SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 42

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Síða 42
42 31. október 2010 Á því dæmalausa kreppuári, 2010, eru reykvískir kvik- myndahúsgestir að upplifa meiri og athyglisverðari um- skipti í bíóumhverfinu en oftast áður. Ekki síst bíófíklarnir og samtímis er verið að færa verulega út hið hefðbundna markaðssvæði með nýju kvikmyndahúsi í nánd við Korpúlfsstaði. Í kjarna hverfis sem er byggt tugþúsundum og teygir anga sína í Mosfellsbæ og upp á Kjalarnes. Þá hafa eldri kvikmyndahúsin fengið tæknilega andlitslyftingu og svo mætti lengi telja. Áhugaverðasti viðburðurinn í ár er vafalaust opnun fyrsta listræna kvik- myndahússins í borginni, Bíó Paradísar – heimilis kvikmyndanna, sem hefur tekið yfir fjölsalabíóið sem áður hét Regnbog- inn. Þar með hefur gamall og oftast fjar- lægur draumur ræst. Það gefur augaleið að þar með vænkast hagur kvikmynda- unnenda til muna og möguleikar Bíó Paradísar eru afar fjölbreyttir. Rekstr- araðilinn hefur þegar samið við önnur kvikmyndahús á höfuðborgarsvæðinu um að yfirtaka sýningar þeirra á „list- rænum“ myndum, sömuleiðis hefur Græna ljósið flutt þangað sýningar, en megináherslan verður lögð á að útvega efni „að hætti hússins“. Slíkar frumsýn- ingar hafa þegar verið nokkrar og þær næstu verða íslenska heimildarmyndin Feather Cocaine, eftir Örn Marinó Arn- arson og Þorkel Harðarson, en dul- arfullur titillinn höfðar til, að því er talið er, fjórða ábatasamasta smyglvarnings í heimi; fálka, sem eru geysilega eft- irsóttir, einkum í Austurlöndum nær. Þar er aldagömul hefð fyrir því að temja þá til veiða, enda þóttu þeir konungsgersemi á sínum tíma og þykja enn. Inside Job er bandarísk heimildarmynd um hrunið í fjármálaheiminum og þarf síst að kynna fyrir Íslendingum. Myndin, sem er eftir Charles Ferguson, hefur hlotið mjög góða dóma en það er Matt Damon sem annast þularstarfið. Græna ljósið er að byrja um helgina með sýningar til 4. nóv. á myndunum fimm sem kepptu um Kvikmyndaverð- laun Norðurlandaráðs í ár og sýnir með- fram þeim eitt eldra verk hvers leik- stjóra. Myndirnar eru: The Good Heart, frá Íslandi, eftir Dag Kára; Submarino, frá Danmörku, eftir Thomas Vinterberg (verðlaunahafinn); Steam of Life, frá Finnlandi, eftir Joonas Berghall og Mika Hotakainen; Upperdog, frá Noregi, eftir Sara Johnesh, og Metropia, frá Svíþjóð, eftir Tarik Saleh. Kvikmyndaskóli Íslands stendur fyrir sýningum á gömlum og ódauðlegum stórvirkjum úr kvikmyndasögunni. Oddný Sen kvikmyndafræðingur annast umsjón sýninga klassískra verka frá tím- um þöglu myndanna og Páll Óskar sýnir myndir úr eigin fórum eitt kvöld í viku en hann hefur sem kunnugt er sérstakan smekk á bíómyndum. Kvikmyndaklúbb- urinn Deus ex Cinema hefur komið við sögu, og þá er fátt eitt talið. Möguleik- arnir eru óþrjótandi, í bíóinu verða örugglega kynnt verk frá framandi lönd- um; myndir þekktra leikstjóra; settar upp þemavikur, sjálfur mæli ég með einu vestrakvöldi í viku, þeir eru mikil heilsu- bót, einkum í nístandi og myrku skamm- deginu. Mest er um vert að við, bíógestir, bregðumst ekki en sýnum vilja okkar í verki til að njóta jafnþarfs kvikmynda- húss og Bíó Paradísar. Gera það full- komlega ómissandi í reykvískri bíó- menningu, líkt og mánudagssýningarnar í den, svo maður gleymi ekki klisjunum. Margt fleira hefur verið gott gert, t.d. hafa flest bíóin endurnýjað sýning- artæknina á árinu, sett upp fullkominn þrívíddar- og stafrænan búnað sem hefur snaraukið gæði sýninganna. Rúsínan í pylsuendanum er svo nýja kvikmynda- húsið, Sambíóin Egilshöll, sem verður opnað í nóvember og verður að áliti eig- endanna það fullkomnasta á landinu. Áhugaverðasti viðburðurinn í ár er vafalaust opnun fyrsta listræna kvikmyndahússins í borginni, Bíó Paradísar – heimilis kvikmyndanna, sem hefur tekið yfir fjölsalabíóið sem áður hét Regnboginn. Morgunblaðið/Golli Breytt bíó- landslag Á árinu sem er að líða sjást margar jákvæðar breytingar á bíólandslaginu. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Þeir sem séð hafa perluna The Last Detail (’73) minn- ast frumraunar leikarans Randys Quaids í hlutverki einfeldningsins Meadows. Hlutverkið færði Quaid frægð, frama og óskarstilnefningu. