjóri Kaupfélags Stöðfirðinga á Breið- dalsvík, hann flutti ásamt konu sinni í gamla kaupfélagið á Breiðdalsvík, elsta hús í stækkandi þorpi og bjó þar um árabil ásamt fjölskyldu. Þetta gamla hús hefur nú verið end- urbyggt og er sannkölluð bæjar- prýði. Um miðjan sjöunda áratuginn varð Pétur framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga og var það í tuttugu ár, á mestu uppgangs- tímum sveitarfélagsins. Hann sat líka lengi í hreppsnefnd og var for- maður sóknarnefndar, svo fátt eitt sé nefnt. Pétur stundaði sauðfjárbú- skap og skógrækt á föðurleifð sinni, Ósi í Breiðdal, í samvinnu við mág sinn og síðar Hrein son sinn, sem býr þar nú. Pétur var hógvær mað- ur og kurteis, virðulegur og ætíð vel til fara, í jakkafötum og með hatt. Við Pétur áttum náið samstarf um nokkurra ára skeið á 9. áratugnum. Þá fann ég vel hversu honum var annt um heimabyggð sína og hann vildi mikið á sig leggja til að tryggja sem best framtíð Hraðfrystihússins. Þá var nýtt glæsilegt togskip við bryggju á Breiðdalsvík, Hafnarey SU 110, sem Pétur var mjög stoltur af. Rekstur skipsins gekk afar vel og bjartir tímar virtust framundan. Pétur var gætinn í fjármálum og lagði áherslu á að eyða ekki um efni fram. Á uppgangstímum vildu ýmsir enn meiri hraða í uppbyggingu lítils samfélags. Það er háttur ungra manna, en Pétur þekkti tímana tvenna og vildi hægja á þegar hon- um fannst of geyst farið. Þeir sem hraðar vildu fara töldu því sumir ástæðu til að skipta um forystu fyrir frystihúsinu. Pétur lét af störfum í ársbyrjun 1986 og þar með lauk nærri 50 ára farsælum störfum hans fyrir Breið- dælinga. Fljótlega kom í ljós að bet- ur hefðu menn fylgt ráðum Péturs um að flýta sér hægt, en það er önn- ur saga. Á nýársdag 1987 hlotnaðist Pétri sá mikli heiður að taka við fálkaorðunni úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur forseta á Bessa- stöðum. Hann var vel að þeim heiðri kominn. Að leiðarlokum þakka ég Pétri einlæga vináttu og vinsemd á liðnum árum. Blessuð sé minning Péturs Sigurðssonar. Hákon Hansson. Fólkið sem kom fótum undir Ís- land eftirstríðsáranna er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Pétur Sig- urðsson frá Ósi í Breiðdal var dæmi- gerður fulltrúi kynslóðar sem lagði sig alla fram við það sem henni var trúað fyrir, forsvarsmaður í atvinnu- lífi í sínu byggðarlagi og jafnframt bóndi á föðurleifð. Breiðdalur fóstr- aði hann og átti hug hans, velgengni byggðarlagsins réði gjörðum hans en um leið sýn til Íslands alls, lýð- veldisins að stíga sín skref inn í nú- tíðina og samfélag þjóðanna. Pétur var innan við þrítugt þegar hann tók að sér forystu í verslun og sjávarútvegi á Breiðdalsvík, sam- vinnumaður en um leið frumkvöðull sem vissi að ekkert gerist af sjálfu sér. Kaupfélag byggðarinnar naut krafta hans í aldarfjórðung og hann var í forsvari fyrir Hraðfrystihús Breiðdælinga sem framkvæmda- stjóri í fjóra áratugi. Allan tímann var á brattann að sækja, aðeins mis- jafnlega þungt fyrir fæti. Eftir að komið var í áfanga gafst stutt and- rými áður en næsti hjalli tók við. Baráttan fyrir að tryggja sjávarfang til úrvinnslu og um leið atvinnu heima fyrir var viðvarandi. Ég kynntist Pétri í þessu hlut- verki þegar hann um 1980 sá drauminn rætast um að byggðarlag- ið eignaðist nýtískulegt togskip. Í þeim efnum var ekki rasað að neinu heldur hvert skref ígrundað, þar á meðal stærð og búnaður skipsins sem fékk nafnið Hafnarey. Íslensk- ur skipaiðnaður átti í harðri og óvæginni samkeppni um smíði fiski- skipa erlendis. Í iðnaðarráðuneytinu þar sem ég staldraði við þau árin var reynt að jafna metin. Á þeirri viðleitni hafði Pétur fullan skilning og niðurstaða hans varð sú að taka tilboði Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi um smíði skipsins. Þetta reynd- ist happafleyta á meðan Péturs naut við, mönnuð vöskum sjómönnum, flestum úr heimabyggð. Það er ekki alltaf til vinsælda fall- ið að standa í stafni, reynir jafnvel meira á í fámennum byggðarlögum þar sem fjöldinn veitir ekki skjól. Pétur fór eðlilega ekki varhluta af gagnrýni en þó aldrei svo að kæmi til teljandi árekstra. Þar hjálpaði til greind hans og hógværð að við- bættri þekkingu á umhverfinu heima fyrir í smáu og stóru. Ég átti fundi með heimafólki í Breiðdal um áratugi og þar lét Pétur sig sjaldan vanta á meðan hann gegndi trún- aðarstörfum. Í sunnanverðum Breiðdal setur grámosinn svip sinn á fjallshlíðar en birkikjarr vex víða að norðanverðu dalsins. Eflaust hefur Pétri þótt þetta öfugsnúið, fjárbóndanum sem skynjaði gildi þess að hlúa að jarðargróða. Hann leitaði að stað í Óslandi sem líklegastur væri til að vinna með uppgræðslu og fann hann í Leyningum innanvert í mynni