Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 50

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 50
176 NÝJAR KVÓLDVÖKUR. drambsemina! Maður gæti ímyndað sér að hún liti smáum augum á smælingja e:ns og okkur, — en hún vinnur á móts við tvo — það má hún eiga.« — ingibjörg fór inn, til að leita þeirrar hughreysting hjá Hans gamla, sem dótt- ir hans hafði synjað henni um. — Maturinn var borin á borð. 'Hákon var ekki enn kominn. Ingibjörg reyndi að hugga sig við, að hann mundi hafa gist hjá prestinum og koma ekki fyr en næsta dag. Ragna sást hvergi, árangurslaust var leitað að henni í hverju skúmaskoti. »Eg get ekki skilið hvar stelpan hefir falið sig,<* sagði Ingibjörg. Hans sat og réri órólegur í stólnum. Sú tíð, þegar Ragna olli honum sorgar með ó- stýrilæti sfnu og ofsa var fyrir löngu liö n. — Nú orðið var hún ætíð þar sem hún átti að vera, — en hvar gat hún þá verið í kvöld? »Pað er hrollur í okkur í kvöld, okkur veitir ekki af að fá eitthvað til að hressa okkur á,« sagði Ingibjörg, og gekk að skápnum til að sækja brennivínsflöskuna. »Hvað er þetta! Ætla allir hlutir að hverfa í kvöld,« hrópaði hún ergileg. »Hvað er horfið?« spurði Hans rólega. »Brennivínsflaskan!« »Ekki hefir Ragna tekið hana,« sagði Hans og brosti. Ingibjörg stóð sem þrumu lostin. Sú hugs- un greip hana, að Ragna hefði ef til vill tekið hana og væri úti í stórhríðinni að leita að Hákoni. »Gnð minn góður! Þá er henni dauðinn vís,« tautaði hún. »Litlar líkur voru til tið Há- kon hefði sig heim, en engar með hana. Hana fennir á augabrayði.« í sömu svipan voru dyrnar opnaðar og Hákou kom inn. »öott kvöld. þvílíkt veður sem úti er! Eg hafði m g þó með harðneskju heim.« Ingibjörg tók ekki undir kveðjuna. Hún greip í hand egg honum og spurði með skjálíta í röddinni: »Hvar er Ragna? Varð hún þér ekki sam- ferða heim?« »Ragna!« mælti hann uudrandi. »Við hvað áttu? Hvað kemur Ragna mér og ferð minni við?« »Meir en þú álítur, Hákon, — Ragna er horfin. Hún hefir víst farið út til að leita að þér og koma þér til hjálpar.« »Eg held þú sért farin aðtalaóráð, mamma. — Hjálpa mér!« Nú heyrðu þau að Hans var farinn að gráta og kalla hástöfum á Rögnu. Irtgibjörg skýrði Hákoni í fám orðum frá hugboði sínu. Pað kom kvíðasvipur á drengilega andlitið hans. »Pú hefir víst á réttu að standa, mamma. — Mér heyrðist eg heyra kvenmannsóp og hundgjá, en eg hugsaði að það hefði aðeins verið hugarburður, því enginn kvenmaður gæti verið á ferð í slíku veðri.« Ingibjörg hafði ekki gefið sér tíma til að hlusta á hann til enda. Hún flýtti sér út, til að kalla á vinnudrenginn og kveikja á luktinni. Nokkrum mínútum síðar var Hákon á leiðinni upp í skarðið. Peim, sem heima voru, fanst tíminn líða hægt. Hans grét, en Ingibjörg hitaði sterkt kaffi og ylaði rúm Rögnu. Hákon bar luktina og braust á móti stór- hríðinni. Hann gekk svo hart, að drengurinn gat ekki fylgt honum eftir, en drógst langt aft- ur úr. Loks kom hann upp í skarðið. Hvergi sást neitt kvikt, — eintómur fannahvítur snjór, — ógurlegur kvíði greip hann. Honum fanst að lífið mundi verða einkis virði, ef Ragna væri dáin. Hann hrópaði af öllum kröftum nafn hennar og köldum svita sló út um hann. Veikt hljóð barst honum til eyrna, og eitt- hvað sýndist hreyfa sig í fönninni skamt frí honum. Hann flýtti séc þangað. Ragna lá þar hálffent, föl og köld, eins og hún væri liðid lík. Sámur lá við hlið hennar og reyndi að hlúa að henni, með loðna skinninu. Um leið og Hákon tók Rögnu.upp í fang sér datt flaska úr hönd hennar niður í snjóinn. Pað var sú, er Ingibjörg hafði saknað. Hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.