SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Page 28
28 31. október 2010
T
ekist er á um aðild Íslands að Evrópu-
sambandinu. Ekkert er sjálfsagðara en
það. Málefnið er fyrirferðarmikið og
áhugavert. Æskilegast væri og líklegast
til árangurs ef umræðan færi fram málefnalega og
af sanngirni. Teflt væri fram hver væri að mati
fylgjenda hinn augljósi ávinningur að aðild og á
móti hver væri hinn augljósi annmarki. Því næst
gætu fylgjendur gert grein fyrir vonum sínum um
hvað að auki gæti orðið jákvætt við aðild og and-
stæðingar á hinn bóginn upplýst um hvaða bölvun
þeir óttuðust að óhjákvæmilega myndi leiða af að-
ild og þar fram eftir götunum. Með öðrum orðum
væri æskilegt að nokkur sátt gæti verið um til-
teknar mikilvægar staðreyndir, þótt tekist væri á
um hverjar afleiðingar þeirra yrðu og þó einkum
hvort kostir og gallar væru þess eðlis að annað
kynni að vega á móti til góðs eða ills. Ef svo mik-
ilvægt álitaefni mætti nálgast með slíkum hætti
væri von til þess að umræðan gerði þeim einum
sem verður að gera upp hug sinn að lokum, það er
að segja þjóðinni sjálfri, léttara um vik.
Ruglandin í öndvegi
Fram að þessu er upplitið allt annað en það ætti að
vera og ruglandin hefur verið fyrirferðarmest. Þeir
sem stofna til umræðunnar og átakanna með því
að samþykkja aðildarumsókn í bullandi ágreiningi
á Alþingi hljóta að bera mesta ábyrgð á því að hún
fari ekki þegar á flakk og haldi sig eftir það út og
suður. Víðsfjarri er að þeir hafi risið undir þeirri
ábyrgð. Það er mjög ámælisvert og ekki síst vegna
þess að í upphafi vegferðar var látið eins og stefnt
væri að því að upplýst umræða ætti að verða meg-
inforsenda niðurstöðunnar. Hvers vegna hefur
svona illa tekist til? Stór hluti skýringarinnar felst
auðvitað í því hvernig til ákvörðunarinnar var
stofnað. Ekkert ríki hefur fram til þessa sent aðild-
arumsókn til Brussel án þess að ríkisstjórnin öll og
mikill meirihluti þingmanna viðkomandi ríkis
stæðu heil og óskipt að baki því að sótt væri um og
með það að lokamarkmiði að knýja inngöngu
fram. Ekkert ríki hefur nokkru sinni sagt að það sé
að sækja um aðild að ESB á þeirri forsendu að það
viti ekki hvað í aðild felst og ætli að kynna sér það
á meðan á aðildarviðræðum standi. Og það muni
svo fara eftir niðurstöðum í því spjalli hvort lagt
verði til við þjóðina hvort gengið skuli í sam-
bandið eða ekki. Nú hagar því reyndar þannig til
að Samfylkingin hefur fyrir löngu gert upp við sig
að Íslandi sé fyrir langbestu að ganga í ESB og tals-
menn þess flokks hafa oft og mörgum sinnum lýst
opinberlega þeirri trú sinni og sannfæringu. Það er
í sjálfu sér ekkert athugavert við það að stjórn-
málaflokkur verði þannig heltekinn af einu máli
sem allsherjarlausn alls vanda. En sá flokkur verð-
ur þó að beygja sig fyrir því að hann hefur aldrei
fengið meirihlutastuðning hjá þjóðinni fyrir þess-
ari pólitísku hugljómun enda hefur viðvarandi
stóratvinnuleysi í Evrópu og margvíslegur efna-
hagslegur vandi annar ekki reynst þau tákn og
sannindamerki um þau kraftaverk sem búa í ESB-
aðild. Að auki hefur stór hluti íslensku þjóðarinnar
ekki viljað fórna fullveldi sínu fyrir óljósan fag-
urgala og fyrirheit. Og þar sem Samfylkingunni
hefur ekki tekist að sannfæra nema lítinn hluta
þjóðarinnar um ágæti aðildar að Evrópusamband-
inu hefur flokkurinn þurft að fá einhvern til fylgi-
lags við umsókn um aðild svo hún yrði afhent. Við
það er heldur ekkert að athuga og er reyndar al-
gengt í löndum sem búa við hlutfallskosningar.
