Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 23
KYNJALYFIÐ.
249
»Þú talar um fjarveru elskhuga míns,« svar-
aði Edith, »jæja, hann má vel kallast elskhugi
minn, svo dýrt hefir honum orðið það nafn.
Hversu lítið, sem eg kann að hafa verðskuldað
aðdáun hans, mun eg þó hafa verið sústjarna,
sem hvatti hann til að sækja fram á hinum
giæsilega vegi riddarareglunnar. En að eg
hafi gleymt kröfu þeirri og skyldum, sem staða
mín og ætt leggur mér á herðar, eða hann
hafi verið nærgöngulli en hverjum fræknum
riddara sæmdi, er ósatt, enda þótt það væri
konungurinn, sem segði s!íkt.«
»Kæra frænka, leggðu mér eigi þau orð í
munn, sem eg hefi eigi viðhaft. Eg hefi ekki
sagt, að þú hafir sýnt riddara þessum meiri
hylli, en hver hraustur riddari getur unnið
sér, jafnvel hjá prinsessu og án lillits til ætt-
ar sinnar. En það veit María mey, að eg þekki
ofurlítið þessi ástarumhrot, sem byrja með
þegjandi lotningu og ýmsum aðdáunartáknu.n
en smátt og smátt, eftir því, sem tækifæri gef-
ast, eykst traustið og tiltrúin á báðar hliðar,
og svo . . . . en það er gagnslaust að tala
um þelta við hana, sem heldur sig hyggnari en
alla aðra.«
»Eg hlusta fúslega á ráðleggingar frænda
míns,« sagði Edith, séu þær eigi særandi fyrir
stöðu mína og lífsskoðun.*
»Fagra frænka, annars er konungum gjarn-
ara að gera fyrirskipanir en gefa ráð.«
»Já auðvitað,* svaraði Edith. »Soldáninn t.
a. m. skipar, en það kemur af þvf að hann
ríkir yfir þrælum og ófrjálsum mönnum.«
»Hægan frænka! Þú ættir ekki að tala með
slíkri fyrirlitningu um soldáninn, þar sem þú
hefir þó skotskan riddara í svo miklum hávegum,*
sagði konungur. »PvíeftirminnireynsIuérSaladín
orðheldnari enþessi VilhjálmurSkotakongur, sem
lætur kenna sig við Ijónið. Pessi höfðingi hefur
sannarlega gert sig sekan í freku broti á tiltrú og
heitorðum með því að senda mér eigi hjálpar-
|ið það, sem hann hafði heitið mér. Taktu eftir
orðum mínum, frænka: Sá tími kann ef til vill
að koma, að þú kjósir þér trúlyndan Tyrkja
fremur en ótryggan Skota.«
»Sá tími mun aldrei koma, og eigi einu sinn
þótt svo furðulegir atburðir yrðu, að Ríkarður
frændi kastaðj kristinni trú og tæki upp trú
Múhamedsmanna, sem hann fór í leiðangur til
þess að hrekja úr Iandinu helga.«
»Mér dylst það ekki, að þú vilt hafa síðasta
orðið,* sagði konungur, »þú mátt ímynda þér
hvað sem þú vilt um breytni mína og þær
hvatir sem henni ráða. F*ó mun eg aldrei
gleyma því, Edith litla, að þú ert mér nákom-
in og kær frænka.«
Síðan kvaddi hann kurteislega, en enganveg-
inn var hann ánægður með árangurinn af
heimsókn þessari.
Rað voru liðnir 4 dagar frá því Kenneth
riddari var sendur á brott með lækninum úr
herbúðunum; þá sat Ríkarður konungur um
kvöldstund í tjaldi sínu og naut hressingar af
hinni svölu vcstangolu, sem hann lét streyma
gegnum tjaldið, og var sem hún færði honum
kveðju frá gamla Englandi. Heilsa konungsins
fór dagbatnandi og þrek hans og styrkur var
nú orðinn sá saini og fyrir veikindin, enda
veitti honum eigi af því, ætti hann að geta
komið í framkvæmd hinni risavöxnu fyrirætlun
sinni. Umrætt kvöld sat hann einn í tjaldi sínu,
því hann hafði sent Tómas barón til Askalon
til þess að sækja ýms hergögn, og margir af
herforingum hans voru við ýmsar annir bund-
nir í tilefni af því, að ófriðurinn skyldi von
bráðar byrja aftur, og meiriháttar hermanna-
sýning átti að fara fram daginn eftir. Konung-
ur sat og hlustaði á hamraslögin frá vopna-
smiðjunum, þar sem verið var að gera við
og smíða herklæði, hestajárn og fleira er til
hermanna útbúnaðar heyrði. Dátar, sem voru
á ferð hér og hvar, voru kátir og sungu við
raust af glaðværð. Það leyndi sér ekki, að all-
ir voru hinir öruggustu og mundu hafa vissa
von um sigurvinninga hið bráðasta.
Meðan konungur með mikilli ánægju hiust-
aði á þennan són og sökti scr ofan í þægi-
lega drauma um sigurvinninga og væntanlega