Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 7

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 7
KYNJALYFIÐ. 133 hinum göfuga stórhertoga,* mælti Ríkarður, »og um leið og vér biðjum hann fyrirgefn- ingar á því, að vér trúðum honum tii slíks ódæðis, réttum vér honum höndina sem merki hins endurnýjaða friðar og vináttu . . . . en hvað sé eg! Neitar nú Austurríki hönd vorri, eins og það áður vísaði frá sér stríðshanzka vorum? Er oss þá neitað bæði að vera vinur hans í friði og óvinur í ófriði? Jæja, það verður þá svo að vera. Vér viljum taka á móti lítils- virðingu hans, sem hann sýnir oss sem verð- skuldað endurgjaldi fyrir eitt eða annað, sem vér kunnum að 'nafa gert á hluta hans í reiði, og verðum að álíta að reikningar vorir séu jafnaðir.« Hann sneri sér frá stórhertoganum, og yfir- bragð hans Iýsti fremur tign en fyrirlitning. Leopold létti auðsjáanlega mjög, þegar hann varð laus áhrifanna frá augum Ríkarðar. • Göfugi greifi af Champagne — hágöfugi greifi af Montserrat — hrausti stórmeistari templarariddarafélagsins — hér stend eg frammi fyrir yður eins og iðrandi syndari í skriftastól. Hafa einhverjir yðar einhverja kæru á hendur mér eða einhverja rétting mála að krefjast af mér?« »Eg veit ekki, á hverju við ættum að byggja slíka kæru,« mælti hinn mjúkmáli Konráð. »Pað væri einungis að frægð sú, sem konungur Engla hlýtur af þessari för, verði svo yfirgnæf- audi að hún skyggir á þann heiður, sem við hinir höfðum gert okkur von um að vinna.« »Fyrst eg er kvattur til þess, mun eg einn- ig bera fram kæru,« mælti nú stórmeistarinn, »og hún er veigameiri og alvarlegri en Kon- ráðs greifa. Ef til vill mun einhverjum virðast miður viðeigandi fyrir mig, sem er hermunk- ur, að taka til máls, fyrst allir þeir höfðingjar, sem hér eru saman komnir, þykjast ekki knúð- ir til þess. En það er nauðsynlegt, ekki ein- ungis fyrir þenna stríðsher, heldur einkum fyr- ir hinn göfuga Englakonung, að einhver verði til "þess að bera fram opinberlega kvartanir þær, sem á hann eru lagðar fjarverandi. Við virðum og lofum hreysti og hugrekki og afrek Englakonungs, en það særir oss, að hann hrifs- ar til sín við sérhvert tækifæri yfirmensku og æðstu tign yfir oss, sem við óháðir þjóðhöfð- ingjar hljótum að taka oss nærri. Við getum af heilum hug viðurkent hreysti hans, kost- gæfni, auð og völd, en þegar hann hrifsar alt að sér og telur það rétt sinn, en tekur ekki við þvf sem hylli og kurteisisvotti úr okkar hendi, þá skipar hann oss úr sæti bandamanna sinna niður í flokk undirmanna sinna og þegna, og tekur frá oss virðingu vora í augum allra þeirra, sem undir oss eru settir. Og fyrst Rík- arður konungur hefir óskað eftir að heyra sannleikann sagðan, þá má hann hvorki reið- ast né undrast, þótt hann heyri mann, sem er útilokaður frá veraldar glysi og glaumi, en leggur sig allan eftir að efla ríki guðs á jörðu, — heyrir mann, eins og mig, segi eg, segja honum hreinan sannleikann og svara honum eins og hann spurði, sannleika, sem eg veit að mun endurhljóma í brjósti sérhvers þess, sem hér er staddur, þótt þeir leggi bönd á lungu sína af lotningu við Englakonung,* Pað hafði stigið roði í andlit Ríkarði, þeg- ar stórmeistarinn beindi skeyti sínu að honum, og þegar hann heyrði alla fallast á ræðu hans. Hann var bæði reiður og auðmýktur, en hann sá strax, að ef hann léti reiðina hlaupa með sig, mundi hann gefa enn betra höggfæri á sér, og hinn slægi stórmeistari ná ætlun sinni. Hann stilti sig því og þagði, meðan hann Ias faðir vor lágt, eins og skriftafaðir hans hafði ráðlagt honum, þegar hann fyndi að reiðin ætlaði að ná yfirhöndinni. Og þegar faðir vor- ið var lesið til enda, mælti hann rólega og stilt, þótt röddin væri í byrjun nokkuð sár: »Er þessu þá þannig varið? Gæta bræður vorir með slíkri óttablandinni nákvæmni að breiskleikasyndum vorum, og kappsmunum, sem ef til vill hafa nokkrum sinnum kvatt oss til að gefa skipanir, þegar ekki var tími til að leggja á sameiginleg ráð? Mig hafði ekki grun- að, að slíkar óafvitandi smámóðganir gætu fest jafn-djúpar rætur í hjörtum samherja minna, að þeir mundu vilja kippa að sér höndinni af

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.