SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Page 27

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Page 27
24. október 2010 27 Alfreð Finnbogason fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1989, sonur Sesselju Pétursdóttur og Finnboga Alfreðssonar. Hann á þrjár systur, þær Hildigunni, Margréti og Ölmu. Fjöl- skyldan fluttist til Grindavíkur þegar Alfreð var tveggja ára gamall og þar stundaði hann nám við Grunnskóla Grindavíkur og hóf sinn knattspyrnuferil. Fótboltinn var snemma settur í fyrsta sætið en körfuboltinn var einnig áhugamál. Við níu ára aldur flutti fjölskyldan búferlum til Skotlands, nánar til- tekið Edinborgar þar sem Finnbogi faðir Al- freðs stundaði nám í 18 mánuði. Um aldamótin lá leiðin aftur heim, í þetta skiptið í Grafarvog þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Alfreð kom til Breiðabliks frá Fjölni árið 2005 og hefur átt farsælan feril þar þrátt fyrir ungan aldur og orðið Íslandsmeistari með liðinu í 3., 2. og meistaraflokki nú fyrir mánuði auk þess að vinna bikarmeistaratitil árið 2009. Hann á sér þann draum að spila sem atvinnumaður erlendis og bindur vonir við að sá draumur rætist nú í haust. Úti að hlaupa með pabba á Flórída. Í Disney-landi með vininum Guffa. Flippuð fjölskyldan á góðri stundu. Með mömmu og pabba við útskrift úr 10. bekk í Húsaskóla. Við útskrift úr Verzló í fyrra. Amma Sigrún og afi Pétur á sínum stað. Það var vel fagnað með félögunum í Breiðablik þegar Íslandsmeistaratitlinum var hampað. Íslandsmeistari Myndaalbúmið Alfreð Finnbogason er 21 árs fótboltakappi sem dreymir um atvinnumennskuna. Byrjaði snemma í golfinu, 9 ára gamall. Á leið á bikarúrslitaleik 5 ára gamall. 7 ára á leið á fyrsta Man. Utd-leikinn. Harður stuðningsmaður. Var valinn besti leik- maðurinn í karla- flokki 2010.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.