SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 31

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 31
31. október 2010 31 Í einu af kynningarviðtölunum fyrir ævisöguna mætti Keith Richards í bol með mynd af sjálfum sér á yngri árum. „Johnny gaf mér hann,“ seg- ir gítarleikarinn. „Við notum sömu stærð.“ Richards kynntist Johnny í gegnum son sinn, Marlon, og af og til spiluðu þeir saman á gítar. Eftir að hafa þekkt Johnny í tvö ár ákvað Richards að spyrja hann hvað hann gerði. „Bíómyndir,“ sagði Johnny. Smám saman áttaði Richards sig síðan á því að hann hafði verið að spila með leikaranum Johnny Depp. Þessi saga gæti verið tilefni til þess að velta fyrir sér hvort Richards sé algerlega úti á þekju, en í það minnsta var nóg fyrir hann að Depp væri slarkfær gítarleikari og aukaatriði að hann fengi margar milljónir dollara fyrir að koma fram í kvikmyndum. Hann er ekki sérlega upptek- inn af heimi fræga fólksins, þótt hann sé vissulega ein af stjörnunum í sólkerfi þess. Að lifa með sjálfum sér að eilífu Depp spurði Richards síðar hvort hann mætti nota hann sem fyrirmynd að hlutverki, sem hann hafði tekið að sér, Jack Sparrow í myndinni Pirates of the Caribbean, sem svo varð að myndaflokki. Sparrow málar sig í kringum augun, virkar hálfpartinn eins og hann sé út úr heiminum og dettur hvorki af honum né drýpur hvað sem á gengur. Í einni af myndunum um Jack Sparrow, Pirates of the Caribbean: At Worlds End, leikur Rich- ards meira að segja föður sjóræningj- ans. „Þetta snýst ekki bara um að lifa að eilífu,“ segir sá gamli við son sinn. „Brell- an er að lifa með sjálfum sér að eilífu.“ Fyrirmyndin að sjóræningj- anum Jack Sparrow Johnny Depp notaði Keith Richards sem fyrirmynd að Jack Sparrow, sjóræningjanum óttalausa. Charlie Watts, Keith Richards, Mick Jagger og Ron Wood rétt fyrir tónleikaferðalagið, sem Rolling Stones fór í árið 2005 undir yfirskrift- inni A Bigger Bang. Samanlagður aldur þeirra er nú um 260 ár. Charlie Watts, Mick Jagger og Keith Richards saman í New York í sumar í tilefni af frumsýningu heimildarmyndarinnar Stones in Exile. Richards er hugsi, en Jagger brosir grunlaus um þá sendingu, sem í vændum er frá hans gamla félaga. saman á ný. Richards sló til, en samband höfuðpauranna hefur hins vegar verið laskað. „Einu sinni elskaði ég að vera með Mick,“ skrifar Richards, „en ég hef ekki farið í búningsklefann hans í 20 ár að ég held. Stundum sakna ég vinar míns. Hvað í fjandanum varð af honum?“ Vegið að Jagger Jagger fær ýmsar nafngiftir hjá Richards, þar á meðal „hans hátign“ og „Brenda“, sem einnig hefur verið notað um Elísabetu Bretadrottningu. Richards fannst hann leggjast lágt að samþykkja að vera aðlaður og segir að hann hafi verið „óþolandi“ eftir að níundi áratugurinn gekk í garð. Mest umfjöllun hefur verið um ummæli Richards þar sem hann vegur að manndómi Jaggers. Richards segir að Jagger hafi lítið undir sér og virðist hafa tónlistar- konuna Marianne Faithful fyrir því. Faithful var um tíma samferða Rolling Stones, líkt og kona að nafni Anita Pallen- berg. Pallenberg var vinkona Brians Jones, en Richards stal henni af honum. Síðar varð Richards sannfærður um að Pallen- berg væri farin að sofa hjá Jagger. Í bókinni lýsir hann því hvernig hann beið einn heima heila nótt eftir að heyra hljóðið í bílnum hennar, en hún kom ekki heim. Richards hefndi sín með því að sofa hjá Faithful, sem var í sambandi við Jagger. Þegar Jagger kom heim fyrr en von var á stökk Richards út um glugga, en gleymdi sokkunum sínum. Þetta gerðist árið 1969 og þótt þetta hafi verið tímar frjálsra ásta virðist þarna hafa komið brestur í sam- band tvíeykisins á bak við Rolling Stones. Pallenberg og Richards eignuðust síðan þrjú börn saman. Richards segir að hann hafi sent Jagger próförk að bókinni áður en hún kom út til þess að hann gerði sér grein fyrir því hvað væri í vændum. Vinir Jaggers segja reynd- ar að hann hafi aðeins fengið að sjá valda kafla, en ekki bókina í heild. Jagger, sem á sínum tíma hugðist gefa út æviminningar, en hætti við og skilaði fyrirframgreiðsl- unni, hefur ekki brugðist við ummælum Richards um sig. Reyndar stökk fyrirsætan Jerry Hall fyrrverandi eiginmanni sínum til varnar og sagði að hann væri „mjög vel vaxinn niður“ í viðtali við breska ríkis- útvarpið, BBC: „Ég var með honum í 23 ár. Keith er bara afbrýðisamur.