Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 49

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 49
SNJÓKÚLAN. 175 Þegar hún sá Rögnu, benti hún ásakandi á hundinn og sagði: »Hann hefir þjónað þér trúlega í mörg ár og nú er liann bæði upp- gefinn og veikur, og þú lætur hann liggja ein- mana út í köldum snjónum.« »Mennirnir verða að líða hungur, þreytu og veikindi og þræla fyrir lífinu. Dýrin eru ekki betri en við, og eiga því ekki betra skil- ið,« svaraði hún kuldalega. Svo spenti hún hundinn frá sleðanum og fór með sleðann inn. Sámur drógst á eftir henni og dillaði skottinu vingjarnlega í þeirri von, að hún mundi ef til vill kjassa hann svolítið. Svo sótti hún hálm í fang sitt og fór með það út í fjós og stráði því í hlýtt skot í fjós- inu. Hundurinn skreiddist að heyinu og leit á Rögnu með bænaraugum, þá strauk hún hann með hendinni blíðlega, sem fljótast, Sámur gelti af gleði. Pað var cins og Ragna fyndi til meðaumkunar sem snöggvast, en svo ýtti hún honum frá sér og sagði: »Fátæk börn biðja líka um hlý orð og atlot, en þeim er aðeins gefið háð og fyrirlitning. Eg hefi sjálf bragðað á gjafabrauði fátæktarinnar og veit því hvern- ig það er. — Hundur á ekki betra skilið en fátækt barn.« Hún fór út og lokaði dyrunum vandlega á eftir sér. Morguninn eftir þurfti Hákon til næstu sveitar, til að tala við prestinn þar. Loftið var þungbúið, himininn sveipaður hvítgráum kulda- skýjum, sem þutu með feikna hraða fram og aftur. Ingibjörg reyndi að aftra honum frá að fara jafn hættulega leið í tvísýnu útliti. Hann hló bara að henni, og án þess að skeyta meira um aðvaranir hennar lagði hann af stað. Ragna hafði staðið þar hjá, og nú virti hún skýjafarið fyrir sér og hrish höfuðið. Hana haíði langað til að aftra Hákoni frá að fara, en stoltið haíði fjötrað tunguna, — hann yrti al- drei á hana, hvað átti hún þá að vera að skifta sér af honum? Og þó hún hefði sagt eitthvað, mundi hann vafalaust hafa skelt skolleyrunum við því. — — Ingibjörg stundi þungan. Hún sá Hákon bera við loft upp á fjallinu og halda rösklega áfram. Ragna settist niður og fór að kemba ull með 'óvanalegum ákafa. Stórir bunkar af kembum uxu upp við hlið hennar. Endrum og sinnum leit hún kvíðafull upp í loftið og sá hvernig skýin eltu hvort annað með ótrúlegum hraða, eins og þau mættu engan tíma missa. Alt í einu lagði hún kambana frá sér og stóð upp og fór út úr herberginu. Útidyrahurðin hentist opin af vindinum, hún sá að hann var að bresta á í blindby). Stormurinn þyrlaði lausamjöllinni upp í stóra stróka og fannkom- an var að aukast með geysihraða. Að nokkr- um augnablikum Iiðnum var komin iðulaus stórhríð, koldimm með feykilegri fannkomu. Ragna hreyfði sig ekki, þó stormurinn næddi í gegnum hana og snjórinn ætlaði að hálíblinda hana, — hún hugsaði aðeins um Hákon. Hún fann að þung hönd var lögð á öxl hennar og heyrði að lngibjörg sagði með skjálf- andi röddu: »Stórhríðin skellur á hann á miðju fjallinu, og náttmyrkrið er að færast yfir.« »Hákon er ekkert barn, hann hefir sig áreið- anlega heim þrátt fyrir veðrið,« sagði Ragna með uppgerðarró. »Hann hefir ekki mátt til að stríða á móti örlögunum, hreki ofveðrið hann út í gljúfrið er hann glataður.* »Úr því har.n getur felt birni eins og hann væri að leika sér, lætur hann að likindum ekki hríðina þá arna yfirbuga sig.« »Aí getur vel talað þannig. Þú grætur ekki, þótt sonur minn missi lífið. Hann getur glímt við bangsa og lagt hann að velli, — en þegar hríðin blindar hann og ofveðrið hrekur hann, er um annað mál að ræða — og hann hefir ekki svo mikið sem einn dropa af brennivíni til að halda á sér hita með og hressa sig á, og gljúfrið, sem svo mörgum h fir að bana orðið, eru á leið hans.« Ingibjörg reyndi að rýna móti veðrinu upp eftir veginum, þegar hún leit við var Ragna horfin. »Hún hugsar aðeins um sjálfa sig, þó við hnigum öll dauð að fótum hennar, mundi hún ekki svo mikið sem andvarpa. Og ekki vantar

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.