Ný saga - 01.01.2000, Page 58

Ný saga - 01.01.2000, Page 58
Torfi H. Tulinius Það nægði ekki að vera goði og hafa ríflegt fé milli handa til að vera höfðingi. Það varð að rísa undir þeirri nafnbót að bækur og bókmenning hafi haft nokkra fé- lagslega þýðingu. Freistandi er að líta svo á að bókleg iðja af því tagi sem Snorri slundaði hafi verið talin til verðmæta og hluti af því fé- lagslega auðmagni sem keppt var um í samfé- lagi Sturlungaaldar. I víðara skilningi virðist mcnningariðja og menningarleg færni ýmiss konar hafa skipt verulegu máli fyrir höfðingja og verður nú reynt að draga upp lauslega mynd af því menningarauðmagni sem gat komið sér vel fyrir þá. Það nægði ekki að vera goði og hal'a ríflegt fé milli handa til að vera höfðingi. Það varð að rísa undir þeirri nafnbót. Þá var ekki held- ur nóg að hafa meðfædda hæfileika heldur þurfti að búa yfir ýmiss konar færni, eins og kemur fram í heimildum þegar sagt er um unga menn að þeir séu „líklegir til höfðingja“ eða „til þess færir að hafa mannaforráð'1.47 Færnin sem höfðingjanum var nauðsynleg til að tryggja sér traust og fylgi þingmanna sinna var í víðum skilningi menningarleg. Fföfðingi varð að geta kvatt upp herflokk og stýrt honum lil sigurs. Til hins l'yrra þurfti sambland af ákveðni og lagni, sem menn urðu að læra að beita rétt, því vafalausl hefur ekki alltaf verið auðvelt að fá þingmenn til að fara frá búum sínum til að taka þátt í herförum, þó þeim bæri skylda til þess. Til hins síðara þurfti hernaðartækni og leikur lítill vafi á því að höfðingjasynir hafi verið látnir nema hana í uppvexti. Heimildirnar gefa í skyn að fylgst sé með því hversu mikið menn hafa þessa tækni á valdi sínu og er það vísbending um að hún hafi verið færni sem mönnum var talin til tekna.48 Af öðru tagi var lagaþekkingin og kunn- átta til þess að beila henni. Hún var e.t.v. enn mikilvægari fyrir höfðingja en hermennskan, því deilur sem þeir áttu í voru oftar útkljáðar með lögum en vopnum. Hér benda heimild- irnar einnig til þess að höfðingjasynir hal'i verið látnir nema lög á unga aldri.49 Laga- kunnátta hefur ekki aðeins haft hagnýtl gildi, heldur einnig fært þeim sem hana höfðu nokkra virðingu, þ.e. táknrænt auðmagn. Æðsla virðingarstaða sem slík þekking gat fært manni var lögsögumannsembætlið en ýmislegt bendir til þess að það hafi þótt eftir- sóknarverðara en áður þegar komið var fram á 13. öld, því allan fyrri helming aldarinnar skiptast voldugustu ættirnar, Haukdælir og Sturlungar, á um að hafa lögsögn.50 Snorri var lögsögumaður um margra ára skeið, en líklegt má þykja að lögsögnin hafi verið el'tir- sótt vegna þess að henni fylgdu völd, völd sem eru táknræn en byggja einnig á mennt- un.51 Lagaþekking er því dæmi um menning- arauðmagn sem gefur af sér táknrænt auð- magn.52 Mikilvægt var l'yrir höfðingja að hafa golt vald á töluðu máli og er þess oft getið þegar þeim er lýst.53 Að kunna að koma l'yrir sig orði gat einnig haft áhrif á það hvernig mönn- um reiddi af í samkeppninni um virðingu.54 Hér er vert að geta skáldskapar sérstaklega, en sú iðja Snorra er síður en svo sérstök fyrir mann úr hans þjóðfélagShópi, þar sem liæfi- leikar á þessu sviði virðast almennt hal'a ver- ið vel metnir hjá höl'ðingjum.55 Enn sem kom- ið er hefur ekki verið gerð tæmandi rannsókn á félagslegu hlutverki skáldskapar í íslensku samfélagi á 13. öld.56 Hvað viðkemur höfð- ingjunum, virðist þó næsla víst að það hafi verið bæði mikið og margbreytilegt. Þegar stórviðburðir eiga sér stað er t.d. algengt að vísur fari milli höfðingja. Snorri lætur bera Þórði kakala Sighvatssyni vísu eftir fall föður hans og bræðra á Örlygsstöðum, en úr henni má lesa hvatningu um að Slurlungar snúi bökum saman í mótlætinu.57 Eftir Sauðafells- för má segja að vísurnar fljúgi milli höfð- ingjasetranna og koma þar fram ýmsar skoð- anir á atburðinum. Hæðst er að Þorvaldsson- um l'yrir að vega gamla konu, Þorbjörgu Ysju. í öðrum vísum er Snorri sakaður um að lial'a verið með þeint í ráðum um aðförina og er átalinn l'yrir að hafa haft svo voveiflegan at- burð í flimtingum.58 Einnig gat höfðingi sagt hug sinn með öðrum og beittara hætti en í venjulegu tali með tvíræðri vísu þar sem vísað er til heiðinnar goðal'ræði. Dæmi um þetta er vísa Sturlu Þórðarsonar þar sem Gissuri Þor- valdssyni er líkt við Óðinn.59 Svo virðist sem íslenskir höfðingjar á fyrri hluta 13. aldar hal'i l'arið að fyrirmynd erlendra fyrirmanna og laðað til sín skáld sem ortu um þá, og mun þetta hafa verið leið fyrir liöfð- ingja lil að auka eigin orðstír.60 Þó er mikil- vægara að skáldskapur af þessu tagi virðist
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.