Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 6
132 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að þeir vissu að undir niðri báru þeir djúpa, en óviljandi lotningu fyrir Ríkarði Englakon- ungi, og sem þeir með þessu móti reyndu að berja niður hver hjá öðrum. Þeir höfðu því komið sér saman um að sýna honum engin virðingarmerki, þegar hann kæmi, aðeins þau, sem almenn kurteisisskylda bauð. En þégar þeim varð litið á þessa göf- ugmannlegu framgöngu, þessa tignu ásýnd. augun, sem skáldin höfðu nefnt skínandi stjörn- ur sigurins,« — og þegar allar endurminning- arnar um hreystiverk hans og sigurvinninga runnu í hug þeirra, þá stóðu þeir allir upp þrátt fyrir alt. Jafnvel hinn öfundsjúki Frakka- konungur og mjög svo móðgaði heftogi Aust- urríkis stóðu báðir upp eins og eftir einu boði, og allir kölluðu þeir einum róm: »Guð varð- veiti Ríkarð Englakonung! Lengi lifi hið hrausta ljónshjarta!« Og með ásjónu svo bjarta og hýra eins og sumarsólin, þegar hún rís úr djúpinu, þakk- aði Ríkarður hyllinguna, og óskaði sjálfum sér til hamingju með, að hann stóð nú aftur mitt á meðal hinna hágöfgu krossbræðra sinna. Hann sneri sér að samherjum sínum, og sagði, að sig. langaði til að segja nokkur orð er áhrærði mál, sem væri jafn lítilmótlegt og hann sjálfur, og óskaði litla stund að mega trufla ráðagerðir þeirra um heill kristninnar og eflingu hins heilaga markmiðs þeirra. Reir settust allir og það var dauðaþögn. »Pessi dagur er merkisdagur kristinnar kirkju,« hélt Ríkarður konungur áfram, »og á slíkum degi samir það kristnum mönnum að sættast hver við annan og kannast við bresti sína. Göfugu forstjórar og höfðingjar þessa heilaga leiðangurs! Rikarður er hermaður; tunga hans er jafnan örari en hönd hans, og henni altof hætt við að mæla óheflað á hermanna- vísu. En víkið ekki frá hinu göfuga marki yð- ar — að frelsa Palestínu undan oki því, sem á henni hvílir — vegna bráðræðis orða hans og rasráða. Fleygið ekki frá yður tímanlegum heiðri og eilífri sáluhjálp — sem nú er tæki- færi til að vinna — vegna þess, að hermaður hefir framið bráðræðisverk, eða tunga hans hefir verið beitt sem stálið, sem hann hefir borið frá barnæsku. Hafi Ríkarður gert á hluta einhvers yðar, er hann fús að bæta fyrir það bæði í orði og verknaðl. Göfugi bróðir, kon- ungur Frakka, hefi eg verið svo óheppinn að gera á hluta þinn?« »Konungur Frakka hefir engrar uppreistar að krefjast af konungi Engla,« mælti Filip með konunglegri tiginmensku, og tók í hönd Rík- arði, sem hann hafði rétt honum. »Og hverja ákvörðun sem eg kann að taka um það, hvort eg held áfram þessari krossferð með þér eða ekki, þá yrði það einungis vegna þess, að eg get ekki verið lengur burtu frá ríki mínu, en ekki vegna öfundar eða illvilja við hinn kon- unglegan bróður minn.« Ríkarður gekk nær stórhertoganum af Aust- urríki, sem stóð hægt á fætur, eins og móti vilja sínum. Ríkarður mælti: »Austurríki þykist hafa ástæðu til að vera reitt Englandi, og Eng- land þykist hafa ástæðu til að kvarta undan Austurríki. Látum þau nú mætast í sátt og fyr- irgefa hvort öðru, svo að friður Evrópu og eining í þessum her megi haldast. Styð'jum nú í sátt og sameining göfugra merki, en nokkuru sinni áður hefir blaktað fyrir nokkurum þjóð- höfðingja, eg á við merki friðarins. Leopold mun vilja skila aftur merki Englands, ef hann hefir það á valdi sínu, og þá mun Ríkarður, þó aðeins og einungis af ást til hinnar heilögu kirkju, segja, að hann iðrist flasræði síns, þeg- ar hann smánaði merki Austurríkis.« Stórhertoginn stóð önugur og óánægður, og horfði niður fyrir fætur sér. Svipur hans lýsti óviid, sem hann reyndi að dylja, þó var sem einhver ótti og meðfæddur stirðleiki aftraði honum að geta tekið til máls. Yfirbiskupinn í Jórsölum flýtti sér að rjúfa jaögnina, og vitnaði það, að stórhertoginn af Austurríki hefði með eiði hreinsað sig af því að hafa verið í vitorði með eða tekið nokkurn þátt í ofbeldi því, er framið hafði verið við fána Englands. »F*eim mun stærri órétt höfum vér gert

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.