SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 35

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 35
31. október 2010 35 sammerkt að hafa verið nauðgað. Þrjátíu þúsund múrsteinar Ruth hefur séð um kennslu fyrir kon- urnar sem margar hverjar skortir grunnmenntun og þekkja ekki annað en sára fátækt. Hún hefur kennt þeim grundvallaratriði á tölvu og haldið lífs- leikninámskeið sem hún reynir að sníða að hverri og einni. Sumar hafa fengið vinnu og gengið vel, aðrar hafa fengið vinnu en gefist upp á henni. Slíkt segir Ruth alltaf valda sér vonbrigðum því sér finnist þær oft á tíðum hafa meira til brunns að bera en þær sjái sjálfar. En þannig sé þetta því miður í öllu hjálp- arstarfi; ekki sé hægt að veifa töfra- sprota og breyta öllu eða þvinga sínum eigin draumum upp á aðra. Betra sé að hjálpa einni konu í einu og gleðjast yfir þeim sem ná að rjúfa vítahringinn og ná árangri í lífi sínu. Enza-samtökin hafa fest kaup á húsi í Mbekweni, sem nú hefur verið endurbyggt til að mæta þörfum starfseminnar. Hönnun hússins, sem og stór hluti vinnunnar við bygg- ingu þess, er unnin í sjálfboðavinnu. Hugmyndin er sú að stúlkurnar og aðrar konur í fátækrahverfinu fái þar fræðslu og ráðgjöf. Aðaláherslan verður lögð á hagnýta menntun sem nýtist í atvinnu- lífinu eins og stærðfræði- og ensku- kennslu, tölvukennslu, heimilisbókhald, næringargildi matvæla, HIV-fræðslu og fleira í þeim dúr. Auk þess mun fræðslumiðstöðin bjóða upp á upplífg- andi starfsemi eins og kórstarf, handa- vinnu, perluskreytingar og aðra list- sköpun. Við byggingu hússins starfar eingöngu fólk sem býr á svæðinu, og hafa eigendur múrsteinaverksmiðju skammt frá gefið þá 30 þúsund múr- steina sem þarf til verksins. „Framtíð- armarkmið okkar hjá Enza er svo að opna heimili fyrir kjarnahóp okkar. Þar munu konurnar geta dvalið tímabundið, í sex til níu mánuði, og fengið faglega hjálp til að byggja sig upp og öðlast það sjálfstraust sem þarf til að takast á við lífið á ný. Slíkt heimili er þó kostn- aðarsamt í rekstri, og verður því að bíða enn um sinn.“ Fyrirmynd í sínu samfélagi Ruth segist stundum velta fyrir sér þeirri hjarðhugsun sem virðist skapast í bláfátækum samfélögum þar sem fólk býr svo þröngt að það verður nánast hluti hvað af öðru. Ef einn nær að brjót- ast áfram og ná árangri eru oft gerðar ómennskar kröfur af hálfu ættingja, sem ætlast oftar en ekki til að viðkomandi brauðfæði allan frændgarðinn og kosti stórfjölskylduna til mennta þar að auki! Eins verður til einhvers konar sambland af öfund og stolti sem viðkomandi á oft erfitt með að standa undir. Þetta verður oftar en ekki til þess að konur og karlar líka, sem hafa náð brjóta sig út, sogast auðveldlega aftur inn í fyrri aðstæður. „Mér finnst mikilvægt að skila þeim árangri að Enza-konurnar geti orðið fyrirmynd annarra kvenna í samfélagi Ruth með hópi ungra kvenna sem hún hefur starfað með á vegum Enza. Nemendur hjálpa til Marteinn sonur Ruthar var í svokölluðu Learnig For Life-prógrammi í skólanum sínum. Í því fólst meðal annars að hann þurfti að skila 18 klukkustundum á þessu skólaári í samfélags- þjónustu. Hann langaði að leggja eitthvað af mörkum til Enza og fékk þrjá bekkjarfélaga sína í lið með sér. Þeir félagar unnu síðan í fjórar klukkustundir á dag í eina viku af skólafríinu sínu og aðstoðuðu við að flytja og sækja múrsteinana, sem geymdir eru innan girðingar hjá NorSa, yfir á byggingarsvæðið. ’ Í ágúst 2008 fékk Ruth til liðs við sig sex íslenskar konur, sem hafa fjölbreyttan bak- grunn og mikla reynslu úr íslensku og erlendu at- vinnulífi, til að starfa með sér í stjórn Enza á Íslandi.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.