Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 20

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 20
146 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hírðmeyjunum, þegar á ætti að herða, hún og stöllur hennar höfðu of oft sloppið út úr ýms- um brellum við hirðina og þó þetta umrædda tiltæki þeirra hefði haft miklu alvarlegri afleið- ingar en búist hafði verið við, þóttist hún viss um að alt mundi jafnast, einkum þar sem drotn- ingin sjálf var samsek þeim og eiginlega frum- kvöðuli að öllu saman. Svo þegar hún hafði gefið konungi skýrslu sína mjög óðamála og hálf hrædd, hljóp hún eins og hind til drotn- ingarinnar með þau skilaboð frá konungi að hann mundi innan skamms koma til viðtals við hennar hátign. Hún hikaði eigi við að fullvissa drotninguna um, að konungur væri nú hinn spakasti og 'ef' hún sýndi einhver iðr- unarmerki og bæði hann afsökunar mundi hann fyrirgefa þetta glens þeirra og málið falla niður. »Svo veðrið hefir snúið sér þartnig,« sagði drotningin, sem hughreystist við þessar fréttir. »Og verið vissar um að þótt konungurinn sé slunginn hershöfðingi verður erfitt fyrir hann að króa okkur af í þessu máli. Pað er til mál- tæki í föðurlandi mínu sem hljóðár svo: «Ýms- ir fara í ullarleit, en verða sjálfir kliptir.* Síðan bjó drotnir.g sig sem best hún kunni og beið svo konungs örugg og ókvíðin. Regar konungurinn kom í tjald drotning- arinnar komst hann brátt að raun um, að það var komið fyrir honum eins og höfðingja, sem kemur inn í land, þar sem honum hefir verið sýnd óhlýðni og heldur að "hann hafi eigi ann- að að gera en bera fram ásakanir og þeim vérði svarað með lolningu, afsökunum og frið- arbeiðni, en sér til undrunar og angurs hittir hann þegnana þóttafulla og ásakandi. Bereng- ariu drotninguvar eigi ókunnugt um vald feg- urðar sinnar og hið mikla dálæti, sem Ríkarð- ur hafði á henni. Hún var í engum vafa uin, að hún mundi ná bestu friðarkostum, þar sem fyrsta skruggan var liðin hjá, án þess að hafa haft alvarlegar afleiðingar. Hún vildi því eigi hlusta á neinar ásakanir eða aðfinslur, sem hún hefði verðskuldað fyrir galsa og léttúð. Rvert á móti réttlætti hún aðfarir sínar sem saklaust spaug og varði þær með kvenlegri mælsku og orðgnótt. Með ýmsum vafningum og vífilengj- um neitaði hún að hafa látið tæla riddarann inn í tjald sitt. Hún hefði einungis sagt við dverginn í gamni að hann gæti reynt að tæla riddarann ofan fyrir hæðarbrekkuna. Petta var að Jjví leyti satt, að hún hafði eigi lagt fyrir dverginn að koma með riddarann til tjalds síns. Pótt drotningin verði sig með mikilli málsnild, var hún enn snjallari þégar hún sneri sér að því, að áfella konunginn fyrir hörku hans og ósveigjanlegleik. Hún lagði snildarlega út af því, að hann skyldi geta- fengið af sér að neita sér um ekki stærri greiða en lífgjöf ótígins riddara, sem fyrir græskulaust gaman hennar hefði fyrir ófyrirsjáanleg atvik fyrirgert lífi sínu væri strangasta herrétti beitt. Hún stundi og tárfeldi meðan hún útmálaði harðýðgi manns síns, sem vel hefði getað gert hana að óláns- manneskju alla æfi, í hvort sinn og sú end- urminning hefði vaknað hjá henni, að hún o- viljandi hefði orðið orsök í dauða ungs manns, Skuggi hins hálshöggna mundi hafa ógnað henni í svefni og ef til vill í vökunni — sem væri svo algengt mundi svipur hans ef til vill hafa birst sér ógnandi. Sálarangrið mundi hafa pýnt hana og Jcvalið dag og nótt, alt fyrir hina ósveigjanlegu hörku manns hennar. Hann léti sem hann ynni sér mjög, en vildi þó ekki fyr- ir hennar orð sleppa vesælli hefnd yfirvarnar- lausum afbrotantanni, þótt hann ætti á hættu að gera hana ólánssama alla æfi með hörku sinni. Ressum orðastraum fylgdu svo tilhlýðilega mikið af tárum og andvorpum til þess að gera áhrifin sem kröftúgust. Hreimurinn í ræðu drotningar lýsti þvf þó fremur, að gremja henn- ar væri meir sprottin af særðri hégómagirni því, hvað hún mætti sín Iítils lijá konungi yfir því heldur en af drambi eða mikillæti. Konungur komst í hin mestu vandræði. Hann sá þegar að skynsamlegar röksemdir myndu engin áhrif hafa og hann gat ekki feng- ið af sér að vera höstugnr eða beita harðneskju við konu sína, sem þrátt fyrir alla ósanngirrii og ádeilur var svo fögur að hún hlaut að vekja
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.