Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 55

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Page 55
SNJÓKÚLAN. 181 og hægði eigi á ferðinni, fyr en hann var kominn á samkomustaðinn. Hans gamli var venju fremur dapur og veill þetfa kvöld. Hann sat við Iítið borð, er stóð hjá arininum, á því var framreitt margskonar góðgætí, er Hákon hafði komið með úr kaup- staðnum. Ragna hreifði heldur eigi við nein- um munnbita, en þrátt fyrir þetta alt, skraf- aði hún glaðlega og óþvingað við hann. Pegar Hans var sofnaður, braust sársaukinn, sem hún hafði dulið, fram, og himinháar öld- ur sorgar og sálarkvala skullu yfir hana. Hún kraup á kné, fal andlitið í höndum sér og grét eins og hjartað ætlaði að springa. »Burt héðan,« stundi hún. »Það er betra að þola hungur og eymd en að kaupa lífsvið- urværið og þægindin fyrir þetta 'verð.« En svo hvarflaði hugurinn til föðurins, sem nú svaf rólegur, kvíðalaus eins og barn, og átti svo góða daga, — hún gat ekki fengið af sér að vera orsök í því, að hrekja hann út í snjó og óveður, þar sem hann yrði að þola bæði kulda og skort, — nei, það gat hún ekki. — En Hákon mundi leyfa honum að vera í Ár- garði þó hún færi, og sjá um að honum liði vel. En andartaki síðar stundi hún með þungum ekka: »Pabbi! pabbi! Við höfum Iiðið sam- an kulda, þreytu og sk'ort, súrt og sætt. Við getum ekki skilið. Dyrnar voru opnaðar hljóðlega, en Ragna heyrði það ekki. Hákon kom inn. Hann mælti ekki orð af vörum, en tók Rögnu í faðm sinn og þrýsti henni að hjarta sér. Hún lá með lokuð augun við brjóst hans. Hún á- leit að það væri aðeins draumur, og vildi ekki vakna. Hann bar hana inn í svefnherbergi sitt og setti hana á stól. »Hákon!« sagði hún lágt, og lauk upp aug- unum. »Er samkomunni lokið?« »Henni er lokið fyrir mig. Eghefi þegar dans- að sem mig lystir í kvöld, eg gat ekki lengur verið án þ.ín, Ragna.« »Hún bæði h!ó og grét í einu en sagði ekkert,« »Ragna, — eg vildi glaður láta lífið fyrir þig, — eg skyldi berjast við hvern þann, sem vildi ræna þér frá mér, — jafnvel við guð almáttugan. — En hæðnisyrði gjöra mig ístöðu- lítinn eins og barn og særa mig djúpt. Eg þoli þau ekki.« Ragna hóf mikillátlega höfuðið og svaraði: »Hvað hefi eg gjört, svo þú verðir að þola hæðni og hlátur mín vegna?« »Hann fal andlitið í höndum sér. »Inga og félagar mínir ætla að gjöra út af við mig með hæðnisglósum sínum.« »Mín vegna skaltu ekki þurfa að bera þann kross lengur, eg get borið mína byrði ein — Eg fer héðan alfarin undireins á morgnn. — Aumingja Pabbi! Ó hve lífsbyrðin er þung!« »Pú skalt verða hér kyr Ragna, og hvern þann, er sýnir þér lítilsvirðingu, rek eg óðara úr mínum húsurn,* sagði hann, og sló htiefan- um svo fast í borðið, að það nölraði. »Hlust- aðu á mig, Ragna. Áður en eg fór af sam- komunni, bauð Hallvarður í Birkidal mér í veislu á sunnudaginn, og eg svaraði: Eg kem líka með Hans og Rögnu, sé þér það á móti skapi verðum við öll heima,« »Hákon! Pú hefðir ekki átt að segja þetta eg þoli illa keskni og háð, eins og þú.« »Rú ferð með með mér í veisluna, og mér skal sá mæta, er sýnir þér lítisvirðing eða móðgar þig á einhvern hátt.« Ertu viss um að þú getir þolað alt, sem fyrir kann að koma, mín vegna, svo eg geti verið óttalaus?« spurði hún blíðlega. »Já, þín vegna skal eg með gleði taka öllu, sem að höndum ber, með þolinmæði. Eg finn að mér hefir aukist styrkur til að umbera háð félaga minna.« Hjarta Rögnu sló ört af kvíða og eftirvænt- ingu, sunnudaginn, sem þau ætluðu í veisluna í Birkidal. Hún hafði aldrei verið eins falleg eða litið einsglaðlega út og þennan morgun. Hún hafði klæðst sparifötum Ingibjargar heitinnar, með öllu því skrauti, sem búningnum tilheyrði. En það, sem mest jók fegurð hennar, var ham- ingjan og gleðin, sem geislaði í augunum, Hún

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.