Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 27
Verkið sem tókst að vinna
Hjalti Hugason Gunnar F. Guðmundsson
Frásagnarháttur
Kristni á íslandi hefur fremur samstætt yfir-
bragð eftir því sem efni og heimildir leyfa.
Enginn höfundanna skrifar illa, og enginn
sýnir sérstök eða sérkennileg lilþrif í stíl
htíldur. Ég sakna þess jafnvel að sjá ekki svo-
lítið meira af þeim sérstæða stíl sem Þórunn
Valdimarsdóttir lileinkaði sér þegar hún
skrifaði bók sína um Snorra prest á Húsafelli.
Kannski hefur Þórunn hamið sig (eða verið
hamin) helst til mikið til þess að saga hennar
skæri sig ekki úr heildinni. Einna bestur finnst
mér texti Gunnars F. Guðmundssonar. Hann
er hraður og umbúðalaus, án þess að vera
nokkru sinni óþægilega samanþjappaður, ein-
l'aldur og tilgerðarlaus, og þó er eins og votli
fyrir húmor undir niðri. Lesið þið til dæmis
inngangskafla hans á bls. 7-9 og takið eflir því
hvernig hann fléttar þekktum biblíutilvitnun-
um inn í mál sitt og skýrir þannig á sáraein-
faldan hátt kenningargrunninn undir valdatil-
kalli kirkjunnar. Gunnar iðkar líka með góð-
um árangri þá list, sem Þórunn beitli mikið í
bókinni um séra Snorra, að láta almenna siði
birtast í einstaklingsbundinni frásögn. Þar má
aflausn er fléttað inn í frásögn af deilum
Guðmundar biskups Arasonar og leikmanna
(II, bls. 56-62).
Fræðileg varkárni er vissulega aðal þeirrar
sagnfræði sem hér er stunduð, en hún er óhjá-
kvæmilega vandmeðfarin í yfirlitsriti. Sérstak-
lega í elstu sögunni finnst mér Hjalti Hugason
stundum jaðra við að drepa frásögn sinni á
Loftur Guttormsson Þórunn Valdimarsdóttir
dreif í fyrirvörum og varkárni. Dæmi má taka
af samskiptum hans við Ara fróða. I inngangi
er varnöglum neglt svo þétt að efnið þolir það
tæpast (I, bls. 11): „Elsta frásagan af þessum
atburðum, Islendingabók Ara fróða, gelur
að mörgu leyti talist alltraust heimild um
suma þætti trúarbragðaskiptanna, einkum
kristnitökuna sjálfa." Þegar Hjalti endursegir
kristnitökufrásögn Ara bendir hann þó á að
hún minni á frásögn Þorgils sögu og Hafliða í
Slurlungu af deilurn þeirra á Alþingi árið
1121 og telur „alls ekki ólíklegt að hann [Ari]
hafi gert ráð fyrir að átökum liafi verið afstýrt
með svipuðum hætti á kristnitökuþinginu."
(I, bls. 88) Enn síðar ræðir Hjalti túlkun Ara
á kristnitökunni, ber þar aftur saman við Þor-
gils sögu og Hafliða, en segir þar: „Ekki má
gera of rnikið úr þeim áhrifum sem átök
þeirra Þorgils og Hafliða ... kunna að liafa
haft á kristnitökusögu íslendingabókar. Til
þess er saga þeirra of ung.“ Þó gefur hann
enn í skyn „að Ari lýsi lyktum málsins að
einhverju leyti með hliðsjón af sáttum þess-
ara höfðingja...“ og þannig sé kristnitökufrá-
sögnin saga til að læra af (I, bls. 115-16).
Nú mætti ímynda sér að það gæti farið vel
í yfirlitsriti að varpa fram hugmyndinni um að
deilur Þorgils og Hailiða væru fyrirmynd Ara
að kristnitökusögu hans, án þess að laka
nokkra ábyrgð á að hugmyndin sé rétt. Eins
og Hjalti drepur á er megingallinn sá að Þor-
gils saga og Hafliða er svo óáreiðanleg, og því
gæti hún eins verið mótuð af krislnitökusögu
Ara. En hugmyndin, þótt snjöll sé, stendur
Pétur Pétursson
Fræðileg
varkárni er
vissulega
aðal þeirrar
sagnfræði
sem hér er
stunduð
25