SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 20

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 20
20 24. október 2010 L eikarinn og leikskáldið Sam Shepard er staddur í umferð- arösinni í Kentucky og á sér einskis ills von þegar blaðamað- ur frá Íslandi hringir. En þar sem hann hefur ekkert betra að gera, þá fellst hann á stutt viðtal. Og það er ekki að tilefn- islausu, því hann fer með hlutverk í nýrri kvikmynd Baltasars Kormáks, Inhale. – Af hverju þetta hlutverk? „Ég las handritið og fékk áhuga á kar- akternum og sögunni. Það er ósköp ein- falt.“ – Hefurðu sterkar skoðanir á svörtum markaði með líffæri? „Nei, ég hef það ekki. Þér þætti eflaust betra ef svo væri, en svo er ekki,“ segir hann skilningsríkur á þörf blaðamannsins fyrir eitthvað til að tala um. – Hvernig fannst þér að vinna með leik- stjóranum Baltasar Kormáki? „Mér líkar vel við hann; hann er hrein- skiptinn, blátt áfram og það er auðvelt að vinna með honum. Það var skýrt hvað hann vildi og mér líkaði það vel. Það kom mér á óvart hversu reyndur hann er, en hann hefur augljóslega mikla leikstjórn- arreynslu.“ – Mér skilst þið hafið riðið út saman? „Já, ég á nokkra hesta og bauð honum í útreiðartúr. Hann reyndi að fara á bak á rangri hlið, vinstra megin, en það er farið á bak hægra megin,“ segir hann og hlær. „Ég býst við að hestarnir séu svo litlir á Ís- landi að það skipti ekki máli!“ – Þú hefur komið víða við á þínum list- ræna ferli, skrifað ljóð, sögur og leikrit, leikið í kvikmyndum og svo má segja að fyrstu skrefin hafi verið stigin í rokk- hljómsveit! „Ég var trommuleikari í hljómsveit, en ég byrjaði að skrifa leikrit þegar ég var nítján ára. Pabbi var hins vegar trommu- leikari, þannig að ég lærði af honum og spila bæði á trommur og gítar.“ – Og banjó! „Sex strengja, sem er í raun eins og að spila á gítar. En já, ég spilaði á banjó með Patti Smith [í flutningi á hennar á lagi Nirvana, Smells Like Teen Spirit, árið 2007].“ – Svo spilaðirðu með Bob Dylan! „Ég samdi lag með honum [Brownsville Girl], en við höfum ekki spilað saman þess utan.“ Tilnefning til Grímunnar – Leikrit þitt Fool 4 Love var tilnefnt til ís- lensku leiklistarverðlaunanna sem besta leikrit ársins 2008. Aðalleikkonan eignaði þér heiðurinn í viðtali; þú værir góður sögumaður. Hver er galdurinn við góða sögu? „Ég hef ekki jafnmikinn áhuga á sögum og upplifunum. Ég tel upplifunina sjálfa mikilvægari, þegar maður kemst að innsta kjarna hennar, þá er það saga út af fyrir sig.“ – Hvert sækirðu slíkar upplifanir? „Það eru þær sem velja mann, maður fer ekki og leitar að þeim; þeim lýstur nið- ur í þig.“ – Geturðu nefnt dæmi um það? „Þetta er of almennt til þess; maður skrifar leikrit til þess að skapa form utan um eitthvað sem er formlaust. Ef þú held- ur til dæmis að ég ætli að lýsa því hvernig ég upplifi konur, þá er það borin von,“ segir hann kankvíslega. „Að mínu viti skiptir það ekki máli og kemur engum við.“ – Þú fylgir almennt klassískum lög- málum í uppbyggingu á sögum þínum, en svo skrifarðu handrit að kvikmyndinni Paris Texas, þar sem öll slík lögmál eru látin lönd og leið! „Þegar ég hitti [þýska leikstjórann] Wim Wenders á áttunda áratugnum, þá vildi hann gera kvikmynd eftir bók sem ég hafði skrifað, Motel Chronicles. Hann hafði skrifað drög að söguþræði, sem mér leist ekkert á, og ég spurði hvort við ætt- um ekki bara að skrifa handritið frá grunni og byggja það lauslega á tilfinning- unni á bak við sögurnar í bókinni. Hann féllst á það og við settumst niður með það veganesti. Þannig að andrúmsloftið í sög- unni er meira og minna sótt í þessa bók.“ – Rætur skrifa þinna liggja djúpt í bandarísku þjóðfélagi, en birting- armyndin er afar fjölbreytt! „Fjölbreytnin snýst meira um leit að formi en ræturnar. Ólíkur efniviður leitar í ólíkan farveg, sumt verður að lagi, sumt að ljóði og sumt að handriti. Ég er ekki þeirrar skoðunar að allar uppsprettur rúmist í sama farvegi. Þess vegna þarf fjöl- breytni, til þess að kalla þær upp á yf- irborðið. Fjölbreytnin var aldrei markmið í sjálfu sér – það gerðist bara.“ Skrifa þegar eldur kviknar – Þú segist sækja í upplifanir. Þá hlýtur tónninn í frásögninni að skipta miklu um það, hvernig þær komast til skila? „Ég glímdi lengi við að finna rétta tón- inn, það er enn barátta hjá mér og krefst mikillar vinnu. Og ég barðist lengi við það á mínum yngri árum, þrátt fyrir að ég þyldi ekki að endurskrifa textann. En smám saman rann upp fyrir mér mik- ilvægi þess, ekki síst þegar ég fór að vinna með leikurum og listrænum stjórnendum í leikhúsi – þá er textinn í sífelldri mót- un.