Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 72
Guðmundur J. Guðmundsson
Mynd 4.
Niels P. Sigurðsson
sendiherra fór víða
til að kynna málstað
Islands.
Mynd 5.
Haraldur Kröyer
sendiherra kynnti
máiið innan örygg-
isráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Afstaða Jakobs Maliks fastafulltrúa Sovét-
stjórnarinnar er athyglisverð. Hann taldi að
deilan í heild væri ekki á verksviði Öryggis-
ráðsins og heyrði í raun undir Alþjóðadóm-
stólinn en lofaði hins vegar að leggja málið
fyrir sovéska utanríkisráðneytið.17 Hálfum
mánuðu síðar kom svo svar frá Sovétmönn-
urn á þá leið að valdbeiting Breta væri ógnun
við frið og öryggi og Sovétmenn mundu ekki
leggjast gegn því að kæra íslendinga yrði tek-
in upp á vettvangi ráðsins. Hins vegar ítrek-
aði Sovélstjórnin þá skoðun sína að fiskveiði-
og landhelgismál ættu heima á hafréttarráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna.18
Sendiherrar Norðurlanda í New York fund-
uðu í lok maí um þá ákvörðun Islendinga að
vísa málinu til Öryggisráðsins. Norski sendi-
herrann laldi þetta óráð því ýmsar þjóðir svo
sem Frakkar og Bandaríkjamenn myndu þá
neyðast til að fylkja sér um Breta þótt þeim
væri það þvert um geð.19
Islenskir sendimenn l'óru víða þetta sumar
og ráku áróður fyrir málstað íslendinga. Niels
P. Sigurðsson fór til Portúgal og ræddi þar við
þá dr. Vag Pinto viðskiptamálaráðherra og
dr. Rui Patricio utanríkisráðherra og gerði
þeim grein fyrir stöðu mála. Hann lagði á-
herslu á að margir stuðningsmenn NATO á
íslandi væru farnir að veikjast í trúnni á gildi
bandalagsins þegar eitt ríkja þess réðist á
annað með vopnavaldi. Portúgalskir ráða-
menn höfðu af þessu nokkrar áhyggjur en þó
meiri af afstöðu Norðurlanda til málefna
nýlendna Portúgala í Afríku. Patricio utanrík-
isráðherra hafði um hana hörð orð og vildi fá
íslendinga til að sitja hjá við atkvæðagreiðslu
urn málið hjá Sameinuðu þjóðunum.20
Skömmu áður hafði Niels verið í Hollandi
og rætt þar við utanríkisráðherrann, Van Der
Stoel, og embættismenn. Niels sagði að fram-
ferði Breta: „gæti haft áhrif á skoðanir Islend-
inga um hvort ekki væri rélt að endurskoða
afstöðu þeirra til NATO og varnarsamnings-
ins við Bandaríkin.“ Hann bætti því við að jafn-
vel stuðningsmenn veru íslands í NATO og
herstöðvarinnar á Miðnesheiði væru farnir
að velta þessu fyrir sér. Van Der Stoel sagði
fátt um málið en vonaði að deilan leystist
skjótt.21
Samhliða var reynt að hafa áhrif gegnum
einkasambönd. Alþýðuflokksmenn reyndu m.a.
að hafa áhrif á félaga sína í breska Verka-
mannaflokknum og sendu formanni hans,
Harold Wilson, bréP2 og 30. maí 1973 sendi
Varðberg, samtök um vestræna samvinnu,
framkvæmdastjóra NATO skeyti þar sem
sagði að með aðgerðum sínum hefðu Bretar
eyðilagt margra ára starf samtakanna.23
Eins og í 12 mílna deilunni ráku íslensku
sendiráðin viðamikla kynningarstarfsemi víða
um lönd. Pau dreifðu kynningarritum um
málstað íslendinga, sendimenn ræddu við
málsmetandi fólk og reyndu að hafa áhrif á
það. Miklu varðaði að kynning málsins í Bret-
landi tækist vel og var Llewellyn Chanter
blaðamaður ráðinn til að kynna málstað Is-
lendinga.24 Þessi starfsemi var í svipuðum dúr
og verið hafði í 12 mílna deilunni. fslendingar
áttu sér líka hauka í horni í Bretlandi og með-
al þeirra sem lögðu málstað íslendinga lið var
Ted Willis lávarður ásamt tvennum samtök-
um, Friends of Iceland og British Movement
for the Defence of Icelandic Fishery Con-
servation25.
En nú barst íslenskum stjórnvöldum
óvæntur liðsauki. íslenskir námsmenn, eink-
um á Norðurlöndum, hófu mikla áróðursher-
ferð fyrir málstað íslendinga og gáfu út dreifi-
bréf og blöð sem fóru víða. Einnig beittu þeir
sér fyrir því að ýmsir hópar og félög sem þeir
áttu innhlaup hjá sendu íslendingum stuðn-
ingsyfirlýsingar. Þarna voru róttækir stúdent-
ar mjög áberandi, einkurn þeir sem tilheyrðu
samtökum yst á vinstri væng stjórnmálanna,
svo sem maóistar. Þeim var leikurinn auð-
veldari en öðrum því þeir voru vel skipulagð-
ir. í áróðri þeirra var barátta íslendinga fyrir
50 mílna fiskveiðilögsögu tengd baráttu þjóða
þriðja heimsins gegn heimsvaldastefnunni og
baráttu Víetnama gegn Bandaríkjunum.26
En það voru ekki bara róttæk samtök sem
lýstu yfir stuðningi við málstað íslendinga
því að í skjölum utanríkisráðuneytisins má
einnig finna stuðningsyfirlýsingar frá sam-
tökum ungra hægrimanna á Norðurlöndum og
Kristilega þjóðarflokknum í Noregi. En þar
er fleira að sjá. Um miðjan júní 1973 barst
utanríkisráðuneytinu bréf undirritað af Liam
Fitzkelly, rilara Provisonal and Official Alli-
ance, IRA, þar sem hann býður upp á viðræð-
70