Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 99

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 99
„Fyrir þér ber ég fána .. evrópskra verkalýðsfélaga. Ástæðan er að í sögu verkalýðshreyfingarinnar er gult tengl svikum. Sagan segir að franskir verkfalls- menn hafi brotið rúður í húsi þar sem verk- fallsbrjótar hittust. Hinir síðarnefndu settu þá gulan pappír fýrir gluggana. Síðan hel'ur gul- ur litur tengst félögum sem hafa verið stofnuð að undirlagi atvinnurekenda, stundum til þess að brjóta verkföll á bak aftur. Slík félög hafa gjarnan verið nefnd gul verkalýðsfélög. Oft er mynd fánans al'mörkuð með hring t.d. eikarlaufs eða lárviðarlaufs og ósjaldan er kransinn gerður af báðum laufgerðum. Eikar- lauf er tákn styrks en lárviðarlaul' tákn sigurs og heiðurs. Sjálfur hringurinn getur táknað samstöðu. Ef hringurinn er gerður úr hlekkj- um er nærliggjandi að skilja það sem svo að félagsmenn séu hlekkir og félagið keðjan. Engin mynd hefur verið eins vinsæl á evr- ópskum stéttarfélagsfánum eins og frelsis- gyðjan, gjarnan með rauða frýgíska húfu. Næst á eftir henni kemur sennilega rísandi sól, tákn hins nýja dags, nýrra og bjartari tíma. Vinnutœki og önnur tákn vinnunnar eru mjög notuð bæði sem aðalmyndeíni og auka myndefni á fánum verkalýðsfélaga. Þetta ein- kennir í sjálfu sér ekki fána verkalýðsfélaga frekar en önnur félög. En einstök slík tákn s.s. tannhjólið og hamarinn hafa fengið aðra þýð- ingu þegar verkalýðsfélög hafa notað þau. Tannhjólið er algengt tákn verksmiöjufólks og einnig fyrir lelög verkamanna í járniðnaði. Hjólið er hringur og hringurinn er tákn eilífð- ar. Tannhjólið getur einnig táknað hreyfingu og styrk samheldninnar. Hver tönn er líkt og hlekkur keðjunnar nauðsynleg til þess að hjólið komi að fullum notum. Sumar myndir eiga sér langa sögu og breytilegt táknmál. Býkúpan var t.d. algeng mynd á i'ánum fyrstu samtaka verkal'ólks í Evrópu, þeirra sem lutu forystu góðborgara sem vildu bæta hag lítilmagnans. Þá var bý- kúpan tákn iðni og dugnaðar. Þegar jafnaðar- menn yfirtóku slík félög voru sömu tákn oft notuð en túlkun þeirra varð önnur. Þá var býkúpan tákn um samtök og samvinnu. Annað mikið notað tákn er kyndillinn, tákn frelsis og menntunar. Lokaorð Þessi grein kallar vonandi á fleiri spurningar en svörin eru sem hún gefur. Ennþá hei'ur ekki verið gerð rannsókn á fánasögu ís- lenskrar verkalýðshreyfingar. Frelsisgyðjan, býkúpan og kyndillinn, þessar mjög svo al- gengu táknmyndir á fánum evróskra verka- lýðsfélaga lýsa með fjarveru sinni í rökkri íslenskrar sagnfræði. Hvers vegna, er ein spurning af mörgum sem íslenskir sagnfræð- ingar eiga vonandi eftir að glíma við. Tilvísanir 1 Pirjo Kaihovaara og Katri Kaunisto, „Arbetarrörelsens fankultur i Finland - en blandning av inhemska och ul- landska traditioner": Lill-Ann Jensen, „Norske fagfor- eninger - en egen fanetradisjon?“; Margareta Stáhl, „Lokal sarart. skandinavisk gemenskap och internation- ell identitet i den röda fanands budskap under arbetar- rörelsens genombrottstid i Sverige pá 1880-talet“. Rit- gerðir lagðar frarn á 10. ráðstefnu norrænna verkalýðs- sagnfræðinga í Ábo 3.-5. september 1999. 2 Henning Grelle, Under de r0de faner. En historie oni arbejderbevcegelsen (Kobenhavn. 1984). 3 Lill-Ann Jensen, „Norske fagforeninger - en egen fanetradisjon ?“ 4 Margareta Stáhl, „Lokal sarart". 5 í nefndina völdust; Árni Jónsson, Sighvatur Brynjólfson, Ármann Jóhannsson. Pétur G. Guðmundsson og Run- ólfur Þórðarson. - Skjalasafn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Gerðabók 11. júní 1911. 6 Skjalasafh Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Gerðabók 11. júní 1911. 7 Þjóðólfur 1. júlí 1911. 8 Fyrstu verkalýðsfélögunum á íslandi var gjarnan skipt í deildir líkt og Góðtemplarareglunni, en þangað var fyrirmyndin sótt. Hver deild. sem miðaðist við götur eða bæjarhverfi. kaus deildarstjóra sem átti að hafa eftirlit með sinni deild og sjá um að lög félagsins væru haldin. Hlutverk hans var auk þess að aðstoða við innheimtu félagsgjalda, áminna félagsmenn um að sækja fundi félagsins og hvetja þá til þess að standa santan. Þeir voru því trúnaðarmenn félagsins og tengiliðir á milli stjórnar og félagsmanna. 9 Sbr. Sven B. Ek, Með fanorna för folket (Göteborg, 1991). - Ernst Pfleging, Den röda fanan genom tiderna (Stockholm, 1950). - Henning Grelle. Under de röde faner. - John Gorman, Banner Briglit. An illustrated history of trade union banners (Essex, 1986). - Pirjo Kaihovaara, Juurella Lipun Punaisen (Helsinki. 1986). - Hans Hiibner. Aus der Gescihchte der roten Fahne (Berlin, 1962). - Un’altra Italia. Nelle bandiere dei Lavoratori (Torino, 1982). - Margareta Stáhl, Vár fana röd till fárgen. Fanor som mediiim för visuell kommunika- tion under arbetarrörelsens genombrottstid i Sverige frani till ISVO (Linköping, 1999). 10 Sömu heimildir. Tannhjólið er algengt tákn verksmiðju- fólks og einnig fyrir félög verkamanna í járniðnaði 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.