Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 61

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1918, Side 61
SNJÓKÚLAN. 187 lega, — því hann hafði þó harnið silt til að lifa fyrir. En jafnframt því sem hann vann ósleytilega stranga vinnu þvarr sjón hans óð- um. Fyist varð hann. blindur á öðru auganu og litlu síðar á hinu. Ragna var eigi nema 6 ára þegar hann misti algerlega sjónina. Hann keypti brýningaráhöld og sleða fyrir síðustu peningana> og ferðaðist með það bygð úr bygð Hann var búinn að fara víða og ganga mikið um dagana, því var nú bakið bogið og hárið grátt, er hann loks kom heim aftur. A heimili hans gekk alt sinn vana gang fyrstu árin eftir brottför hans. Þór yðraðist eigi gjörða sinna en syrgði soninn mista og barm- aði sér eins og lóa, er unginn hefir verið tek- inn frá, — svo veiktist yngsti sonurinn og dó skömmu síðar, sú óhamingja mýkti eigi hjarta Þórs að heldur, því enn átti hann elsta soninn eftir. En það leit út fyrir, að blessun sú, sem hvílt hafði yfir heimilinu, hyrfi smátt og smátt, þegar Hans var farinn, og glaðlegt mas og hlátur var með öllu horfið. Svo fór yðrunin að gera vart við sig hjá gamla manninum, og hann fór smátt og smátt að spyrjast fyr>r um son sinn, en enginn gat sagt neitt um hvað af honum hefði orðið, — og allra síst kom honum til hugar að blindur sorgbitinn brýningamaður væri lífsglaði sonurinn hans. Skömmu áður en Hans kom, var elsti sonurinn látinn eins og frá hefur verið skýrt. Og nú opnaði hann hjarta sitt fyrir Hans, eina syninum, er hann átti eftir Og Ragna, sonardóttir hans, var sannkallaður sólargeisli fyrir gömlu hjónin, á heimilinu. Hamingjan hafði aftur tekið sér bústað hjá þeim. Alt það góða og göfuga í sálardjúpi Rögnu kom nú í ljós, nú hafði henni hlotnast sú lífs- staða er hún feldi sig við, og aldrei framar þurfti hún að óttast, að þurfa að Iifa af náðarbrauði, nú gat hún gefið af allsnægtum sínum. Hún gjörði öllum gott og vann allra hjörtu með viðmóti sínu og góðsemi. Fyrsta veturinn tók hún aldrei þátt í nein- úm skemtunum ne félagsskaþ. Sonurinn, er dáið hafði, var syrgður einlæglega, svo voru gömlu hjónin mjög lasburða og faðirinn blindur, svo ærið ,reyndi á æskuþrek hennar. En svo fór afi gamli einusinni að tala um, að það þyrfti að fá ungan og duglegan mann á heimilið og í fjölskylduna, og það væri hlut- verk Rögnu að sjá um það, því eigi myndi hana skorta biðlana, fallega, ríka og unga stúlku. Hún gæti valið úr öllum efnilegustu ríkismannasonunum í sveitinni. Við þessi orð afa sins varð Rögnu mjög hverft, gaml- ar minningar hertóku hana, og stýflurnar, er hún hafði hlaðið til að veita eigi sorgar- straumnum framrás biluðu, og hún brast í ekkaþrunginn grát. »Ragna! Eg hélt að þú hefðir gleymt liðna tímanum óg honum, — þú mintist aldrei á hann,« sagði Hans. »Flestum í ætt okkar veitireigi létt að gleyma, eg er engin undantekning.* Hún þurkaði tárin úr augunum og lét sem ekkert hefði ískorist. Sumarið kom með gleði, eftirvænting og vonir í faðmi til þeirra. Sá tími nálgaðist, er tilraun skyldi gjörð, að gefa Hans sjónina aft- ur, eða fyrirbyggja alla von um, að honum mundi auðnast að líta ljós dagsins. Þrá Rögnu eftir þeirri stund óx með degi hvérjum. Einn indælan sumardag var allur bærinn skrýddur eins og stórhátíð væri í vændum. Öil- um fátæklingum sveitarinnar var boðið, og handa fuglunum, sem raunar skorti eigi neitt þá stundina, voru kornbindi hengd í trjá- greinarnar, eins og það væri komið jólakvöld, Veislan var í tilefni af því, að þennan dag ætl- aði læknirinn frá Kristjaníu að gjöra tilraunina til að opna augu blindingjans, Læknirinn hóf verk sitt, og á meðan lá Ragna á bæn. Þá er hún hafði lokið bæninni, leit faðir henn- ar aftur dagsljósið, eftir margra ára nótt. Óumræðileg gleði ríkti nú á heimilinu, og brennheit þakkarandvörp stigu frá hjörtum þeirra upp að hásæti drottins. Og enginn var glað- ari en læknirinn. Gráa hárið á Hans gat ekki orðið svart 24*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.