Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 16

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 16
142 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. eins og þið vitið, og hafið oft gert ykkur gam- an af. En þó eg fengi þessi líkamslýti og heilsa mín biði þann hnekkir, að hún hefir aldrei jafngóð orðið, þá lít eg jafnan til baka með ánægju á þetta verk mitt. Ekki fyrir þá sök, að mér finnist að eg hafa unnið eitthvert mikið þrekvirki með því. Heldur af hinu, að hið góða í mér fékk yfirhöndina, þegar eg stóð í dyrunum og gott og ilt börðust um yfirráðin í sál minni. Og það var byrjunin að þvi lífs- starfi mínu, sem eg síðan hef reynt til að halda áfram. Og með því hef eg leitast við að upp- fylla ásetning minn, að reynast öðrum sól, þótt á einfaldan hátt væri. En það hefir gefið lífi mínu gildi og gert það innihaldsríkara og auð- ugra af ljósi og iífsafli hins góða.« Nú skildum við ömmu. Eða okkur fanst, við skilja hana. Okkur virtist sem við gætum ráðið í, hvernig hún hafði farið að því, að strá ljósgeislum út frá sér og auðga og verma líf- ið eins og sólin. Og inst í óþroskuðum barns- sálum okkar hreyfði sér eitthvað, sem líktist bæn um það að geta einhverntíma gert eitt- hvað svipað og amma. En við höfðum öli þagað um stund, sokk- in niður í hugsanir um þessa undraveru, sem okkur virtist nú amma vera, þá spurði hún: »En hefðuð þið ekki gaman af að heyra hver hann var, þessi maður, sem hafði svona mikil áhrif á líf mitt, og hvað bærinn hét, sem þessi atburðir gerðust á?« Ójú. Við höfðum ekkert á móti því, þó við gætum tæplega hugsað okkur, að það út af fyrir sig hefði neitt gildi fyrir söguna, eða yki dýrð ömmu í augum okkar. • Hafið þið nokkurntíma heyrt nefndan Stað?« Við rukum upp úr sætunum. Jú, við vorum heldur á þvf, því við ættum heima á Stað. »En kannist þið nokkuð við mann, sem Rorgrímur heitir og er hreppstjóri ?« Við eins og duttum niður í sætin aftur, og störðum á ömmu því likast sem hún væri eitt- hvert dásamlegt furðuverk mannlegrar göfgi og fyrirmyndar, að hún gat ekki varist þess að brosa. En við gátum ekki mælt orð frá jnunni. Rað, að amma hefði átt svona mikinn og fagran þátt í hamingju föður okkar var okkur ærið nóg umhugsunarefni. »Svona er það, börnin mín,« mælti amma ennfremur, »maðurinn, sem eg unni var faðir, og stúlkan, sem eg bjargaði var móðir ykkar, og þið sjálf börnin, setn eg hét mér að breiða mig út yfir, og gera það gott, sem eg gæti. En eg býst við, að ykkur hafi stundum fund- ist eg sýna ykkur lítið ástríki, þegar eg hef verið að hvetja ykkur og áminna og koma ykkur á fætur á morgnana.« Amma lagði frá sér prjónana, og strauk koll þeirra sem hún náði til. Og rétt á eftir vorum við öli komin upp um hálsinn á ömmu, og hverju fyrir sig fanst sem það gæti ekki nógsamlega látið í Ijós, hve innilega það bæði hana fyrirgefningar á öllum nöfnunum, sem það hefði nefnt hana, og hve mikið það skyldi kappkosta að bæta fyrir það framvegis. En þegar við komum ofan á gólfið, sáum við tár blika á hvörmum ömmu,—fyrstu tárin, sem við höfðum séð glitra þar síðan við mund- um eftir okkur. Síðan eiu liðin mörg ár. Amma er dáin fyrir löngu. Við krakkarnir, sem hlustuðum á sögu hennar búnir að slíta barns-skónum í hreinsunareldi slits og strits, og höfum fer.gið þekkingu á mönnunum og því, sem þeir hafa til brunns að bera, og gæt- um því bétur hófs í áliti okkar á þeim, hvort sem er til hróss eða lasts. En í hvert sinn, sem eg hef ætlað að fara að fella dóm yfir einhverjum samferðamanni mínum á lífsleið- inni, — fella dóm yfir eðli hans, manngilduin hans og verkum, þá hefir mér jafnan komið amma í hug. Þegar við börnin í einfeldni okk- ar töldum hana einskis nýta, sem fórnað hafði sjálfri sér í það að græða í kringum aðra og í öðrum hamingju-gróður lífsins. Rað hefir fært mér heim sanninn um það, að vlð erum og

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.