Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 53

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 53
SNJÓKÚLAN. 179 framan í sig. Svo færði hún stól alveg að lík- inu, settist niður og virti fyrir sér hið vingjarn- lega og rólega andlit látnu konunnar. Svo reikaði hugurinn til fortíðarinnar, hvert ástríkt orð, sem Ingibjörg hafði sagt við hana, lýsti eins og stjarna á skýjaða barnshimininn. — Sorgin lét Hákon engan frið hafa, Iöngu áður en rofaði af degi, stóð hann upp og gekk fram í stofuna, þar sem líkið var. Preyfandi myrkur var inni, því ský hafði dregið fyrir tungJið. Hann gekk að líkinu og beygði sig niður að því, til að kyssa það hinsta kossi, með sorg og sársauka í hjarta. — Hann rak upp lágt hljóð og hopaði til baka. Varir hans höfðu snert heitt og lifandi andlit. Ópi hans var svarað með öðru, og Ragna spratt upp kvíða- full, hún hafði ekki heyrt þegar hann kom inn. Hákon þekti strax rödd hennar, tók hana í faðm sér og grét á brott hinn nísfandi sársauka við hjarta hennar. Sárasti sviðinn hvarf smátt og smátt, en þögul og hljóð sorg varð eftir. Ingibjörg var líka móðir, sem átti það skilið að vera grátin látin. — Hún hafði ætíð varpað Ijósi, en aldrei skugga, á farna lífsleið. Parna sátu þau í faðmlögum þar til birti af degi, kuldalegum vetrardegi. Aðeins einstaka regnþrungið ský gaf ti! kynna, að vorið væri á leiðinni, Pá er loka skyldi kistunni, tók Hákon eftir því, að giftingarhringur móður hans var enn á hendi líksins. Hann dró hann varlega af, rétti Rögnu hann og mælti: »Eigðu hann góða, það hefir enginn meiri réft til hans en þú.« Eins fór með föt hinnar látnu. Ragna fékk þau, því Hákon sagði, að enginn ætti meira tilkall til þeirra en hún. Ragna braut heilann um síðustu orð Ingibjargar. Var hringurinn og fötin svarið? Eftir að búið var að jarðsyngja Ingibjörgu, gekk alt sinn vana gang í Árgarði. Ragna tókst á hendur húsmóðurstörfin. Hans gamli hafði flutt sig úr arinkróknum yfir í »afastól- inn«. Alt vinnufólkið var Rögnu auðsveipið, en Hákon yrti örsjaldan á hana. Pó var sem birli yfir honum í hvert sinn, er hann kom í nálægð hennar. Sumarið var liðið, og veturinn gekk í garð með kulda og fannkomu, og enn hafði Hákon enga konu fest sér. í sveitinni var margt rætt um Hákon og heimili hans. Sumt af því barst honum til eyrna, en hann Iét það sem vind um eyrun þjóta. En Inga Porbjarnardóttir á Grenistað beið óþolinmóð eftir þeirri stundu, er hún gjörði innreið sína í Árgarð, sem kona Hákonar. Von hennar og vissa um að verða húsmóðir þar, var heldur ekki ástæðulaus. Ingibjörg heit- in hafði gefið henni svo margt í skyn í þá átt, og hún trúði því fastlega, að Hákon hefði verið móður sinni samþykkur í því efni. { fyrstu hló Hákon að öllu masinu um hann og Rögnu, en smátt og smátt varð hann svipþyngri. Svo fór hann að verða meira að heiman og taka enn meiri þátt í félagsskap unglinganna og svalli, þó breyttist hann ekk- ert í framkomu sinni við Rögnu, og aldrei heyrði hún stygðaryrði af vörum hans í henn- ar garð. Pegar Hákon var að héiman, sat hún hvíld- arlaust tímunum samau við rokkinn eða vef- stólinn, þungt hugsandi. Hún var ung og þráði lífsgleði, og hefði því gjarnan viljað skemta sér með hinum ungu stúlkunum, en enginn hugsaði um það, eða kærði sig um að hafa hana með og þar af leiðandi sat hún alt af einmana hjá föður sínum. Veturinn var á förum. Páskahelgin nálgað- ist. — Ragna var fyrir löngu hætt að hlakka til helgidaganna. Áður hafði Hákon þó ætið fylgt henni til kirkju, en nú varð hún að fara þann veg ein, eins og lífsveginn, — einsömul, en hún kvartaði ekki, »Hún lifir í allsnægt- um,« sagði heimurinn, og hún viðurkendi sann- leikann í því. Hún sat einn dag djúpt hugsandi og spann, þegar Inga frá Grenistað kom inn í stofuna í skrautklæðum og allfasmikil. Hún bar.höfuð- ið hátt og var rjóð í kinnum. Fögur var hún 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.