SunnudagsMogginn - 31.10.2010, Blaðsíða 52
52 31. október 2010
Solar - Ian McEwan Ian McEwan kveðst ekki sjá hvernig rithöfundar
geti komist hjá því að takast á við samtíma sinn
og hefur í síðustu tveimur bókum sínum tekið
sjálfan sig á orðinu. Í Saturday var 11. september
og innrásin í Írak efniviður grípandi skáldsögu. Í
bókinni Solar tekst hann á við umhverfismálin
og framtíð jarðkúlunnar í gegnum sérlega ógeð-
fellda persónu Michaels Beards, sem lesandinn
kemst þó ekki hjá því að fá ákveðna samúð með
þvert gegn vilja sínum. Beard er haldinn snilli-
gáfu og fékk nóbelsverðlaunin fyrir að átta sig á samspili geislunar
og efnis. Þegar sagan hefst er hins vegar langt um liðið frá hinni
miklu uppgötvun, sem hann væri ekkert án. Örlögin ráða því að
hann kemst yfir tímamótaniðurstöður nema á rannsóknarstofn-
uninni, sem hann veitir forstöðu, og ákveður að gera þær að sínum.
Beard traðkar á öllum, sem hann kemur nálægt, persónulegt líf hans
er í rúst og hver kostuleg uppákoman rekur aðra. Beard ætlar að
bjarga heiminum og gera sjálfan sig ódauðlegan um leið, en á fullt í
fangi með að halda sjálfum sér á floti. Kostuleg lesning og konungleg
skemmtun.
Freedom - Jonathan Franzen Jonathan Franzen tekst líkt og Ian McEwan á við
samtímann í skáldsögunni Freedom. Saga sæn-
skættuðu Berglund-fjölskyldunnar er notuð til
að búa til mynd af bandarísku samfélagi í lok 20.
aldarinnar og upphafi þeirrar 21., saga laskaðrar
fjölskyldu lýsir löskuðu samfélagi. Frelsi er titill
bókarinnar, en í raun fjallar hún um það hvernig
ytri aðstæður - foreldrar, vinir, ættingjar -
þrengja að hinum frjálsa vilja og leiða til lífs í
skugga þvingaðra ákvarðana, jafnvel þegar ætl-
unin er að brjótast undan oki umhverfisins. Bandaríkin eru grund-
völluð á hugmyndinni um frelsið, en frelsi til hvers? Til að bera
byssur? Til að ganga svo á auðlindir náttúrunnar að eftir er sviðin
jörð? Á einum stað talar Franzen um hina bandarísku tilraun í sjálf-
stjórn, „tilraun, sem frá upphafi var tölfræðilega skökk, vegna þess
að það var ekki fólkið með félagslegu genin, sem flúði hinn þéttskip-
aða gamla heim; það var fólkið, sem gat ekki látið sér lynda við
aðra“. Franzen sló í gegn með bókinni The Corrections og hinnar
nýju bókar hans var beðið með mikilli eftirvæntingu. Í Freedom fer
hann á kostum, sagan er fyndin, persónusköpunin sterk og dregin
upp háðsleg mynd af þjóðfélagi á villigötum án þess þó að líta niður á
það.
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Erlendar bækur
18.-24. október
1. Stóra
Disney-mat-
reiðslubókin
– Ýmsir höf-
undar / Edda
2. Galdrameist-
arinn 1 –
Margit Sandemo / Jentas
3. Mataræði – Michael Pollan /
Salka
4. Sokkar og fleira – Kristín
Harðardóttir / Tölvusýsl ehf.
5. Borða, biðja, elska – Eliza-
beth Gilbert / Salka
6. Snjóblinda – Ragnar Jón-
asson / Veröld
7. Hreinsun – Sofi Oksanen /
Mál og menning
8. Morgunengill – Árni Þór-
arinsson / JPV útgáfa
9. Arsenikturninn – Anne B.
Ragde / Mál og menning
10. Guðrún Ögmundsdóttir –
Halla Gunnarsdóttir / Veröld
Frá áramótum
1. Rannsókn-
arskýrsla Al-
þingis –
Rannsókn-
arnefnd Al-
þingis / Al-
þingi
2. Borða, biðja, elska – Eliza-
beth Gilbert / Salka
3. Póstkortamorðin – Liza Mark-
lund & James Patterson /
JPV útgáfa
4. Góða nótt yndið mitt – Do-
rothy Koomson / JPV útgáfa
5. Hafmeyjan – Camilla Läck-
berg / Undirheimar
6. Stóra Disney-matreiðslubók-
in – Ýmsir höfundar / Edda
7. Loftkastalinn sem hrundi –
Stieg Larsson / Bjartur
8. Makalaus – Þorbjörg Mar-
inósdóttir / JPV útgáfa
9. Vitavörðurinn – Camilla Läck-
berg / Undirheimar
10. Eyjafjallajökull – Ari Trausti
Guðmundsson & Ragnar Th.