Djúpadals. Þar eyddi hann mörgum stundum sem fjölgaði þegar um hægðist seinni árin í skjóli Smát- indafjalls. Árangurinn af því rækt- unarstarfi kallast á við viðleitni hans að hlúa að byggðarlaginu á meðan kraftar entust. Á tímum sem þeim er við nú lifum þegar flestum Íslendingum ætti að vera ljóst að peningar vaxa ekki á gervitrjám er hollt að minnast manna eins og Péturs frá Ósi. Hjörleifur Guttormsson. Borinn er til grafar í dag frá Ey- dalakirkju í Breiðdal Pétur Sigurðs- son fv. framkvæmdastjóri á Breið- dalsvík. Pétur var næst elstur þeirra systkina frá Ósi í Breiðdal, en þau hafa mörg hver sett mark sitt á sögu þorpsins á Breiðdalsvík. Ljóst er að nafn Péturs mun ávallt verða nátengt uppbyggingu byggðarlags- ins hér og fráfall hans minnir mann á þá staðreynd að nú eru að verða ákveðin kaflaskil, þegar kynslóð sem byggði upp þorp er að hverfa til feðra sinna. Pétur helgaði heimabyggð sinni alla sína starfsævi og þau málefni sem hann taldi henni vera til fram- dráttar voru honum ætíð hugleikin. Hann var virkur um áratuga skeið í félags- og atvinnumálum Breiðdæl- inga. Pétur var fyrsti formaður UMF Hrafnkels Freysgoða, for- maður sóknarnefndar Eydalakirkju, formaður skólanefndar og sat í sveitarstjórn Breiðdalshrepps um árabil. Pétur tók virkan þátt í mörg- um öðrum félögum svo sem Lestr- arfélagi Breiðdæla, Veiðifélagi Breiðdæla og Skógræktarfélagi Breiðdælinga. Meginstarf Péturs var nátengt at- vinnuuppbygginu þorpsins á Breið- dalsvík. Árið 1944 eða þegar Pétur var 27 ára gamall tók hann við starfi útibússtjóra Kaupfélags Stöðfirð- inga á Breiðdalsvík og tveimur ár- um síðar tók hann einnig við fram- kvæmdastjórn nýstofnaðs Hraðfrystihúss Breiðdælinga, en því starfi gegndi hann til ársins 1985. Pétur kom að fjölmörgum verkefn- um til þess að byggja upp atvinnulíf á Breiðdalsvík, svo sem smíðum á skipum eða síldarbræðslu. Um ára- bil voru helstu samstarfsmenn hans Svanur bróðir hans og Páll á Gils- árstekk. Það hlýtur því að hafa reynt mikið á þegar þessir tveir samstarfsmenn féllu báðir frá með stuttu millibili, langt fyrir aldur fram. Undirritaður var vart byrjaður að slíta barnsskónum þegar Pétur lét af störfum í frystihúsi Breiðdælinga og á því einungis óljósar minningar um hann í því hlutverki. Hins vegar minnist ég með þakklæti góðra sam- tala, þar sem umfjöllunarefnið var gjarnan nátengt sögu þorpsins á Breiðdalsvík. Blessuð sé minning Péturs Sig- urðssonar. Páll Baldursson sveitarstjóri. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og tengdasonur, HALLDÓR BJARNASON sagnfræðingur, Fannafold 189, varð bráðkvaddur laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 18. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð barna hans í Íslandsbanka, reikn. 513-14-402958, kt. 160462-2729. Elín Hannesdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Hannes Halldórsson, Bjarni Halldórsson, Kristjana Halldórsdóttir, Hildur A. Bjarnadóttir, Kristjana Pálsdóttir, Hannes Flosason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐMUNDSSON byggingartæknifræðingur, Háaleitisbraut 125, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 19. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vildu minnast hans eru beðnir að láta hjúkrunarþjónustuna Karitas njóta þess. Sólveig Ásta Ásgeirsdóttir, Ásgeir Valdimar Sigurðsson, Dagbjörg Birna Sigurðardóttir, Davíð Ottó Arnar, Marta Dögg Sigurðardóttir, Sigurður Óli Kolbeinsson og barnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, bróður, mágs, afa og vinar, GUÐMUNDAR CESARS MAGNÚSSONAR, Blikaási 21, Hafnarfirði, sem lést af slysförum miðvikudaginn 16. desember. F.h. aðstandenda, Oddrún Kristófersdóttir, Elísabet Sigríður Guðmundsdóttir, Atli Már Guðmundsson, Jóhanna Þórisdóttir, Arna Rún Cesarsdóttir, Hrafn Leó Guðjónsson, Guðbjörg Krista Cesarsdóttir, Ívar Smári Guðmundsson og barnabörn. Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, KRISTINN FREYR ARASON, Stekkjarhvammi 12, Hafnarfirði, sem lést af slysförum fimmtudaginn 7. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 20. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta líknarfélög njóta þess. Ari Óskar Jóhannesson, Ólöf Sigurlín Kristinsdóttir, Steinunn Aradóttir, Inga Nína Sigríður Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR ÁRNASON, áður til heimilis Einilundi 2, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 11. janúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. janúar kl. 13.30. Lína Þorkelsdóttir, Þorkell Rögnvaldsson, Una Rögnvaldsdóttir, Óskar Haraldsson, Heiðar Rögnvaldsson, Heimir Rögnvaldsson, Guðrún Steinþórsdóttir, afa- og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.