Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 11

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 11
AMMÁ, 137 hún rak okkur úr þessum sælustað, oft og ein- att með því að taka frá okkur öll sængurföt, ef annað dugði ekki. — Morgun einn öndverðan vetur, vöknuðum við krakkarnir á einhvern óvanalegan hátt, — eitt og eitt í einu, og alveg sjálfkrafa. Endra- nær höfðum við vaknað nær því á sömu mín- útunni öll, þegar amma kom og ruddi okkur fram úr rúmiuu eins og einhverju skrani væri helt úr pokum. En nú brá svo undarlega við, að þetta fór fram með alt öðrum hælti. — Við höfum líklega verið búin að sofa fulllengi, því það var einhver víma yfir okkur. Við gátum því ekki gert okkur grein fyrir, hvernig stæði á þessari breytingu, og hversvegna við höfðum fengið að dvelja svona óvanalega lengi í þess- ari paradís okkar. — Eitthvert okkar kom með þá ráðningu á gátunni, að amma hefði gleymt að vekja okkur. En er við hugsuðum nánara um það, þá þótti okkur það ótrúlegt. Því við vissum ekki til, að hún gleymdi nokkurntíma nokkrum sköpuðum hlut, sem hún þurfti að muna. Hitt fólkið bað hana stundum að minna sig á hitt og þetta. Og hún brást aldrei því trausti. En á meðan við vórum að brjóta heilann um þetta, kom einhver inn í húsið, sem við krakkarnir sváfum í og sagði okkur, að Tobba gamla hefði meitt sig í fætinum, og lægi því í rúminu. Hún hefði farið út snemma um morg- uninn, hrasað og höggvið sundur hnéskelina. Okkur þótti þetta mikill atburður. Við gátum naumast trúað því, að þetta væri satt. Því aldrei hafði okkur komið til hugar, að við sæjum ömmu öðruvísi en á fótum, hóst- andi inn og fram um bæinn, sívinnandi og sí- áminnandi, jafnvel pabba og mömmu okkar, og rekandi eftir okkur, ef við áttum að gera eitthvað. Við þutum eins og kólfar úr rúmunum og í fötin. Nú vorurn við þó að líkindum frjáls, og þurftum ekki að eiga ömmu yfir höfði okk- ar. Og þó fanst okkur þetta eitthvað hörmu- Iegt, — eiíthvað öðruvísi en það ætti að vera. Við vildum hafa ömmu á fótum, — heilbrigða, en aðeins losna við ráðsmensku hennar yfir okkur og afskifti af framferði okkar. Pegar við höfðum klætt okkur drógum við okkur hægt og hljóðlega fram í húsdyrnar, og gægðumst yfir að rúmi ömmu gömlu. Án þess, að við mintumst á það, fundum við öll til þess, að nú mætti engin ærsl eða glaumur eiga sér slað, fyrst amma lá í rúminu. Og okkur fanst alt í einu eins og höggvið væri eitthvert skarð í hið daglega líf okkar og heimilisins, þegar við stóðum þarua hljóð og hugsandi, og sáum hana liggja aftur á bak upp við höfðagaflinn og prjóna með sama ákafanum og hún var vön. Við tíndumst eitt og eitt fram á gólfið, og sum gengu alla leið að rúminu. Hún brosti, þegar hún tók eftir okkur. Pað hafði hún nú raunar gert áður. En okkur hafði aldrei fundist nein hlýja skína úr því fyr en nú. »Nú hafið þið fengið að sofa út,« mælti hún eftir stundarkorn. »Nú var ekki amma gamla til þess að reka ykkur á fætur. Ykkur þykir sjálfsagt gott, að eg fór í rúmið til þess að Iosna við nauðið úr mér og eftirreksturinn.* Ekkert okkar svaraði. Okkur fanst hún koma við einhvern og óþægilegan og viðkvæman streng í okkur. Við snautuðum sneypt burtu og tókum að leika okkur úti við. Þegar fram á daginn kom, varð lífið Sigga svo andstætt, að honum fanst hann ekki geta haldist við í hóp okkar, svo hann yfirgaf okkur og fór inn í bæ. Og sá fyrsti, sem tók eftir sorgum hans og mótlæti var amma. »Hvað gengur að þér, Siggi minn?« spurði hún um leið og hann gekk snöktandi inn gólfið. Sigga fanst veröldin í þann svipin svo óum- ræðilega ill og hörmuleg og hann sjálfur vera þvílíkur einstæðingur, að hann hikaði ekki við að snúa að rúmi ömmu og trúa henni fyrir öllum sínum hörmum. Og hann komst að þeirri niðurstöðu, að þegar alt um þryti þá mætti þó finna athvarf og hæli hjá ömmu gömlu. En óneitanlega hefði það verið skemtilegra, að það hefði verið einhver annar. Ömmu hefir víst fundist sorgir hans víð- 18

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.