Sigurðsson / Uppheimar
Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar,
Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu,
Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus,
Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundsson og
Samkaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upp-
lýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda.
Bóksölulisti Félags bókaútgefenda
Lesbókbækur
E
inn vinsælasti rithöfundur Bandaríkj-
anna er glæpasagnasmiðurinn Michael
Connelly. Segir sitt að hann er tíður
gestur á metsölulista New York Times
og þar situr nú í fjórða sæti síðasta bók hans, The
Reversal, sem fór beint í fyrsta sætið í síðustu viku.
Í þeirri bók eru þeir í aðalhlutverki Mickey Haller
og Harry Bosch, en Connelly er þó þekktastur fyrir
bækurnar um Bosch.
Connelly rekur áhuga sinn glæpum aftur til
þess er hann var sextán ára gamall í Fort Lauder-
dale og varð vitni að því er maður faldi byssu í lim-
gerði. Piltur lét lögregluna vita og fékk í framhaldi
af því mikinn áhuga á löggæslu og málum henni
tengdum. Þrátt fyrir það ætlaði hann sér að verða
skipulagsfræðingur eins og faðir hans, en vendi-
punktur var er hann sá kvikmyndina The Long Go-
odbye, sem gerð var eftir samnefndr bók Ray-
monds Chandler. Connelly varð svo uppnuminn
yfir myndinni að hann ákvað að verða glæpasagna-
smiður.
Löggufréttamaður
Til þess að afla sér reynslu réð Connelly sig sem
blaðamann á dagblaði í Flórída og sérhæfði sig í
löggufréttum. Hann þótti góður í því fagi, svo góð-
ur reyndar að honum bauðst vinna á einu helsta
dagblaði Bandaríkjanna, Los Angeles Times. Fyrstu
skáldsöguna, The Black Echo, skrifaði hann þremur
árum síðar. Henni var vel tekið og fékk hún meðal
annars Edgar-verðlaunin sem besta frumraun árs-
ins 1992. Connelly skrifaði þrjár bækur til áður en
hann hætti blaðamennskunni og sneri sér alfarið að
skrifum.
Aðalsöguhetjan í þessum fyrstu bókum Connellys
er lögregluforinginn Hieronymus „Harry“ Bosch,
sem hefur sérkennilegt nafn sitt frá málaranum
magnaða Jeroen van Aken sem tók sér nafnið Hie-
ronymus Bosch eftir Hertogaskógi í Flandri. Nafnið
fékk Bosch er móðir hans, vændiskona sem féll fyrir
morðingjahendi, sá málverk eftir hinn flæmska
Bosch og fannst sem hann væri að mála líf sitt.
Harry Bosch er enn helsta sögupersóna Connell-
ys, lífsþreyttur og þvældur, en bráðskýr og skjót-
huga, en Connelly hefur líka skrifað bækur um
blaðamanninn Jack McEvoy og lögmanninn Mickey
Haller og eins nokkrar bækur þar sem þessir þrír
koma lítið eða ekkert við sögu.
Bosch-bækurnar eru vinsælastar af bókum Con-
nellys og síðustu fimm bækur í röðinni hafa allar
farið beint í efsta sæti sölulista New York Times.
Bækurnar um Mickey Haller hafa líka notið vin-
sælda, meðal annars fyrir það að Bosch birtist í
þeim líka; í aukahlutverki í fyrstu bókinni, veiga-
meiri í þeirri næstu og deilir síðan sviðsljósinu í
þeirri sem nú situr á metsölulistanum, enda kom í
ljós í bók númer tvö að þeir eru hálfbræður Bosch
og Haller.
Michael Connelly hefur nýtt reynslu sína af blaðamennsku í vinsælum glæpasögum.
Af lífsþreyttri
og þvældri löggu
Reyfarahöfundurinn Michael Connelly er einn vinsælasti
rithöfundur Bandaríkjanna um þessar mundir.
Hann er þekktastur fyrir bækur um leynilögreglumanninn
Hieronymus Bosch.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is