Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.01.2010, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 2010 ALLS níutíu umsóknir bárust Faxa- flóahöfnum um laus pláss í gömlu verbúðunum við Reykjavíkurhöfn, sem auglýst voru til leigu á dög- unum. „Við vissum að áhuginn væri mikill svo þetta kemur okkur ekki alveg á óvart,“ sagði Gísli Gíslason hafnarstjóri í samtali við Morgun- blaðið. Þeir sem sendu umsóknir reifuðu þar hvaða hugmyndir þeir hefðu um nýtingu húsnæðisins. Þar má nefna tillögur um liststarfsemi ým- iskonar og veitingastaði. Starfs- menn Faxaflóahafna munu vinna úr þessum umsóknum og hugmyndum á næstunni en málið verður til lykta leitt á fundi stjórnar fyrirtækisins hinn 5. febrúar næstkomandi. „Við höfum að leiðarljósi að tryggja ákveðna fjölbreytni og eins koma með starfsemi sem dregur að sér fólk og skapar líf á hafnarsvæð- inu,“ sagði Gísli. Í þessari lotu bjóðast til leigu fimm pláss í gömlu verbúðunum við Geirsgötu og átta við Grandagarð- inn. Ekki er þó loku fyrir það skotið að fleiri verbúðarrými verði tekin undir nýja starfsemi í fyllingu tímas og það hugsanlega strax síð- ar á þessu ári. sbs@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Grandi Verbúðirnar fá nýtt hlutverk og áhugi á málinu virðist mikill. Níutíu sækja um verbúðarpláss • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 Útsala 40-60% afsláttur www.rita.is 40-70% afsláttur á útsölu Eddufelli 2, sími 557 1730 Opið laugardag kl. 10-14 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið laugardag kl. 10-16 Verð áður: 9.900 Nú: 4.900 Útsalan er hafin Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 – Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 25-50% afsláttur af völdum vörum Spænska Þýðingar, leiðsögn, kennsla. Steinar V. Árnason, lögg. skjalaþýðandi og leiðsögumaður Aðalstræti 5, 450 Vesturbyggð, símanr. 456 1639/698 4917 (Önnur mál: ítalska, norska, o.fl. Nánari uppl. í símaskrá, bls. 235: Þýðendur og túlkar) Mörkinni 6, sími 588 5518 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga frá kl. 10-16 ÚTSALA 20-50% afsláttur DREKINN WUSHU FÉLAG REYKJAVÍK Skeifunni 3j · Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.is Kennari: Meistari Zhang einkatímar og hópatímar Hugræn teigjuleikfimi innifalinn Skráning er hafin Tai chí Tau loFrístund akort                            ! " !#! $$  Upplýsingar um innritun kl. 16-21 alla daga. Í tilefni af framboði mínu í 7. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík, þann 23. janúar nk. langar mig til að bjóða ykkur að koma og þiggja léttar veitingar á kosningaskrifstofu minni að Gylfaflöt 5, 112 Grafarvogi í Reykjavík. Ég hlakka til að sjá ykkur öll og fá tækfæri til að kynna mig og mínar áherslur fyrir ykkur. Með góðri kveðju, Jóhann Páll Símonarson Kjósum mann framkvæmda í borgina Kæru vinir og samherjar! MÖGNUÐ ÚTSALA Á KLASSÍSKUM OG VÖNDUÐUM KVENFATNAÐI ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR Skoðið sýnishornin á laxdal.is Stórfréttir í tölvupósti  ÞÓRUNN Rafnar Þorsteins- dóttir líffræð- ingur varði dokt- orsritgerð sína „Antimicrobial resistant bacteria in production ani- mals in Iceland – possible trans- mission to humans? (Íslenskur titill: Sýklalyfjaónæmi baktería í búfénaði á Íslandi – mögulegur flutningur til manna?) frá læknadeild Háskóla Ís- lands 5. október sl. Leiðbeinendur Þórunnar voru dr. Eggert Gunnarsson, dósent við líf- og umhverfisvísindadeild HÍ og deildarstjóri bakteríu-, sníkjudýra- og meinafræðideildar Tilrauna- stöðvar HÍ í meinafræði á Keldum, og dr. Karl G. Kristinsson, prófessor við læknadeild HÍ og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítala. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Vala Friðriks- dóttir, Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum, og dr. Frank M. Aa- restrup, prófessor við mat- vælastofnun Tækniháskóla Dan- merkur (DTU). Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir er fædd árið 1979 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð í desember 1998 og B.Sc-gráðu í líffræði frá Há- skóla Íslands í júní 2003. Hún hóf meistaranám við læknadeild Há- skóla Íslands haustið 2003 og dokt- orsnám við sömu deild haustið 2005. Samhliða náminu hefur Þórunn unn- ið í hlutastarfi á sýkladeild Til- raunastöðvar HÍ í meinafræði á Keldum. Þórunn er dóttir Ingibjarg- ar Þ. Rafnar lögfræðings og Þor- steins Pálssonar lögfræðings. Sam- býlismaður hennar er Höskuldur Daði Magnússon blaðamaður og eiga þau von á sínu fyrsta barni. Doktor í líf- og læknavísindum SAMFYLKINGARFÉLAG Sand- gerðis og K-listi óháðra borgara hafa náð samkomulagi um sameig- inlegt framboð til bæjarstjórnar í Sandgerðisbæ í komandi bæj- arstjórnarkosningum hinn 29. maí 2010, að því er fram kemur í til- kynningu. „Skipuð hefur verið sam- eiginleg undirbúningsnefnd sem mun útfæra nánar þær hugmyndir og tillögur sem aðilar hafa komið sér saman um. Gert er ráð fyrir því að haldið verði prófkjör við val á framboðslista og samhliða því muni stuðningsfólk framboðsins velja því listabókstaf,“ segir í tilkynning- unni. K-listinn hefur á þessu kjör- tímabili verið í meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokk en fulltrúar S- listans verið í minnihluta. Sameiginlegt fram- boð í Sandgerði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Myndin frá Landsbjörgu Þau leiðu mistök áttu sér stað í Morgunblaðinu í gær að forsíðu- mynd af björgunaraðgerðum ís- lenskra björgunarsveitarmanna á Haíti var eignuð Reuters-fréttastof- unni. Hið rétta er að myndin er frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.