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og leikarinn átt litlu gengi að fagna undanfarin ár, síðast er hann minnisstæður sem bóndinn sem ræður kúrekana Jake Gyllenhaal og Heath Ledger til að gæta hjarðar sinnar í Brokeback Mountain (’05.) Nú er öldin önnur, þær fréttir voru að berast að þessi stóri bróðir Dennis (sem hefur yfrið nóg að gera í kvikmyndaheiminum) hefði sótt um hæli í Kanada, ásamt konu sinni Evegenu. Telja þau að glæpagengi sem myrðir frægt fólk úr leikarastétt, þ.á m. Heath Ledger, Chris Penn og David Carradine, sé á hælum þeirra. Forsagan er sú að þau voru fang- elsuð um miðjan október fyrir að brjótast inn í gesta- heimili sveitaseturs sem þau áttu meðan allt lék í lyndi – fyrir áratug eða svo. Býlið er í Montecito, í nágrenni Santa Barbara, þar sem dómur var kveðinn upp yfir hjónunum og þeim sleppt gegn 50.000 dala tryggingu. Allt er málið hið einkennilegasta og ber vott um slæmt ástand parsins, sem komst m.a. í kast við lögin fyrir greiðslukortasvindl og aðra smáglæpi á síðustu árum. Þeir eru fleiri sem hallast að þeirri skoðun að hér sé um að ræða ofsóknaræði sökum misnotkunar eiturlyfja og áfengissýki, sem sé komin á mjög alvar- legt stig, ekki síður hjá Evegenu. Randy var gómaður af landamæravörðum í Vancouver sem voru með handtökuskipun á hendur honum frá Bandaríkjunum. Kona hans, sem er 47 ára, slapp ekki heldur undan armi réttvísinnar, en hinn 66 ára gamli leikari og frú höfðust við í 10 ára gamalli Toyota-bifreið. Sorglegur endir á ferli sem hófst svo vel hjá þessum sérstaka leikara sem skemmti okkur í fjölda mynda á meðan allt lék í lyndi. Alls kom Randy fram í um 70 verkum en blómatími hans var frá því snemma á 8. áratugnum fram á þann 10. Auk framangreindra eft- irminnilegra verka hans má nefna Kingpin, gam- anmyndaröðina sem kennd er við National Lamp- oon’s Vacation, Midnight Express, The Long Riders og Independence Day. saebjorn@heimsnet.is Af kvikmyndafólki Randy er orð- inn ruglaður Randy Quaid í járnum í Kanada á dögunum. Reuters Undarlegar fréttir berast af leikar- anum Randy Quaid sem hefur sótt um hæli í Kanada sem maður á flótta und- an morðingjagengi sem velur sér fórn- arlömb úr röðum „fræga fólksins“. Kvikmyndir Apaplánetu-ævintýrið hófst með klassíkinni sem bálkurinn dregur nafn sitt af og ól af sér fjórar framhalds- myndir sem gerðar voru á árunum 1971-74. Allar nutu þær umtalsverðra vinsælda, fyrst í bíó, síðan á mynd- böndum og -diskum. Þá voru gerðir sjónvarpsþættir og endurgerð frum- myndarinnar var sýnd árið 2001. Hún þótti mislukkuð, jafnvel þó að sjálfur Tim Burton sæti keikur í leik- stjórastólnum. Fox-kvikmyndaverið hefur löngum verið meðvitað um van- nýtta möguleika lífseigs efnisins og nú hefur Peter Chernin, fyrr- verandi æðsti maður þess, ákveðið að leggja enn á ný til atlögu við fyrirbrigðið – sem verður jafnframt hans fyrsta kvikmynd sem sjálfstæður framleiðandi. Umrædd mynd nefnist Rise of the Apes og verður frumsýnd á besta aðsóknartímanum að ári, eða 24. júní. Um er að ræða for- sögu eða undanfara (prequel) myndbálksins og mun athyglin beinast að vísindamanninum Will Rodman (James Franco), sem hefur verið að þróa lyf til lækninga á Alzheimer-sjúkdómnum og reynt þau á öpum. Ekki er að sökum að spyrja; allt fer úrskeiðis. Svo fer að aparnir taka yfir Móður jörð þegar aðaltilraunadýrið, Caesar (Serkis), tekur að sýna yfirburðagáfur og forystuhæfi- leika. Auk Francos leika Tim Felton (Harry Potter-myndirnar), Brian Cox, John Lithgow, Freida Pinto (Slumdog Millionaire) og fyrr- greindur Andy Serkis (Gollum í Hringadróttins-þrennunni; Kong í King Kong 2005) í formyndinni, sem er leikstýrt af Rupert Wyatt. Hann er kunnur handritshöfundur og kvikmyndatökumaður en á fá leikstjórnarverk að baki og lítt þekkt utan The Escapist (’08). Chernin hefur í hyggju að framleiða nýjan bálk ef nýja upphafið malar gull. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndafréttir Apaplánetan fer aftur á loft James Franco.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.