Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 11
Forsetinn og utanríkisstefnan
5) „Við viljum blönduð hjónabönd. Ég er
með í huga þær þúsundir bandarískra hermanna,
sem kvænst hafa íslenskum konum og setjast
að á íslandi eftir stríð, ef þið samþykkið slíkt.
Það er allt í góðu Iagi; ég mótmæli því alls ekki.
Okkur líkar það vel og vonumst til að sum
barna þeirra muni síðan koma hingað og
verða hluti af bandarísku þjóðinni.“
6) Gagnkvæmur vilji til samninga skiptir
mestu í allri samningsgerð á milli landanna.
Þegar náðst hefur samkomulag, eins og nú er
verið að reyna, þarf öldungadeild Banda-
n'kjaþings að ljalla um það. Vonandi mun
deildin samþykkja heildarsamning um við-
skipti og vináttu landanna tveggja en ekki
bregða fæti fyrir samningana vegna óvildar í
garð Bandaríkjaforseta.
Forseti Islands þakkaði fyrir ræðu Roose-
velts og flutti svarræðu sem draga má saman
með eftirfarandi hætli:24
1) íslendingar eru mjög þakklátir Banda-
ríkjaforseta, þinginu og bandarísku þjóðinni
fyrir stuðninginn við Iýðveldisstofnun og
kosningu fyrsta forseta íslands.
2) Ekki skal tekin afstaða til þess hvort ís-
land tilheyrir Evrópu eða Vesturheimi.
3) Fyrir þremur árum óttuðust íslendingar inn-
rás Þjóðverja. Þess vegna báðu ríkisstjórn Is-
lands og Alþingi Bandaríkin um að taka að sér
hervemd Islands í þágu heimsálfunnar, Ameríku.
4) íslenska þjóðin og forystumenn hennar
bera fullt traust til bandarísku þjóðarinnar og
ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Báðar þjóðirnar
trúa á lýðræði og sammannleg gildi.
5) Framkoma bandarískra hermanna á ís-
landi hefur verið óaðfinnanleg. Þess vegna
berum við enn meiri virðingu en áður fyrir
Bandaríkjaniönnum.
6) Vonandi munu viðskipti milli landanna
aukast. íslendingar þurfa að flytja mikið inn
frá Bandaríkjunum, þar á meðal vélar og efni
til landbúnaðar. íslendingar verða hins vegar
að auka útflutning til Bandaríkjanna.
7) Margir gætu haft efasemdir um að stór-
veldi eins og Bandaríkin séu að senda her-
menn sína til að verja annað land, án þess að
vera urn það beðið. Á íslandi hefur þetta
gengið að óskum.
Um nóttina gistu Sveinn og Vilhjálmur í
Hvíta húsinu. Daginn eftir lluttu þeir sig yfir í
Blair House sem er á lóð Hvíta hússins og
einkum notað fyrir erlenda gesti forsetans.
Næstu tvo dagana dvaldi forseti Islands og
fylgdarlið í Washingtonborg. Á laugardags-
morgninum héldu Sveinn Björnsson og Vil-
hjálmur Þór blaðamannafund. Utanríkisráð-
herrann sagði meðal annars að íslenska ríkis-
stjórnin væri þess fullviss að Bandaríkin
myndu standa við herverndarsamninginn frá
1941 og kalla herliðið á íslandi heim um leið
og stríðinu lyki. Aðspurður sagðist forsetinn
ekki hafa sett fram slíka kröfu í viðræðum
sínum við forseta Bandaríkjanna.25
Sunnudaginn 27. ágúst fór forseti Islands
ásamt föruneyti til New York borgar. Þar
bjuggu íslendingarnir á einu fínasta hótelinu,
Waldorf-Astoria, í boði Bandaríkjastjórnar.
Mynd 8.
Sveinn Björnsson
kemur til fundar
við Roosevelt
Bandaríkjaforseta
í Hvíta húsinu.
Við hlið forsetans
stendur Anna
Boettiger dóttir
hans.
Mynd 9.
Kvöldverðarboð
sem Helgi R Briem
sendiherra hélt á
Waldorf-Astoria
hótelinu í New York
til heiðurs forseta
Islands.
9