SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Blaðsíða 27
24. október 2010 27 Alfreð Finnbogason fæddist í Reykjavík 1. febrúar 1989, sonur Sesselju Pétursdóttur og Finnboga Alfreðssonar. Hann á þrjár systur, þær Hildigunni, Margréti og Ölmu. Fjöl- skyldan fluttist til Grindavíkur þegar Alfreð var tveggja ára gamall og þar stundaði hann nám við Grunnskóla Grindavíkur og hóf sinn knattspyrnuferil. Fótboltinn var snemma settur í fyrsta sætið en körfuboltinn var einnig áhugamál. Við níu ára aldur flutti fjölskyldan búferlum til Skotlands, nánar til- tekið Edinborgar þar sem Finnbogi faðir Al- freðs stundaði nám í 18 mánuði. Um aldamótin lá leiðin aftur heim, í þetta skiptið í Grafarvog þar sem fjölskyldan hefur búið síðan. Alfreð kom til Breiðabliks frá Fjölni árið 2005 og hefur átt farsælan feril þar þrátt fyrir ungan aldur og orðið Íslandsmeistari með liðinu í 3., 2. og meistaraflokki nú fyrir mánuði auk þess að vinna bikarmeistaratitil árið 2009. Hann á sér þann draum að spila sem atvinnumaður erlendis og bindur vonir við að sá draumur rætist nú í haust. Úti að hlaupa með pabba á Flórída. Í Disney-landi með vininum Guffa. Flippuð fjölskyldan á góðri stundu. Með mömmu og pabba við útskrift úr 10. bekk í Húsaskóla. Við útskrift úr Verzló í fyrra. Amma Sigrún og afi Pétur á sínum stað. Það var vel fagnað með félögunum í Breiðablik þegar Íslandsmeistaratitlinum var hampað. Íslandsmeistari Myndaalbúmið Alfreð Finnbogason er 21 árs fótboltakappi sem dreymir um atvinnumennskuna. Byrjaði snemma í golfinu, 9 ára gamall. Á leið á bikarúrslitaleik 5 ára gamall. 7 ára á leið á fyrsta Man. Utd-leikinn. Harður stuðningsmaður. Var valinn besti leik- maðurinn í karla- flokki 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.