Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 5

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 5
KYNJALYFIÐ. 131 »Hefir soldánínn látið í Ijós tilhneigingu til þess að taka kristna trú ?« spurði Ríkarður, »því ef svo væri, þá verð eg að viðurkenna, að engum þjóðhöfðinga á jarðríki vildi eg frem- ur gefa hönd frænku minnar — jafnvel' systur minnar — en einmitt hinum göfuga Saladín — já, jafnvel þótt annar legði krónu og veld- issprota fýrir fætur hennar og Saladín hefði ekki annað að bjóða en sverðið sitt góða og þaðan af betra hjarta.* s>Saladín hefir hlýtt á kristnu kennifeðurna vora,« svaraði biskupinn og fór undan í flæm- ingi. »Og vegna þess, að hann er þolinmóð- ur áheyrandi, og ber fram mótbárur sínar með stillingu, fer varla hjá því, að honum verði bjargað eins og brandi úr eldi. Þróttur sann- leikans er mikiil, og hann sigrar að lokum. Einsetumaðurinn í Engaddi hefir látið orð falla um það — og orð hans falla aldrei til jarðar, án þess að þau beri ávöxt. — að köllun Sara- ceanna og annara heiðingja sé í aðsigi, og hann álítur þessa hjúskapar-ráðstöfun vera fyrir- boða þess. Hann rannsakar gang stjarnanna, og lifir lífi sínu í óbygðum, þar sem hinir helgu menn héldu til áður, og þjáir líkama sinn þár, og andi spámannsins er yfir honum.* Ríkarður konungur hlýddi á ræðu biskups- ins. Hann lét brýrnar síga og svipurinn varð þungbúinn. »Eg veit ekki hvað fer að mér,« ansaði hann, »en mér virðist, sem þessir höfðingjar krossfaranna hafi með hálfvelgju-ráðum sínum leitt einnig yfir mig einskonar andlega svefn- sýki. Sú var tíðin, að eg mundi hafa slegið þann leikmann til jarðar, sem hefði vogað að stinga upp á slíkum tengdum, — og ef klerk- ur hefði stungið upp á því við mig, mundi eg hafa hrækt í andlit honum og nefnt hann villu- trúarmann og heiðinn prest. En nú — nú hef- ir tillaga þessi engan óþægilegan hreim í eyrum mér. Eða því ætti eg ekki að leita bandalags við hraustan, réttlátan og göfugan Saracea, sem elskar og virðir knáan fjandmann eins og hann væri vinur hans, á sama tíma og höfðingjar kristninnar svíkja hvor annan og hlaupa frá helgum málefnum Drottins og ridd- araskaparins. En eg skal reyna að efla þolin- mæði mína, og hugsa ekki til þeirra. Einungis verð eg að gera énnþá eina tilraun til þess, að láta þá halda hópinn, og mishepnist mér það — jæja, erkibiskup, þá getum við talast við aftur. En sem stendur hvorki hafna eg né felst á tillögu þína. Og Iátum oss nú fara, tíminn er kominn til þess að ganga á ráðstefn- una. Rú segir, að Ríkarður sé uppstökkur og mikillátur. Eg skal sýna þér. hann getur verið bljúgur eins og Gyvaljurtin, *) sem hann dregur auknefni sitt af.« Konungur færði sig nú í dökkan og óbrot- inn kufl og brá yfir sig kápu, og bar ekkert vott um konungstign' hans annað en gullhring- ur, sem hann setti á höfuð sér. Og nú flýtti hann tör sinni ásamt erkibiskupnum til ráðs- ins, sem einungis beið þeirra til þess að byrja samningagerðina. Samkomusalur ráðsins var afarstórt tjald, og blakti stóri krossfáninn á stafnstöng þess, en annar minni fáni blakti þar einnig, og var dregið á hann konumynd með flaxandi hár og óreiðu í klæðnaði. Pessi mynd átti að tákna eymd og einstæðingsskap kirkjunnar í Jórsöl- um, og latneska áritunin þýddi: »Gleymdu ekki hörmum brúður þinnar.® Verðir öftruðu forvitnum áhorfendum að nálgast tjaldið, þvt að ræður og ráðagerðir vildu tíðum verða um of háværar þar inni. Og þarna voru nú höfðingjar krossfaranna saman komnir. Þeir höfðu beðið Ríkarðar um stund, og óvinir hans notuðu tímann til þess að ófrægja hann. Sögur höfðu verið sagðar um dramb hans og óráðþægni, og auk heldur það, að hann iéti nú bíða eftir sér, var notað sem sönnun þess. Peir styrktu hver annan í þessu efni, og bjuggu til úlfalda úr mýflugum hvað snertir smá skapraunirnar, sem þeir höfðu orðið fyrir af honum. Ef til vill hafa þessir menn beitt þannig ráðum sínum vegna þess, *) Gyvaljurt þýðir Ijónslöpp. 17'

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.