“ – Hvernig er hefðbundinn dagur í lífi rithöfundarins Sams Shepards? „Hver dagur er öðrum ólíkur. Stundum skrifa ég ekkert. Ég er ekki einn af þeim höfundum, sem hafa það sem trúarbrögð að vakna snemma á morgnana og skrifa. Ég skrifa bara þegar eldur kviknar – þegar Upplifunin er saga út af fyrir sig Sam Shepard fer með hlutverk í Inhale eftir Balt- asar Kormák, en hann á merkilegan feril sem leikari og leikskáld, hefur meðal annars unnið til Pulitzer-verðlauna og verið tilnefndur til óskars. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Dermot Mulroney, sem fer með að- alhlutverkið í Inhale, hefur víða komið við á löngum ferli. Hann þyk- ir liðtækur skapgerðarleikari. Og þar er fyrst til að taka að eng- in lítilsvirðing er falin í að kalla leik- arann Dermot Mulroney meðaljón, frekar má líta á það sem hól. Mulroney er nefnilega einn af sæg leikara sem eru í harðri baráttu alla daga um hlutverk í álitlegum smá- myndum (þ.e. myndum sem kosta smápening á Hollywood- mælikvarða, eru almennt fram- leiddar af óháðum framleiðendum og dreift af litlu dreifingarfyrirtækj- unum), sjónvarpsmyndum og -þátt- um. Þar stendur Mulroney sig ásætt- anlega miðað við framboðið, hefur jafnan nóg að gera og er búinn að vera viðloðandi kvikmyndaborgina frá því um miðjan 9. áratuginn. Hann hefur því sannað sig sem lið- tækur skapgerðarleikari í þeirri miskunnarlausu baráttu sem fram fer um slík hlutverk sem önnur. Tímamótamynd um samkynhneigð Suðurríkjamaðurinn Mulroney, sem verður 47 ára í októberlok, hefur verið viðloðandi sjónvarp frá því um 1985, en fyrsta kvikmynda- hlutverkið fékk hann 1988, þá 24 ára. Mulroney þurfti ekki að bíða lengi eftir athyglisverðu hlutverki, það fékk hann í Longtime Comp- anion (’89), tímamótamynd um samkynhneigð og skelfilegar af- leiðingar alnæmisins. Reyndar hafði Mulroney verið einn í hópi ungstirna sem mönnuðu The Young Guns (’88), vestra sem naut talsverðra vinsælda. Nú tók við áratugur misjafnra mynda sem mörkuðu ekki stór spor í kvik- myndasöguna, en Bright Angel (’90) og Where the Days Take You (’92) færðu honum leiklist- arverðlaun á kvikmyndahátíðum. Stóra tækifærið kom 1997, þeg- ar Mulroney fékk aðalkarl- hlutverkið í My Best Friends Wedd- ing, feikivinsælli mynd þar sem hann lék á móti Juliu Roberts, heit- ustu kvenstjörnu tímabilsins. Myndin varð ekki til þess að lyfta hinum fjallmyndarlega Mulroney upp á beinu brautina en hlutverkin fóru batnandi, hann stóð sig t.d. ágætlega á móti Emily Watson í Trixie á aldamótaárinu og sem mót- leikari Glenn Close í The Safety of Objects ári síðar. Taglskreyttur ónytjungur Mulroney vann sinn stærsta leik- sigur til þessa sem verðandi tengdasonur Jacks Nicholsons í hinni frábæru About Schmidt (’02). Hann er einkar minnisstæður sem reffilegur, taglskreyttur ónytjungur, alinn upp í húsvagnahverfi með draumóra um auðtekinn gróða á al- netinu. Hann átti að minnsta kosti skilið að fá óskarstilnefningu, alla- vega brást hann ekki trúnaði eins færasta leikstjóra Bandaríkjanna, Alexanders Paynes, sem sá í hon- um hæfileikana. Stórleikstjórarnir gera það ekki endasleppt við Mulroney því næsta eftirminnilega mynd leikarans er hin frábæra en vanmetna Zodiac, þar sem hann lék undir hand- leiðslu Davids Finchers. Þá brá honum fyrir í mynd Coen-bræðra, Burn After Reading. Samvinna með þessum jöfrum er sannarlega góð- ur vitnisburður. Nú er röðin komin að Inhale, sem er frumsýnd hér heima og í Bandaríkjunum núna um helgina. Það verður forvitnilegt að sjá hvern- ig hinum geðuga Mulroney tekst að fóta sig undir stjórn „okkar eigin“ Baltasars Kormáks, sem ég hef fulla trú á að nái því besta fram hjá leikaranum og geri góða hluti úr áhugaverðu efni. Þess má geta til gamans að í myndinni kemur fram leikarinn Davide Selby, einn lífseig- asti kantmaður kvikmyndanna, og við sáum nú síðast í hinni bráð- snjöllu The Social Network. Sem fyrr segir er Mulroney einn- ig virkur í sjónvarpi og verður gam- an að sjá hvort Inhale verður til þess að hjálpa honum á skrykkj- óttum ferli. Mulroney var um árabil giftur hinni frábæru leikkonu Cat- herine Keener (Capote, The 40 Ye- ars Old Virgin), og á með henni soninn Clyde (f. 1999). Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Meðaljóninn Mulroney Dermot Mulroney lendir í miklum hrakningum í spennumyndinni Inhale.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.