Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 19
KYNJÁLYFIÐ. Saga frá krossferðatímunum. (Eftir Walter Scott.) Framh. . --- NÍTJÁNDI KAPÍTULI. Ríkarður konungur Ijónshjarta hafði engan grun um fjörráð þau, sem verið var að brugga gegn honum. Nú þegar hann, að minsta kosti í bráðina, hafði blásið samherjum sínum hug- rekki í brjóst til þess að halda ófriðnum áfram með endurnýjuðum kröftum og áhuga, fanst honum liggja næst fyrir, að grafast nánar eftir hvernig lá í atburði þeim, að Skotinn hefði vikið af verði, þegar fána h^ns var stolið. Honum var og forvitni á að vita, hverskonar samband mundi vera milli Edithar frændkonu hans og hins útskúfaða skotska riddara. í tilefni af þessu sló ótta yfir Berengaríu drotningu og hirðmeyjar hennar, þegar Tómas barón heimsótti þær og tilkynti’ þeim, að kon- ungur þegar í stað, óskaði að tala við Kalistu, sem talin var hin helsta af hirðmeyjum drotn- ingarinnar. Mærin sneri sér til drotningarinnar og spurði óttaslegin: »Hvað á eg að segja, frú? Hann er í standi til að iemja okkur allar saman til óbóta.* ' »Verið óhræddar, ungfrú,* sagði baróninn hughreystandi. Hans hátign hefir gefið líf skotska riddaranum, sem þó he.fði mest til saka unnið og afhent hann arabislta lækninum, svo þér megið verá vissar urn, að hann mun eigi taka svo hart á, þótt gliðlyndar stúlkur kunni að að haia í græsku gért sig sekar í einhverjum smá yfirsjónum.« »Reyndu til, góða mín, að búa til ein- hverja sniðuga sögu hatida honum,« sagði N. Kv. XII. 9.-12. h. drotningin. »Hann hefir engan tima tii að ran- saka, hvort hún er sönn eða eigi.* »Segðu frá öllu eins og það var,« greip Edith fram í. »Að öðrum kosti geri eg það.« »Með leyfi yðar hátignar,* sagði baróninn. »Pá er eg á sama máli og prinsessan. Að vísu efast eg eigi um að konungur trúi því, sem yðar hátign þykir eiga við að segja honum, en eg efast um að lianii sýni ungfrú Kalistu þá tiltrú einkum í þessu máli.« »Herra baróninn hefir vafalaust rétt fyrir sér,« sagði ungfrúin, sem eigi gat losað sig við að óttast viðtal við konunginn. »Pað yrði líka gagnslaust þótt eg reyndi að setja saman einhverja sniðuga sögu, því þegar á æfti að herða mundi mig bresta hug til að bera fram nokkra skreitni við hans hátign. Með því á(ormi að fara með engin ósann- indi mætti síðan ungfrú Kalista frammi fyrir konungi 'og meðgekk þar hreinskilnislega á hvern hátt þæf höfðu tælt hinn ógæfusama riddara til þess að víkja af verði. Hún full- vissaði konunginn uin, að Edith prinsessa hefði engan þátt átt í þessu, ef til vill af því hana grunaði að prinsessan sjáli mundi geta sann- fært konung um sakleysi sitt.- Hinsvegar hlýfð- ist hún ekki við að skella allri skuldinni á drotninguna, enda þóttist hún sannfærð um að engin léttara en hún fengi fyrirgefningu kon- ungs fyrir óhappaglensi þessu. Hún vissi að kon- ungurinn sá naumast sólina fyrir drotningunni. Hans fyrsta bræði var og fyrir nokkru hjöðn- uð, og hún þóttist viss um að ekkert yrði úr neinni hegningu gagnvart drotningu eða þeim 19

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.