Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010
TIL stendur að setja af stað verk-
efni í sjávarútvegsráðuneytinu þar
sem kanna á kosti þess að tak-
marka veiðar afkastamikilla skipa á
grunnslóð og í fjörðum. Þetta kom
fram í máli Jóns Bjarnasonar, sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
á blaðamannafundi í gær. Markmið-
ið með þessu er að vernda grunn-
slóðina þar sem smærri bátar
stunda umhverfisvænar veiðar.
„Í samstarfsyfirlýsingu núver-
andi ríkisstjórnarflokka er tiltekið
að kanna skuli takmörkun á veiðum
afkastamikilla skipa á grunnslóð.
Til okkar í ráðuneytinu berast stöð-
ugt yfirlýsingar og ályktanir frá
þeim sem vilja loka víkum og fjörð-
um fyrir veiðum, þannig að þessi
umræða er mjög sterk,“ sagði ráð-
herra á fundinum sem telur þá
ákvörðun að skoða takmörkun veiða
við strendur landsins falla vel að
markmiði Sameinuðu þjóðanna um
líffræðilega fjölbreytni.
Flestar þær áskoranir um friðun
miða sem settar hafa verið fram
lúta að einstaka miðum eða fjörð-
um. Róttækari sjónarmið hafa þó
verið sett fram svo sem að allt
svæðið umhverfis landið innan
þriggja til fjögurra sjómílna verði
verndað.
Sjávarútvegsráðherra hefur falið
Guðjóni Arnari Kristjánssyni, verk-
efnisstjóra í ráðuneytinu og for-
manni Frjálslynda flokksins, að
kanna möguleika þess að takmarka
veiðarnar með þeim hætti sem að
framan er lýst. Ef vill verði svo sér-
stökum starfshóp falin frekari úr-
vinnsla málsins. Skoðað verður sér-
staklega hvernig önnur ríki haga
veiðum á grunnslóð og hvaða tækj-
um þau beita við veiðistjórnunina.
Hafði samfélagsleg áhrif
Skýrsla um hvernig til tókst með
strandveiðar sl. sumar var einnig
kynnt á blaðamannafundinum í
gær. Að mati ráðherrans tókst vel
til með veiðarnar og hann vill halda
áfram á sömu braut. Til stendur að
setja lög um málið nú á vorþingi.
Aðdragandi strandveiða síðasta
sumar hafi verið skammur og því
hafi ýmsir agnúar komið fram sem
nú verði sniðnir af.
„Mér finnst sérstaklega athygl-
isvert að sjá hvaða samfélagsleg
áhrif strandveiðarnar höfðu í hinum
minni byggðum. Þetta gaf fólki
samfélagslega vitund um að sjórinn
og fiskurinn væri líka þeirra og eins
gátu menn sem voru komnir í land
aftur stundað takmarkaðar veiðar,“
segir Jón Bjarnason.
sbs@mbl.is
Vill takmarka
veiðar stórskipa
á grunnslóð
Strandveiðarnar
tókust vel og höfðu
jákvæð áhrif
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Verndun Jón Bjarnason kannar
breytingar á veiðum á grunnslóð.
UM tugur uppsjávarveiðiskipa lá á fimmtudag í höfn-
inni í Vestmannaeyjum. Minna hefur verið af gulldeplu
á miðunum suður af Reykjanesi heldur en um þetta
leyti í fyrra. Auk þess hefur verið bræla á miðunum og
héldu skipin því til Eyja. Algengt var að stærri skipin
fengju um 100 tonn af gulldeplu á dag áður en veður
versnaði.
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson og Súlan frá Ak-
ureyri eru nú við loðnuleit austur af landinu í þeirri
von að finna meiri loðnu svo hægt verði að gefa út upp-
hafskvóta. Bjarni Friðriksson og Dröfn eru farin í síld-
arleiðangur og verður útbreiðsla og sýking í stofninum
könnuð frá Breiðafirði suður um til Vestmannaeyja á
næstu dögum. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurgeir
Flotinn liggur við landfestar
Verðmæti þess afla sem strandveiðimenn fiskuðu
síðasta sumar var 850 milljónir króna. Alls 554 bátar
fóru til veiðanna, gerðir út af 529 aðilum. Flestir
þeirra, eða alls 80%, réru sjálfir og þá yfirleitt einir á
bát. Sama hlutfall hafði áður stundað útgerð og litlu
færri höfðu störf tengd sjómennsku að sínu helsta
viðurværi. Þetta kemur fram í skýrslu um strandveið-
arnar sem Háskólasetur Vestfjarða, undir forystu
Sigríðar Ólafsdóttur, vann. Fram kemur í skýrslunni
að sjómenn hafi í stórum dráttum fylgt þeim reglum
sem um þær gilda. Viðbót strandveiðiflotans hafi
skapað aukið álag á ýmsar stofnanir. Megi skrifa það
á reikning þess að skammur tími gafst til undirbúnings þeirrar umsýslu
og eftirlits sem veiðarnar kröfðust.
Mikil verðmæti en aukið álag á stofnanir
Sigríður
Ólafsdóttir
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14
Þarftu að losa um verðmæti?
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Ennfremur erum við sífellt að leita að verkum
gömlu meistaranna fyrir viðskiptavini okkar.
Listmunasala hefur gengið vel undanfarið
Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi2
Taktu þátt í að móta sterkan lista fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir sætið2.
w
w
w
.t
h
o
rb
jo
rg
h
e
lg
a
.is