SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 19
31. október 2010 19 merkja, meðal annars hjá Marc Jacobs, Akris og Ralph Lauren. Kýs að nota háar buxur Guðmundur kýs líka að hafa buxurnar háar. „Þróunin er orðin þannig að vestin hafa haldið sinni hæð og buxurnar bara lækka og það gapir alltaf á milli. Það virkar ekki,“ segir smekkmaðurinn, sem var klæddur í háar ullarbuxur með axla- böndum við ljósa skyrtu og lakkskó þeg- ar viðtalið fór fram og að sjálfsögðu vel greiddur. Guðmundur velur að nota axlabönd við háar ullarbuxur þótt hann noti heldur belti við gallabuxur en í skólanum klæð- ist hann ekki eins hefðbundnum fatnaði og fer heldur í bómullarbuxur og galla- skyrtu. Hann bendir á að háar buxur fari stærri karlmönnum vel, öfugt við það sem margir haldi. Hann vonast því til þess að karlmenn hysji upp um sig buxurnar og hrífist af háu buxunum. „Það verður að koma mönnum inn á þetta. Þetta er miklu betra, þægilegra og mér finnst það líka fallegra.“ Innblásturinn kemur í grunninn frá hinum hefðbundna enska herramanni en er samt blanda af ýmsum tímabilum. Í fötunum er hægt að vera íslenskur herra- maður með stíl enda hentar tvídefni vel á Íslandi því ullin er hlý. Lykilatriði er samt að fötin eru ekki gamaldags, þau eru nútímaleg útgáfa af hinum ensk- íslenska herramanni. „Annað vestið minnir svolítið á gam- alt, opið kjólfatavesti en með nútíma- legu ívafi. Svo er líka tvíhneppt vesti, klassískt en gæjalegt,“ útskýrir Guð- mundur. Líka hægt að nota sem hnébuxur Svo er líka kreppuvænt, eins og svo oft er sagt, að hægt er að nota buxurnar á tvo mismunandi vegu. „Það eru margir sem kaupa hnébuxur en nota þær kannski ekki mjög oft,“ segir Guðmundur en þess vegna vildi hann út- færa buxurnar með sérstökum hneppslum sem gera þetta mögulegt. Sjálfur segist Guðmundur ekki eiga hné- buxur en hann noti ullarbuxur sem hann á sem slíkar með því að setja þær ofan í sokka. Þaðan er hugmyndin fyrst komin en útfærslan er miklu skemmtilegri. Flíkurnar verða seldar stakar þannig að þeir sem vilja ekki fara í buxur, vesti og jakka allt í senn geta byrjað á einum hlut og aukið svo við. Vesti hafa líka verið vinsæl að undanförnu og ekki ólíklegt að þau eigi eftir að renna út. Framleiðslan fer fram á Íslandi Línan er framleidd á Íslandi og segir Guð- mundur það hafa ýmsa kosti. „Það er svo gott að geta fylgst með ferlinu þegar við erum að byrja með þetta. Það kemur allt- af eitthvað upp á. Við lögðum mikið upp ’ Tíska er ekki bara fyrir einhverja litla stráka. Mig hefur alltaf langað að vera stór og stæðilegur maður, gráhærður með skegg. Það kemur kannski ein- hvern daginn. Buxurnar og vestið verða til sölu í sjö mismunandi litum. Þess má geta að Georg Kári er nýjasti starfsmaður Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar. Guðmundur Jörundsson útskrifast sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands í vor en hann hefur jafnframt starfað lengi í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.