Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 17
AMMA, 143 verðum altaf börn í því að dæma um aðra, þó okkur finnist við hafa nægilega þekkingu og kunnugieika til þess að fella dóm. Og stundum, þegar eg hef heyrt harma- sögur ástarinnar, og séð og kynst mönnum, sem urðu ógæfumenn og ómenni vegna óend- urgoldinnar eða svikinnar ástar', þá hef eg fylst aðdáun í garð ömmu, sem lét þessa heilögu en hættulega tilfinningu Iyfta lífi sínu og kröft- um upp í æðra veldi, og þroska þar sína bestu og ágætustu eiginleika. Og ennþá á amma, af öllum þeim valmenn- um er eg hef kynst, fegurstu og göfugustu minningarnar í sál minni. (Endir). Kænskubragð. St. Sig. þýddi. »Soffía, geturðu aldrei bakað brauðið sæmi- lega? t*að er undarlegt, að hjá öðrum er alt œfinlega eins og það á að vera, en aldrei hjá okkur.i »Ó, Jóhann! Pu veist þó fullvel, að mér hefir aldrei mistekist að baka brauðin fyr en núna. Eg gat ekki gert að því, ofninn fékk eitthvért tilfelli í morgun svo hann gat ekki hitnað.* »Já, auðvitað! Það vantar sjaldan afsakanir, en taktu eftir brauðinu hjá frú Brandt, það lít- ur ekki út fyrir að ofninn hennar fái nein til- felli. Brauðið hennar, smákökurnar og sætmet- ið, er eitt af því allra besta, sem eg hefi bragð- að. Eg vildi óska að þú vildir læra af henni.« »Eg geri það sem eg get, Jóhann, og eg er viss um, að það, sem eg bý til, er oftast gott. Ó, eg vildi eg gæti gjört þig ánægðan með verk mín, en það er víst ómögulegt,« sagði Soffía og stundi við. Soffía Stær hafði verið í hjónabandi eitt ár, og á þeim tíma hafði hún komist að raun um, að það var langt frá því að vera létt verk að vera húsmóðir. Hún var iðin og áhugasöm, og gjörði alt sem hún gat ti! að þóknast manni sínum, en það var hægar sugt en gjört, því það leit helst út fyrir, að hann vildi ekki vera ánægður með neitt af því, sem hún gjörði. Að minsta kosti gjörði hann alt sem hann gat, til að aftra því að hún gæti verið ánægð með sjálfa sig. Til allrar hamingju var Soffía ástrík og um- burðarlynd eiginkona, sem ekki var auðvelt að styggja, en þetta reyndi þó mjög á þolinmæði hennar. F*egar þau voru í samkvæmum, eða drukku te hjá einhverjum kunningja sínum á kvöldin, lét hann sjaldan nokkurt tækifæri ónot- að, án þess að skýra konu sinni frá vankunn- áttu hennar í matreiðslu, og hirðuleysi hennar í klæðaburði o. s. frv. — »En hvað rjómabúðingurinn er indæll hjá yður, frú Gersen! Soffía taktu eftir hve þunn- ur hann er, það er undariegt hvað þínir eru altaf þykkir.« Eða: — »Frú Brun, þéreruð sann- kölluð meistari í því að skemta gestum yðar, þér veitti ekki af því, Soffía, að læra ögn af þeirri Iist.« Eða: — »Frú Grön, en hvað búning- ar yðar eru altaf snotrir, þér hafi framúrskar- andi fegurðarsmekk. Fað er undarlegt, Soffía, að hversu mikla peninga, sem eg fæ þér fyrir föt, þá ertu aldrei lýtalaus til fara.« Við þesskonar tækifæri, roðnaði Soffia, beit sig í vörina og varð gröm með sjáifri sér, en hún var of drambsöm til þess að láta fólk sjá að þetta fengi á hana og altof blíðlynd til að það breytti tilfinningum hennargagnvart manni hennar, sem hún vissi að elskaði sig þrátt fyrir alt. Henni kom þá til hugar að reyna að finna ráð, sem gæti vanið mann liennar af þessum galla, tilviljunin varð herini hliðholl í því efni. Einn dag kom til hennar ein af bestu vin- konum hennar, Frú Lund, og bauð þeim hjónum í dálítið kvöldsamsæti, sem hún ætlaði að halda næsta laugardag. Soffía lofaði að koma með því skilyrði að hún fengi að búa til og sjá um að öllu leyti þær veitingar, er bera átti fyrir gestina.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.