Stuðningsflokkarnir eru þá jafnan þeir sem eru já-
kvæðir gagnvart aðild þótt þeir séu ekki endilega
eins ákafir og forystuflokkurinn í málinu. En á Ís-
landi er málið ekki þannig vaxið. Öðru nær. Og
það skýrir ekki síst þær ógöngur sem málið hefur
verið í frá fyrsta degi. Samfylkingin fékk ekki
samstarfsflokk til liðs við sig í málinu, sem var
hlynntur aðild eða að minnsta kosti veikur fyrir
henni. Svo ótrúlega sem það hljómar þá er hinn
burðarflokkur málsins sá flokkur íslenskur sem
fyrir margar kosningar, hinar síðustu sem aðrar,
birtist kjósendum sem sá stjórnmálalegi merk-
isberi sem helst mætti treysta til að bregðast ekki í
málinu. En krosstré bregðast sem önnur tré. Fyrir
setu í valdastólum í fáein ár voru forystumenn
þess flokks keyptir til að standa að samþykkt á Al-
þingi um að sækja um aðild að ESB. Það kom eins
og þruma úr heiðskíru lofti og mest var auðvitað
kjósendum og félagsbundnum í VG brugðið. Þeim
varð við eins og kaþólskum söfnuðum yrði við ef
klerkaþing þeirra myndi afneita Maríu guðs-
móður gegn því að fá að ganga þrjá hringi í kring-
um musterið í Mekka. Hætt er við að klerkarnir
hefðu þurft að gefa flóknar skýringar á þeim
drottinsvikum. Og hæpið er að nokkur skýring
hefði dugað. Og forystumenn VG hafa einnig
þurft að útskýra margt vegna sinna einstöku
svika og sinnaskipta. Og þær skýringar hafa ekki
haldið vatni, mígleka allar og ekki sjón að sjá þær.
Og þessi forleikur og upphaf málsins marka allan
þess ömurlega framgang. Margir þingmenn VG
sem fóru að fyrirmælum forystu sinnar og
greiddu atkvæði með aðildarumsókn létu fylgja
með hróp um að þeir hefðu aldrei verið meira á
móti aðild að ESB en einmitt á því augnabliki
svikanna við sannfæringuna og þá kjósendur sem
höfðu treyst þeim fyrir fjöregginu. Ráðherrar í
ríkisstjórninni hafa sagt þetta sama. Samt fór
Össur Skarphéðinsson á fund til
Evrópusambandsins, belgdi sig út svo sem honum
er einum lagið og segir svo að öll ríkisstjórnin
standi þétt á bak við umsóknina að ESB. Af hverju
gerði hann þetta? Hann veit betur. Hann veit að
öll embættismannahjörð ESB eins og hún leggur
sig veit betur. Af hverju varð hann að byrja svona
illa? Sjálfsagt fæst aldrei svar við þessu. En þetta
er ein af mörgum ástæðum þess að talið um
„upplýsta umræðu“ fer mönnum eins og Össuri
Skarphéðinssyni svo illa.
Skjölin upplýsa þann þátt sem leyna átti
Í skjölum Evrópusambandsins sem íslenskir
nefndarmenn samþykkja segir í yfirskrift að nú
fari fram „aðlögunarviðræður“. Ekki samninga-
viðræður. Ekki „kíkja í pakkann“ viðræður. Og
Evrópusambandið gengur lengra. Það segir í sín-
um leiðbeiningum um það ferli sem nú stendur
yfir að varasamt sé og villandi að tala um „samn-
ingaviðræður.“ Eftir að land hafi sótt um aðild fari
ekki fram „samningaviðræður“ þá fari fram „að-
lögunarviðræður.“ Veruleiki sambandsins liggi
fyrir gagnvart umsóknarríkjum sem öðrum. Ekki
standi til að breyta honum. Af hverju eru „tals-
menn“ Íslendinga með þessi látalæti. Núverandi
Reykjavíkurbréf 29.10.10
Myrkvunarmenn stjórna upplýs