SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 50

SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Qupperneq 50
50 31. október 2010 M örgum stendur ógn af hraungjótum og sprungum í hvössu hrauni, enda gleymast seint martraðarkenndar þjóðsögur af fólki sem fallið hefur í gjótur og kemst ekki upp aftur. Eggert Pétursson myndlistarmaður kannast vel við þennan kitlandi ótta sem margt göngufólk hefur af gjót- unum, en á nýjustu málverkum hans birtast hraun- sprungur, gjótur og gróðurinn sem þar er að finna í skugga; engin bein eru hins vegar sjáanleg. Í dag, laugardag, klukkan 15 verður opnuð í Hafn- arborg sýning á sjö stórum olíumálverkum Eggerts. Hann er án efa einn vinsælasti og virtasti myndlistarmaður þjóðarinnar, löngu kunnur fyrir myndir af íslenskri flóru, foldarskartinu eins og þjóðskáldið kallaði blómin. Eggert myndskreytti bók um íslensku flóruna árið 1983 en teikn- ingarnar sem þá voru unnar fyrir handbók hafa nýverið verið gefnar út í gríðarstóru bókverki þar sem jurtirnar eru sýndar í raunstærð. Hann sýndi fyrst blómamálverk árið 1989 og hefur síðan unnið með gróðurinn í verkum sínum. Á þessari sýningu birtist hraunið okkur í þessum stóru málverkum, og gróðurinn sem vex í skjóli þess. „Hraunið er nú ekkert að taka yfir gróðurinn í verk- unum, þótt við sjáum þarna hraunvegg yfir gróðurgólfi,“ segir Eggert þegar við göngum á milli verkanna í Sverr- issal Hafnarborgar. Stærstu myndirnar eru á fjórða metra og litaskrúðið mikið; milli nákvæmnislega málaðra blómanna þyrlast litafléttur, þykkar og marglaga, í þungri hraunhellunni. „Þessi verk eru endapunktur á lotu sem hefur staðið í ein fimm sex ár en ég sæki þennan myndheim í Úthlíðarhraun,“ segir hann. „Ég er með sumarbústað þar og þegar ég geng út fyrir girðinguna er ég kominn í óbyggðir.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Eggert sýnir myndir úr þessari hraunrannsókn. Nokkrar myndanna á sýningu hans á Kjarvalsstöðum haustið 2007 voru unnar út frá hrauninu og eins myndir á sýningu sem hann hélt í menningarmiðstöðinni Bryggen í Kaupmannahöfn í fyrra, auk þess sem glitti í hraun í einhverjum af 100 litlum verkum sem hann sýndi í i8 galleríi. Staðurinn sem Eggert sækir hugmyndirnar til hefur hér afgerandi áhrif á útkomuna. „Ég geng að stöðunum og skoða þá aftur og aftur, tek ljósmyndir, er með vasabók með mér sem ég skrifa í. Ég vinn út frá ákveðnum nafnlausum stöðum. Reyndar hef ég sótt mikið í tvo hóla sem hafa nöfn á kortinu, Gjáhóll og Ljóthóll. Það er stutt á milli þeirra.“ Hann bendir á eitt verkið: „Þessi kræklótta reyniviðarplanta vex þarna í einni gjánni, rétt gægist upp fyrir gjábrúnina. Í þessum verkum er gróðurinn sem má finna í þessum gjótum og sprungum. Þarna er skjól fyrir gróður en líka skuggi og gróðurinn er öðruvísi en víða annars staðar; þarna er tófugras og annað sem vex í skugga. Þessar plöntur teygja sig iðulega upp í ljósið. Svo eru líka kominn mosi og smájarðvegur í mynd- irnar, þarna vaxa líka jarðarber, bláber og aðalbláber.“ Eggert hugsar sig um. „Það er oft spennandi að gægj- ast í sprungur og gjótur,“ segir hann svo og brosir. „Það getur farið léttur hrollur um mann, kannski sér maður skyndilega kindabein en býst við að sjá eitthvað enn verra. Þetta er samt tvíbent upplifun, smávegis óhugnaður en líka hlýja. Erlendis koma skógarnir í staðinn fyrir hraunið hjá okkur, þar er hægt að týna áttum og villast. Hér má týnast í gjótu.“ Málverkið tekur yfir hraunið Hraunið í þessum verkum Eggerts er lífrænt að sjá, eins og hann málar það, ekki síður en gróðurinn. Þetta er ekki dautt grjót. „Nei, mér tekst illa að ná því þannig,“ segir hann afsakandi, að óþörfu, en bætir síðan við að það vaxi líka ýmislegt á hrauninu, eins og mosi og fléttur. „En ég er ekki sérfræðingur í mosa eða fléttum og fer mjög frjálslega með það. Ég leyfi málverkinu að taka yfir hraunið – en málverkið tekur reyndar líka yfir blómin. „Hér má týnast í gjótu“ „Ég dreg landið saman. Þetta er eins og mála fjall með því að mála einn stein úr fjallinu,“ segir Eggert Pétursson listmálari um verkin á sýningu sem hann opnar í Hafnarborg í dag. Hann málar síðan öll blómin í raunstærð. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.