Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 38

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Qupperneq 38
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, Þar skyldu hafa verið rósir. Eftir J. P. Jacobsen. \ Par skyldu hafa verið rósir. Stórar rósir, gular, fölvar. Og þær skyldu hafa slútt yfir garðvegginn, gróskuþrunginn klasi, sem dreifir sínum smá- gjörvu blöðum yfir hjólförin á veginum: ríki- látur vottur alls þess dyrðlega blóma-auðs þar innan við. Og látum þær svo hafa hinn Ijúfa, hjá-líð- andi rósailm, sem ekki verður haldið í, sem er eins og ilmur óþektra aldina, er skynjun vora órar fyrir í draumum sínum. Eða ættu þær að vera rauðar, rósirnar? Kanske þar líka. Hinar smáu hjólkrýndu, harðgerðu rósir gætu það verið, og þar skyldu þær svo hanga í spengilegum röðum, blaðfagrar, hljóðar og gróandi: Kveðja eða fingurkoss til vegfarand- ans, sem kemur fótgangandi eftir veginum, þreyttur og rykdrifinn, glaður sökum þess að eiga nú aðeins hálfa þingmannaleið ófarna til Rómar. Um hvað sem hugur hans snýst — hversu sem háttað er um líf hans? Nú . . . þar byrgja húsin hann, þau fela alt þar inn frá, fela hvort annað, veginn, borg- ina. En til hinnar handar er víðsýni nóg: þar sveigir vegurinn í þunglamalegum, lang-feld- um bugum ofan að fljótinu, niður að hinni ömurlegu brú. Og þar handan við er svo öll hin mikla Kampanía. Ressi grá-grænka víðra valla . . . Pað er líkt og lúi margra erfiðra mílna stigi þar upp af og leggist þungt á mann, láti mann kenna tómleika og einstæðis^-fái til að leita og þrá. Pá er.langtum betra að hreiðra sig á öðru eins horni og þessu þarna, niðri á milli hárra garðveggja, þar sem loftið hvílir hlýtt, kyrt og milt, sitja sólarmegin þar sem bekkur kokar sig inn í einskonar veggskot, sdja þar og horfa á gljágrænu acanthusana í vegræsinu, á silfur- drifna þistlana og hin dauf-gulu haustblóm. A hinum langa, gráa vegg beint á móti, morandi vegg af ferfætluholum og sprungum með skrælnuðu vegggresi — þar skyldu rós- irnar hafa verið, og þær skyldu einmitt hafa gægst út þar sem íhvolf, stór, forn járnkörf rýfur hinn lang-sama veggflöt, prýðileg netkörf, er myndar veggsvalir, sem taka manni meir en en á bringu, sem hlýtur að hafa verið hress- andi að ganga upp á, er maður þreyttist af innibyrgðum garðinum. C3g þar hafa þau oft verið. Pau hafa hatað hið fagra, forna skrauthýsi, sem er þar inni, með sín marmara-rið og ■ grófgerðú veggtjöld. Og hin æfagömlu tré með sínar dramblátu, svörtu krónur, pinjur og lár- viður, aðal-askur, kýpressur og steineik, þau hafa verið hötuð allan sinn aldur, því hatri sem óeirin hjörtu bera til þess hversdagslega, vanagróna, viðburðasnauða, þess er ekki þráir með og virðist því andstætt. En á veggsvölunum gat maður þó alténd séð frá sér, og þar hafa þau því staðið kyn- * slóð fram af kynslóð, og mænt út öll, hvort í sínum hug, hvert eftir sínu. Gullbúnir armar hafa hvílt á brún járnkarfarinnar, og fjölmörg silkisveipuð kné stuðst við svart netflúr henn- ar, en marglitir borðar blöktu af hverjum rindi sem ástaboð og stefnuheit. Húsmæður, skap- þungar, vanfærar, einnig þær, hafa staðið þar og sént fráleitustu skilaboð út í fjarskann. Konur, göfugar, íturvaxnar og yfirgefnar, fölv- ar sem hatrið . . . ef hugsun ein gæti deyft, ef ósk megnaði að Ijúka upp hliðum helvítis! . . . Konur og karlmenn! stöðugt eru það konur og karlmenn, jafnvel þessar visnu, hvítu meyjarsálir, sem lúpa sig upp við hina svörtu netgrind, og hrópa til ímyndaðra göfugra fálka takið okkur!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.