Ný saga - 01.01.2000, Síða 48

Ný saga - 01.01.2000, Síða 48
Steinunn Jóhannesdóttir Mynd 5. í Gamla virkinu. Kona við glugga. Alsíringar af íslenskum ættum Það eru til Alsíringar af íslenskum ættum. Því alveg eins og Guðríður Símonardóttir á niðja til okkar daga á Islandi getur hún ált þá í Al- sír. Sonur hennar og Eyjólfs, sem hún gat um í bréfinu, varð eftir í Alsír þegar hún fór heim. Söntu sögu er að segja um börn síra Ólafs Eg- ilssonar og Ástu. Anna Jasparsdóttir giftist þeim höfðingja sem keypti hana og eignaðisl fljótt nokkur börn. Ólalið er allt það fólk sem heimildir þegja um, nokkur nöfn sem engin saga tengist og nafnleysingjar sem þó hafa eignast afkomendur. Hvað varð um Grindvík- inginn ritfæra, Jón Jónsson, og bróður hans Héðin, smið í Salé, og telpuna Guðrúnu Rafnsdóttur? Hvað varð unt smalann Jón Ásbjarnarson, sem komst í álnir? Hvað varð um Vestmannaeyingana Halldór Guðmunds- son, Pétur Hafliðason, Orm Jónsson, Brand Einarsson, Þorlák Þorsteinsson, Jón Björns- son, Jón Stullason og Stulla Jónsson? Hvað varð um Sigurð Gíslason, Ólaf Gunnarsson, Jón Árnason, Þorstein Sveinsson og Hall Þorsteinsson? Hvað varð um Björgu Einars- dóttur, Þóru Jónsdóttur, Sesselju Valgarðs- dóttur, Ástríði Fúsadótlur, Geirlaugu Brynj- ólfsdóttur, aðra Þóru Jónsdóltur, Guðrúnu Andrésdóttur, Heigu Sigurðardóttur, Hall- dóru Björnsdóttur, Ástu Einarsdóttur? Hvað varð um Austfirðingana Guðmund Jónsson, Tómas Jónsson, Árna Hallsson, Jón Hallsson, Guðntund Snorrason, Stara Brandsson, Jón Jónsson, Kolbein Valtýsson, Stefán Jónsson, Magnús Jónsson? Hvað varö um austfirsku konurnar Ólöfu Jónsdóttur, Þóreyju Hall- dórsdótlur, Guðrúnu Fúsadóllur, Rönku Jónsdóttur, Guðrúnu Hallsdóttur, Guðrúnu Árnadóttur, Steinunni Þórðardóttur, Ingi- björgu Jónsdóttur og Ingibjörgu Egilsdóttur? Nafnalistinn er fenginn úr skrá um þá her- tekna íslenska menn sem enn þá Iifðu í „Tyrkeríinu“ árið 1635 og drottinn varðveitti við trú og góða samvisku. Skráin fylgdi löngu og harðorðu klögunarbréfi til Danakonungs, Kristjáns IV, eins konar neyðarópi þar sem fólkið spurði hvort það væri öllum gleymt og hrópaði á útlausn úr sinni „Iangvarandi her- leiðingarplágu“ „Hvort er nú engin miskunn, enginn kærleiki, engin samviska sem vaknar? Hvorl er nú enginn guðhræddur? Eða höfum vér engan náðugan kóng? Erum vér án rétt- látra herra og forsvarsmanna ellegar án guð- hræddra kennimanna - án foreldra, vina, bræðra?“ Á þessum 70 manna lista var einnig nafn Guðríðar Símonadóttur auk nokkurra þcirra kvenna og karla sem leystir voru tæpu ári síðar og héldu heint á leið 22. júní 1636. En nokkrir hinna leystu eru ekki á nafnalist- anum með bænaskjalinu og þannig er ljóst að milli 80 og 90 manns hafa sýnt áhuga á því að komast heim um þetta leyti. Fleiri konur en karlar leystar Leysingjahópurinn taldi 28 konur og 8 karl- menn, og sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna konurnar sem leystar voru hafi verið svo miklu fleiri en karlarnir. Var það einhvers konar „riddaramennska“ af hálfu sendimanns Danakonungs að leysa frekar konur en karla? Voru karlarnir taldir eiga meiri möguleika á því að losna upp á eigin spýtur síðar? Fjórir lögðu sjálfir fram umtsalsverðan hluta lausn- argjaldsins, þar af einn mjög háa upphæð. Aðeins jorjár konur áttu andvirði nokkurra ríkisdala í handraðanum. Guðríður var ein þeirra, hún lagði fram 20 rd. upp í lausnar- gjald sem nam alls 262 rd. með hafnartolli. Gátu fangarnir sjálfir hafl eitthvað um út- lausn sína að segja? Var spurt um vilja þeirra? Voru þá fleiri konur en karlar sem vildu l'ara heim? Var tryggð þeirra meiri við ættlandið eða töldu konur á 17. öld kristnina sér hlið- hollari en islam? Þannig má lengi spyrja. Heimsmenningarminjar Eg fékk ekki óyggjandi svör við öllum spurn- ingum mínum þann stutta tíma sem ég dvaldi í borginni, enda átti ég sannarlega ekki von á því. Eg sannfærðist hins vegar um að til þess að fá fyllri mynd en viö höfum al' því mikla sögudrama og stóra harmleik sent Trykjarán- ið var er nauðsynlegt að skoða vettvang. Sá vellvangur er enn fyrir hendi að miklu leyti. Gamla borgin er heillegri en ég átli von á, Alsír er öðru vísi borg. Og það sem kom mér mest á óvart var að hún skyldi vera 46
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.