Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 39

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 39
Átakaárið 1968 myndavélar - önnur bakvið bílrúður - sam- bland forvitni, fyrirlitningar og hræðslu. Haldið fast um jólapakkana, einsog þeir veiti öryggi. Ekki ég, les ég úr svipnum, alls ekki ég, ég læt ekki lemja mig svona. Hver lætur svosem lemja sig í höfuðið þannig að sauma þurfi á annan tug spora? Enginn fyrir utan, engin lögga, ekkert vesen, ekki einsog í fyrradag. Guð hvað ég er fegin! Ég þoli ekki að láta berja mig. Amrna mín hafði aldrei sagt mér að fólk gæti verið svona andstyggilegt! Hönd í hönd útí Austurstræti, í annarri röð, við hliðina á Degi Sigurðar. Dagur sagð- ist vera í svo stórum frakka að enginn þyrði í hann. Frakkinn var skuggalega herðabreiður. Mér fannst þetta rökrétt einsog nrargt annað sem skáldið sagði, hann var svo ótrúlega full- ur af fullyrðingum - eins og þessari: Frakkinn minn er svo herðabreiður að enginn þorir í mig! Vertu við hliðina á mér og ekkert illt mun henda! Fávísa ég! Inní Austurstræti, fyrir hornið á apótekinu - inní Austurstræti, við hornið á Lækjartorgi - blasti við - ekki ein, ekki tvær, heldur margar, margar raðir af löggum. Við gengum áfram, hópurinn allur á eftir - loftið var þungt og heitt þrátt fyrir kuldann - það var í rauninni skítkalt - ég skalf - framhjá Tröð - og allt í einu fékk ég þessa einkennilegu tilfinningu - ég var hrædd - alveg skít-, djöfull-, drullu- hrædd. Ég hafði aldrei á ævinni fyrr fundið fyrir þessari tilfinningu, ekki einusinni þegar ..., en það er önnur saga. Samt byrjaði þetta allt áður, ekki bara þessum tveimur dögum áður heldur miklu fyrr, eiginlega þegar ég lærði að gera greinar- mun á réttu og röngu, þá byrjaði þetta, í barn- æsku. Maður stendur ekki með þeim sem gera rangt - sanra hvað það kostar. Á Akureyri, í lok maí sá ég mynd frá Reykjavík - tjúguskeggur að mála á Natóher- skip: Island úr Nató! Lifi Che! Þetta er minn maður, þetta vil ég, hugsaði ég þá - og nú - vissi ekki þá, en nú, að þetta var félagi Venni. Það var ekki ónýtt að eiga Venna Linnet að í Tjarnargötu 20 sumarið 68. Að líta inn á leið úr vinnunni lyfti deginum: pólitík, djass; æði! Ekkert rosalega gefandi að vinna í Eimskip senr afleysingagjaldkeri sumarið 68. Þess vegna ekki slæmt að ganga í Fylkinguna! Og Solla Hauks las ljóð, þetta sumar - Maríu Farrar - á þann hátt sem einungis einu sinni verður lesið. Solla, þessi smávaxna kona sem hafði vaðið inná lögreglustöðina eftir herskipamálningu um vorið og fengið alla lausa; sagði bara: „Skammist ykkar!“ Svona eiga konur að vera, fannst mér þá og nú og ennþá, alltaf. Mynd 5. Sumarið 68 fór Æskulýðsfylkingin í ferðalag og lauk því með því að klippa í sundur gaddavírsgirðing- arnar umhverfis herstöðina í Hvalfirði. Á myndinni eru frá hægri: Steingrímur Steinþórsson sagn- fræðingur, Birna Þórðardóttir rit- stjóri, Guðmundur Hallvarðsson tón- listarkennari, Þröst- ur Haraldsson þlaða- maður, Magnús Sæmundsson myndlistarmaður, Páll Halldórsson eðlisfræðingur, Sólveig Ásgríms- dóttir sálfræðingur. Ekki hafa verið borin kennsl á manninn lengst til vinstri. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.