“ Hljómsveitin Rolling Stones hefur verið lífseig þrátt fyrir deilur forsprakkanna. Rich Cohen bendir á það í grein í tímarit- inu Rolling Stone að bókin standi ekki ein og sér heldur sé nú orðin hluti af sögu hljómsveitarinnar og spyr: „Munu Rolling Stones, sem lifðu af eiturlyfin, dauðann, brjálæðið og glundroðann, lifa af prósa Keiths Richards?“ A llir Íslendingar kannast við kvæðið „Óhræsið“ eftir listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson. Við fyrstu athugun er þessi kveðskapur Jónasar undarlegur. „Ein er upp til fjalla yli húsa fjær“, þannig hefst kvæðið. Þetta gengur nú ekki upp því rjúpan kann illa við sig í yl og innanhúss. Skáldið Jónas er nefni- lega ekki að yrkja um rjúpuna heldur sjálfan sig og um- komuleysi sitt. Skáldið er komið í hlutverk rjúpunnar, hann er fórnarlambið, glataður, dæmdur. Raunar er það athyglisvert að Jónasi er rjúpan hugleikin, enda fundust honum rjúpur góðar til matar. Í öðru kvæði, „Líkur sín- um“, bregður hann sér í gervi rjúpunnar. „Ólukkan skal oftar súpa, eg er fótaloðin rjúpa, plokkið þér mig nú, Gunna góð.“ (Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson, ævisaga. Mál og menning 1999.) Þessi kveðskapur Jónasar er hér rifjaður upp því um þessa helgi eru sennilega margar rjúpnaskyttur „yli húsa fjær“eða upp til fjalla við rjúpnaveiðar. Veður eru nú holl rjúpunni því ekki viðrar vel til veiða, öfugt við það sem var í fyrra. Þá voru skilyrði til veiða einstaklega heppileg enda veiddu menn talsvert meira en ráðlagt hafði verið. Lagt var til að ekki yrðu veiddar fleiri en 71.000 rjúpur en líklegast voru 85.000 rjúpur skotnar í fyrrahaust. Hlutskipti rjúpunnar er ein- kennilegt, ef svo má að orði kom- ast, því allar rjúpur eru étnar. Fálkinn vill helst ekkert annað en rjúpur í matinn. Þá éta ýmis önn- ur dýr rjúpur, refur, minkur, síla- máfur og hrafn. Þá eru rjúpur lík- legast vinsælasti jólamatur Íslendinga en um 20% þjóð- arinnar borða rjúpur um jólin sem eru um 70.000 fuglar. Það má því álykta sem svo að 10.000 til 15.000 rjúpur liggi nú í frystikistum lands- manna. Margir veiðimenn ættu því að geta gætt hófs við veið- arnar í ár. Því hefur verið haldið fram að rjúpna- veiðimönnum hafi fjölgað mikið á undanförnum árum. Það er alls ekki rétt, í fyrra gengu 5.615 veiðimenn til rjúpna. Það er svipaður fjöldi og stundaði veiðar fyrir veiðibannið sem sett var á 2003. Árið 1995, þegar veiði- kortakerfið var tekið upp, voru rjúpnaveiðimenn um 5.000. Í raun hefur því rjúpnaveiðimönnum fækkað ef tekið er tillit til fjölgunar þjóðarinnar á 15 árum. Stærstur hluti veiðimanna eða 70% veiðir hóflega eða undir 15 rjúpum að meðaltali. Meðal- veiðimaðurinn gengur þrjá og hálfan dag til rjúpna á veiðitímanum, sem er 18 dagar, og meðalveiðin er fjórar rjúpur á dag. 10% veiðimanna fengu enga rjúpu en 30% veiðimanna veiddu fleiri en 15 rjúpur. Það má því segja að ágætt skipulag sé á rjúpnaveiðum landsmanna. Því miður eru enn nokkrir magnveiðimenn sem sumir hverjir eru að veiða nokkur hundruð rjúpur á hausti og selja. Sala á rjúpum er bönnuð samkvæmt lögum en stjórn- völd virðast láta sér það í léttu rúmi liggja því ekkert eft- irlit virðist vera með þessari starfsemi. Í fyrra voru rjúpur auglýstar til sölu á vinsælum vefsíðum og á fjölmennum vinnustöðum. Ef sölubann á að halda og duga sem aðgerð til verndar rjúpunni verða yfirvöld að bregðast við, og nú í vetur gera gangskör að því að stöðva sölu á rjúpum. Lík- legast er einnig nauðsynlegt að herða verulega viðurlög við þessum ólöglegu viðskiptum. Rjúpan er einhver besta villibráð sem völ er á og uppá- haldsmatur margra, enda má segja að rjúpan kryddi sig sjálf með sérvöldum háfjallagróðri. Sósan er best eins og allir vita sem borða rjúpur. Leyndarmálið við að laga góða rjúpnasósu er að brúna beinin, hjörtu og fóörn í smjöri á vel heitri pönnu. Allt er svo sett í pott, kryddað með salti og pipar og soðið í 90 mín. Soðið er svo síað í gegnum grisju og því sem í pott- inum er er fleygt, soðið er svo soðið niður um helming. Sem sagt, ekkert grænmeti eða annað krydd er soðið með beinunum, þess þarf ekki. Ef matreiðsla á rjúpum á að takast þá er það sósan sem skiptir mestu máli enda segja Frakkar að sósan sé sál kokksins. Rjúpa Sigmar B. Hauksson Ein er upp til fjalla Gæf rjúpa á Vopnafirði.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.