Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 22
148
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
umræðurnar, enda fann hann að móttakan
var fremur kuldaleg.
»Vor fagra frænka,« sagði hann um síðir>
»er líklega reið við oss, og vér viðurkennum,
að það er nokkur ástæða til að svo sé. Und-
arlegur og fágætur atburður hefir vakið hjá
oss órjettlátt hugboð um, að hún hafi gert sigseka
í því framferði, sem vér eigum ekki að venjast af
henni. En meðan vér skammsýnir menn ferðumst
íheimsinstáradal verður ossþað stundumað villast
á skugganum og frummyndinni. Getur mín
fagra frænka ekki fyrirgefið sínum nokkuð bráð-
lynda frænda, Ríkarði?*
»Hver mundi getað neitað Rikarði um fyr-
irgefning þegar hann getur fengið hana hjá
konungnum,« sagði Edith.
»Heyrðu nú, frænka, taktu þetta mál nú ekki
svona hátíðlega. Það veit María mey, að þegar
þú setur upp hatíðlegan sorgarsvip og berð þessa
dökk blæju yfir þér og annan sorgarbúning,
kemur manni ósjálfrátt í hug, að þú sért
nýlega orðin ekkja, eða að minsta kosti hafir
mist heitbundið brúðgumaefni, Hristu af þér
alla hugsýki og vertu örugg og kát. Þú hlýtur
að hafa heyrt, að þau urðu málalokin, að þú hefir
enga sérstaka ástæðu til að syrgja eða bera
sorgarklæði.
»Eg syrgi hina týndu æru Plantagenets, sem
horfin er frá húsi feðra minna.*
Konungur hnyklaði brýrnar, og hafði eftir:
»Týnd æra, sem vikin er frá húsi feðra vorra.
Ef til vill er eigi með öllu ástæðulaust, að
frænka vor við hafi slík stóryrði. Eg hefir
dæmt hana helst til fljótfærnislega, svo henni
mun þykja eg hafa verðskuldað að fá strang-
an dóm. En að minsta kosti ættir þú að skýra
mér frá í hverju eg er brotlegur.*
»Einn af höfuðhlinum Plantagenets-ættarinnar
hefði annaðhvort átt að fyrirgefa afbrot eða
þá að hegna fyrlr það réttlátlega,* sagði Ed-
ith. Hitt er ósæmilegt að svifla frjálsan mann,
hraustan og kristinn riddara, frelsi sínu og selja
hann í þrældóm til hinna vanirúuðu. Að dæma
hinn ógæfusama riddara tiÍ dauða var afarhart
en hafði þó á yfirborðinu skyn af réttlæti, en
að dæma hann í útlegð og þrældóm er hreint
og beint illmannlegt,*
»Jæja þá, fagra frænka! Eg héyri á orðum
þínum, að þér finst fjarverandi elskhugi alveg
glataður eða sama sem dauður, en vertu ein-
ungis þolinmóð, ein tylft hraustra drengja geta
sótt hann einn góðan veðurdag, svo óvíst er
að nokkur skaði sé skeður. Vera má að hann
beri með sér leyndarmál, sem sé þannig var-
ið, að heppilegra væri að lífláta hann en hafa
hann í útlegð.«
»Hættu þessum óþarfa dylgjum,* sagði
Edith, sem orðin var blóðrjóð í andliti. »Tak
þú heldur til athugunar að þú í hamslausri
bræði hefir svift vort mikla málefni ágætri að-
stoð. Hrifsað frá krossinum einn af hans
hraustustu hermönnum og ofurselt til heiðing-
janna heiðvirðan og falslausan herrans þjón
og að síðustu gefið átyllu til að vekja óþarfan
grun gegn sjálfum þér. Væri fólk eins tor-
tryggið og þú sjálfur hefir reynst út af þessu
óheppilega máli, kynni því að koma til hugar,
að kappinn Ríkarður hefði rekið í útlegð hinn
hraustasta og vopnfimasta hermann í liði sínu,
af því hann hafi óttast að vopnafrægð hans
mundi skyggja á eða jainvel yfirstíga hans eig-
in frægð.«
»Eg öfundsjúkur yfir annara hreysti!« hróp-
aði konungur í æstu skapi. »Eg ætti að vera
öfundsjúkur yfir annara hreystiverkum. Heyr
fyrn og endemi! Væri hann hér, væri eg þess
albúinn að reyna við hann. Eg væri sannar-
lega reiðubúinn að leggja niður krúnu og kon-
ungsveldi um stund og mæta honum á hólmi
svo kunnugt gæti orðið, hvort Ríkarður Ijóns-
hjarta hefði ástæðu til að óttast nokkurn dauð-
legan mann eða öfunda hann af hreysti og
karlmensku. En heyrðu mig, frænka góð. Pér
mun; heldur eigi vera alvara, með það, sem
þú ert að segja. Vertu ekki óréttlát gagnvart
frænda þínum, þótt þú kunnir að vera reið
og harmþrungin, útaf fjarveru elskhuga þíns;
hversu einræn sem þú ert, þá met eg nafn
þitt og mannorð jafnmikils og nokkurs annars
manns.«