Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 31
KYNJALYFIÐ.
157
sakir út af broti, sem allir nú í sameiningu
vilja bæta fyrir. Eg leyfi mér að hafa þá skoð-
un, að ef yðar hátign breytir þannig, þá er
það brot á þeim heitum, sem þér gerðuð á
ráðstefnu krossfaranna.*
»Heyrðu, Neville,« hrópaði konungur byrst-
ur. »Ákafi þinn gerir þig fífldjarfan og ókurt-
eisan. Eg hefi aldrei lofað neinu um það, að
eg mundi eigi neyta þeirra meðala sem eg
hefði ráð yfir, til þess að finna bófa þann, er'
svo freklega gerði mér svívirðing. Fremur en
að gefa slík loforð, mundi eg hafa afsalað mér
ríki og látið lífið. Pað sem eg lofaði í ráðinu
var með þeim nauðsynlega og skýra fyrir-
vara. Eg tók skýrt fram, að ef hertogi Austur-
ríkis hefði þá viðurkent sekt sína, eins og
drenglyndur maður, mundi eg sakir kristninn-
ar hafa fyrirgefið honum. 0ðru hefi eg eigi
lofað í þessu máli.*
»En yðar hátign, getur þó aldrei vitað
nema þessi svertingi, sem þykist vera göldrótt-
ur, gabbi yður.«
»Pú talar eins og þér er gefið vit til, Ne-
ville. F*ú heldur þig vera speking að viti, en
ert þó frernur einfaldur. En nú verður þú að
muna fyrirskipanir þær, sem eg hefi lagt fyrir
þig viðvíkjandi svertingjanum. Og þú mátt vera
viss um, að í honum er meiri maður en þitt
herforingjahöfuð getur reiknað út. — Og þú
minn svarti mállausi vinur, bú þú þig undir
að framkvæma það verk, sem þú hefir tekist á
hendur, og mitt konunglega orð gef eg fyrir
því, að hepnist það, mátt þú sjálfur velja laun-
in. En horfðu á, nú er hann aftur farinn að
skrifa.*
Svertinginn skrifaði nokkur orð á bókfell
og fékk konungi, með sömu lotningartilburðum
og fyrra blaðið. Á blaðinu stóðu nú þessi orð:
»Konungsins vilji eru lög þjóns hans, það er
ekki sæmilegt fyrir hann, að krefjast launa fyrir
að gera skyldu sína.«
>Laun og skylda,« hafði konungur eftir
undrandi, þetta voru algeng orð höfð meðal
riddara. Svo sneri hann sér að Neville og
mælti á ensku: »Pessir Austurlandabúar færa
sér vel i nyt að umgangast krossfarana, því
svo er að heyra sem þeir læri að viðhaía orð
og setningar, sem algeng eru innan riddara-
reglunnar, en nú bregður honum og væri
hann eigi eins biksvartur og hann er, mundi
roðinn sjást aukast í kinnum hans. Það skyldi
því ekki undra mig, að hann hafi skilið hvað
eg sagði, Peir hafa mikla hæfileika til að læra
mál sumir Auslurlandabúarnir.*
»Honum brá bara af því, að yðar hátign
leit á hann ransóknaraugum,« svaraði Neville.
»Getur verið,« svaraði konungur. »Fn hér
er meira um að vera, vor svarti vinur er svo
djarfur að tilkynna oss, að hann hafi skilaboð
frá Saladín til Edith prinsessu og biður um
leyfi og tækifæri til að fá að flytja þau. Hvern-
ig líst þér á þá bæn hans, Neville?* .
»Eg vil engar getur að því leiða, hvernig
yðar hátign tekur slíkri ósvinnu, en hitt er
mér Ijóst, að færi einhver með slík skilaboð
til soldáns frá yður, mundi sá umsvifalaust
missa kollinn.«
»þá má eg þakka hamingjunni fyrir, að eg
óska eigi eftir að kynnast neinni af hans sól-
brendu blómarósum,* sagði konungur. »En á
hinn bóginn get eg ekki séð, að svertinginn
geti að því gert, að herra hans hafi fálið hon-
um þennan erindisrekstur, og finst mér því
eigi réttlátt að hegna honum fyrir það, og því
síður viðeigandi, þar sem hann hefir nú í kvöld
frelsað líf mitt. — Annars skal eg trúa þér
fyrir leyndarmáli, Neville, sem snertir mig ó-
þægilega. Eg tel hættulaust þótt svarti þjónn-
inn heyrði til mín, því hann getur ekki haft
neitt eftir þótt hann skildi eitthvað af því sem
eS segi, sem raunar er alveg óCíst. Svo er
þá mál með vexti, að síðasta hálfa mánuðinn
hefi eg verið háður einhverju ósýnilegu töfra-
valdi, sem eg þó gjarnan vildi vera laus við.
Fyrst má geta þess, að jafnskjótt og einhver
hefir gert mér mikilvægan greiða, þá dregur
hann þegar úr þakklætistilfinning minni og
umbunarhvöt með því að móðga mig gífur-
lega. í öðru lagi fer það svo — sem er engu
síður undarlegt — hafi einhver bakað sér