Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 55

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 55
Snorri og bræður hans færir þeim sem nýtur þess. í vestrænu samfé- lagi nútímans sýnist það mikilvægara en ann- ars konar auður. Svo var ekki á dögum þjóð- veldisins, a.m.k. ekki meðal höfðingja. Fyrir þeim voru jarðir og lausafé fyrst og l’remst eft- irsóknarverð sem nauðsynlegt tæki til að öðl- ast virðingu og viðhalda þjóðfélagsstööu sinni, t.d. með gjöfum til stuðningsmanna.22 Þetta er í góðu samræmi við viðhorf höfðingja lil viðskipta á 12. og 13. öld, eins og Helgi Þorláksson hefur sýnt l'ram á í doktorsritgerð sinni.23 Höfðingjar virðast hafa lilið niður á kaupmennsku sem var aðeins stunduð í gróðaskyni, en haft velþóknun á henni ef kaupmaðurinn fór eftir hefðum samfélagsins, t.d. um gagnkvæm gjafaskipli við höfðingja. Helgi telur upp fjölmörg dæmi úr Islendinga- sögum og samtíðarsögum þar sem þessi við- horf til kaupmanna koma fram. Enn fremur færir Helgi rök fyrir því að höfðingjar á 12. öld liafi lagt löluvert stund á kaupskap, en að dregið hafi verulega úr því eftir 1200.24 Þetla gæli bent lil þess að annars konar táknrænt auðmagn sé orðið þeinr mikilvægara en l'yrr. En hvaða láknræna auðmagn þurfti til að geta talist til höfðingja? Ekki virðist hafa verið hægt að verða höfð- ingi án þess að hafa goðorð, vegna þess að þeim fylgdu mannaforráð sem samfélagið viðurkenndi. I flestum tilfellum gengu goðorð að erfðum, en einnig mátti gefa þau, auk þess sem hægt var að kaupa þau og selja.25 Þrátt fyrir þetta benda dæmin til þess að takmörk hafi verið fyrir því hverjir gátu orðið goðar og virðist ætterni hafa ráðið þar mestu um. Þótt lögin virðist ekki liafa sett neinar skorður við því hverjir gætu keypt goðorð, er freistandi aö ætla að þingmenn hal'i fremur verið reiðubún- ir til að sameinast um nýjan goða af goðaætt- um heldur en almúgamann jafnvel þótt hann hefði nægan auð til að kaupa sér goðorð. Það er til dæntis líklegt að Snorri hafi notið þess að móðir hans var af borgfirskum goðaættum þegar hann komst yfir goðorð á því svæði. Al- mennt hlýtur það að hafa verið mönnum sem söfnuðu goðorðum í hag að vera goðasynir og afkomendur goða þegar þeir treystu stööu sína gagnvart nýjum þingmönnum. Mikilvægi þeirra mannaforráða sem fylgdu goðorðum má sjá af því að Sturlusynir eign- uðust allir fleiri en eitt goðorð. í þessu sam- bandi er ekki síður fróðlegt að gaumgæfa deilurnar sem risu milli Sighvats og bræðra hans urn erfðagoðorð þeirra. Þegar Sturla Sighvatsson gekk að eiga Sólveigu Sæmund- ardótlur af ætt Oddaverja fékk Sighvatur honum Snorrungagoðorð, goðorð Hvamm- Sturlu, „til kvonarmundar".26 Skömmu síðar bundust Snorri og Þórður samtökum um ná goðorðinu al' þeim feðgum og tókst það eftir nokkurt stapp.27 Talið hel'ur verið að það sem vakti fyrir Þórði og Snorra hal'i verið að koma í veg l'yrir að Slurla næði ol' sterkum ítökum á svæði sem var nálægt ríkjum þeirra.28 Það er ekki ólíkleg skýring, en þá má spyrja hvers vegna þeir hafi ekkerl aðhal'st meðan Sighvatur bróðir þeirra fór einn með goðorðið. Hvað hafði breyst? I l'yrsta lagi virðist samkeppni milli Snorra og Sighvats um áhrif á Vestfjörðum hal'a ver- ið í uppsiglingu um nokkurl skeið, eða þannig má skýra hvers vegna þeir lögðu sig báðir fram við að verða sér úti um vinátlu Þorvalds Vatnsfirðings á árunum 1223-24.29 Þegar Snorri var búinn að tryggja sér stuðning hans með því að gifta honum dóttur sína Þórdísi, gat uppgangur Slurlu í Dölunum talist ógnun við samband Snorra og Þorvalds, þar sem þjóðleiðir liggja þar um milli Borgarfjarðar og Vestfjarða, einkum til þeirra svæða sem Valnsfirðingar réðu.30 í öðru lagi er það sennilegt að Snorri og Þórður hel’ðu getað unnt bróður sínum að fara einn með sarneig- inlegt goðorð þeirra en að annað hljóð hafi komið í strokkinn þegar hann ráðstafaði þess- ari eign til sonar síns án samráðs við þá. í þriðja lagi hefjast deilur þeirra um Snorr- ungagoð í beinu framhaldi af því að Sturla kvænist Sólveigu Sæmundardóttur. Hún er ekki aðeins af einni voldugustu ætt landsins og erfingi mikils góss, heldur býr hún yfir vissri tegund ættgöfgi sem Sturlungar hai'a ekki lil að bera. Þóra, langamma hennar, móðir Jóns Loftssonar, var laundóttir Magn- úsar berfætts Noregskonungs. Því rennur konunglegt blóð í æðum Sólveigar. An þess að lítið sé gert úr fyrri ástæðunum tveimur, er freistandi að slá því l'ram að sú þriðja hafi ekki skipt minna máli en hinar, m.ö.o. að konunglegar ætlir Sólveigar hafi Mynd 4. Stytta Christophers Borch (1817-96) af Snorra Sturlusyni sem varðveitt er í Nasjonalgalleriet í Osló. Höfðingjar virðast hafa litið niður á kaupmennsku sem var aðeins stunduð ígróða- skyni, en haft velþóknun á henni efkaup- maðurinn fór eftir hefðum samfélagsins, t.d. um gagn- kvæm gjafaskipti við höfðingja 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.