Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 8

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 8
Svanur Kristjánsson Mynd 3. ÓlafurThors formaður Sjálfstæð- isflokksins beitti sér gegn kjöri Sveins Björnssonar í embætti forseta. Samvinna Kveldúlfsmanna og sósíalista byggðist ekki eingöngu á sameiginlegum valdahagsmun- um. Þeir voru mjög samstiga í sjálfstæðismál- inu, vildu skiln- að við Dani og stofnun lýðveldis - ekkert múður og engar tafir sóknarflokks, hefði ríkisstjóri veitt honum 10- 12 daga frest í viðbót til stjórnarmyndunar.8 En samvinna Kveldúlfsmanna og sósíalista byggðist ekki eingöngu á sameiginlegum valdahagsmunum. Þeir voru mjög samstiga í sjálfstæðismálinu, vildu skilnað við Dani og stofnun lýðveldis - og ekkert múður og engar tafir. Þeir vildu einnig byggja upp hina þjóð- legu atvinnugrein, sjávarútveginn, eftir styrj- öldina og koma þannig í veg fyrir að atvinnu- leysi kreppuáranna héldi innreið í landið að nýju. Samstaðan náði einnig lil utanríkismála. Eftir styrjöldina átti hlutleysisstefnan að vera hornsteinn utanríkisstefnu íslands, eins og lýst var yfir þegar landið hlaut fullveldi árið 1918. Kveldúlfsmenn voru eindregnir stuðn- ingsmenn hlutleysis Islands.9 Andstæðingar Morgunblaðsmanna og sósíal- ista voru fremur sundraður hópur sem skorti límefni sameiginlegra valdahagsmuna og hug- sjóna. Kjördæmamálið og átök á vinnumark- aði höfðu skaðað samvinnu Framsóknar- flokks og Alþýðuflokks. Vísisliðið var nátengt kaupsýslumönnum, sem áttu í útistöðum við kaupfélögin og verkalýðsfélögin. Þessi öfl vissu hins vegar fullvel hvað þau vildu ekki: sam- stjórn Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks. Þau studdu rnjög eindregið Svein Björnsson sem forseta og þeirra stjórn var utanþingsstjórnin. I sameiningu unnu stuðningsmenn Sveins mikinn sigur í deilum um stjórnarskrá hins fyrirhugaða lýðveldis. í stað þess að forseti væri þingkjörinn og valdalítill var ákveðið að þjóð- in kysi forsetann og að hann hefði umtalsverð völd, ekki síst rétt til að skjóta málum til þjóð- arinnar ef upp kæmi ágreiningur milli hinna tveggja handhafa löggjafarvaldsins, Alþingis og forseta. Forsetinn skyldi vera valdamikill umboðsmaður þjóðarinnar, forseti fólksins.1" Utanríkisstefna og Bandaríkjaför Að loknu forsetakjöri var staða Sveins Björnssonar mjög óviss. Hann var handhafi æðsta valdsins og staða hans í stjórnskipun- inni var sterk. Sveinn naut einnig reynslu sinnar af íslenskum stjórnmálum og yfir- burðaþekkingar á alþjóðastjórnmálum. Hann var í senn íslenskur valdsmaður og heims- borgari. En Sveinn hafði einnig skapað sér mikla óvild valdamikilla manna í landinu, eins og hér hefur verið tæpl á. Stundum gerði Sveinn líka andstæðingum sínum þann greiða að seilast of Iangt og ofmeta áhrif sín og völd. Sveinn Björnsson var „lögskilnaðarmað- ur“. I því fólst að hann vildi ekki lýsa yfir lýð- veldisstofnun fyrr en hernámi Þjóðverja í Danmörku væri lokið og viðræður hefðu far- ið fram milli Islands og Danmerkur um sam- bandsslit. Afstaða Sveins hafði lítil sem engin áhrif á framgang mála. Árið 1945 skyldi þjóð- in velja forseta til fjögurra ára. Alls óvíst var að Sveinn ynni slíka kosningu ef andstæðing- ar hans næðu að sameinast um mótframboð. Sveinn hófst handa við að treysta sig í sessi. Forsetinn kom einungis fram við hátíðleg tækifæri og þau tækifæri reyndust ekki mörg. En Sveinn dó ekki ráðalaus og réðst í forseta- heimsóknir um land allt. Tekið var á móti for- setanum með kostum og kynjum, veislur voru haldnar, íslenskir fánar blöktu við hún og Sveinn átti sviðið, virðulegur og alþýðlegur. Hann var hátíðlegur þjóðhöfðingi lýðveldis- ins, en líka maður fólksins. Hugur og athafnir Sveins Björnssonar voru ekki eingöngu bundin við að festa forseta- embættið í vitund og lífi þjóðarinnar. Áhugi Sveins á samskiptum Islands við önnur lönd var Itinn sami og fyrr. Nú var hann ekki leng- ur sendiherra heldur forseti með góð sam- bönd við erlenda ráðamenn. Styrjöldinni var að ljúka. Forsetinn gaumgæfði stöðu Islands að loknu stríði. Myndi allt fara aftur í sama farið innanlands? Yrði aftur kreppa og at- vinnuleysi eins og verið hafði árum saman áður en Bretar hernámu landið 10. maí 1940? Mikilvægasta úrlausnarefnið fyrir Islend- inga voru saniskiptin við Bandaríkin eftir stríð. í landinu voru unt 45.000 bandarískir hermenn, jafnntargir og allir íbúar Reykjavík- ur.11 Árið 1941 óskuðu bandarísk stjórnvöld eftir beiðni frá íslendingum um hervernd Bandaríkjanna. íslenska ríkisstjórnin kallaði til ríkisstjórann, Svein Björnsson, sem „stjórnaði þeim fundum, sem haldnir voru til að ræða ntálið.“12 Ríkisstjórnin ákvað að neita að biðja um hervernd Bandaríkjanna, en samþykkti komu Bandaríkjahers með ýmsum skilyrðum. í heild sinni var hervernd- arsamningurinn víðtækur samningur um að koma á sérstöku og nánu sambandi milli Is- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.