Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Síða 41
ÚTBURÐUR. 167 Útburður. Eftir Val. Það bar v ið ekki alls fyrir löngu. — Eg var þá sjómaður suður í Njarðvíkum og var á leið utan úr Keflavík. Rað var norðan uppgangs- veður, og kastaði úr jeljum við og við, sam- anbarðir hríðarkekkir ultu yfir mýrarnar, og reif bakkann upp á norðurfjöllin, einhvernvegin krildranalega, og byrgði alla útsýn á Snæfells- jökul. Pað gnauðaði ámáttarlega í storminum og brimsvolgrinu niður við fjöruna, og sjórinn rauk upp á klappirnar hjá Vatnsnesi. Petta var snemma á vertíðinni, og voru menn undanfarna daga, sniátt og smátt, að tín- ast landveg innan úr Reykjavík, — einn og einn á stangli — með pjönkur sínar á bakinu. Petta voru þeir vermenn, sem mist höfðu af sjóvegsferð, suður í Garð og Leiru. — Regar eg kom spölkorn inn fyrir Keflavík, mætti mér maður þar á brautinni, svo töturlega búinn, að mér eins og hnykti við að hugsa til þess, að hann skyldi vera svona argvítuglega til fara» og koma beina leið innan úr Reykjavík. Mað- urinn var í óhreinum og karbættum buxna- görmum, sem hann hélt upp um sig með snærispotta, og sá í hann beran milli vestisins og buxnahaldsins, — treyjan var rifin á barm- inum annarsvegar, og vantaði í hana flestar tölurnar, og flaxaði út í storminum. Mér flaug nú í hug, ,að ónotalegt hlyti það að vera fyrir þennan vesling, að láta ískaldán storminn næða gegnum þessa fataræfla inn að kroppnum. Hann bar dálítiiin pokaskjatta á annari öxl- inni. — Pað voru nokkrar flíkur af svipuðu tagi og þær, er hann bar utan á sér á ferðinni. Þeita var aleiga hans. — Hann heilsaði mér kunnuglega, þegar við mættumst á brautinni. En mér var þá í bráð- ina ekki hægt að koma því fyrir mig, hver hann var. — Maðurinn var skinhoraður, — skorpinn og hrukkóttur, hann var með dálítinn skegghýung á kjálkanum, sem farinn var að grána af hærum, óklitpur var hann, og flaxaði úlf- grátt hárstrýið útundan húfuræflinum, ofan við eyrað, — augun voru fjörlaus og fallin inn í, og rann vatn úr þeim niður um kaldan vang- ann. — Það var allra líkast því, að maðurinn væri nýkominn á fætur — upp úr þungri legu — einhverjir þeir drættir í andlitinu, sem virtust benda á þjáningar og kvalir — og reyndi hann þó til að brosa um leið og hann heilsaði mér. »Pú þekkir mig ekki,« sagði hann, um leið og hann rétti mér höndina. — »Ó, nei, eg kom því ekki almennilega fyrir mig,« svaraði eg. • Manstu þá ekkert eftir Pormóði — sunn- lending, setn kallaður var — þegar við rerum saman á — króknum hjá honum stóra Jóni »porra«,« svaraði Pormóður, og sýndist mér þá brosið deyja út á þessu rauttalega og kinn- fiskasogna andliti, og hverfa út í kuldann og storminn. — Jú — jú — eg mundi nú vel eftir þessu, og komst eg við af að sjá, hvernig Þormóður var orðinn, — ekki nema liðlega 40 ára gam- all.-----Og voru nú 10 ár liðin frá því að við höfðum verið saman, á bát við róðra, og aldrei séðst í þessi ár. Eg spurði nú Pormóð fyrst eftir því, hvert ferðinni væri heitið — til þess þó að vekja máls á einhverju, upp á gamlan kunningsskap. »Eg er að fara til róðra út í Leiru,« svar- aði Pormóður, og var röddin hás og dimm, — svo fékk hann dálítinn hósta. — Eg færði það þá í tal við hann, hvort að nokkur veik- indi hefðu komið fyrir hann — nú fyrir skömmu. — »Ó —nei! ekki veikindi, það sem það er nefnt, í venjulegum skilningi. — — Eg er þjófur — laus út af hegningarhúsinu fynr tæpri viku síðan. — Pjófur — — —« svar- aði Þormóður, og rann úti fyrir honum um leið, var þá líkast því, að eitthvað væri að brenna í hálsinum á honum, — og það tók fyrir seinustu orðin eins og þau hefðu verið kæfð í hyldjúpri sorg. — Og svo hélt hann leiðar sinnar út eftir á móti storminum. —

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.