Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 15

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 15
Forsetinn og utanríkisstefnan var gerður nýr samningur, Keflavíkursamn- ingurinn. Bandarísk stjórnvöld fengu flugað- stöðu á Keflavíkurflugvelli sem bandarískt fyrirtæki, American Overseas Airways, sá urn í umboði bandaríska hermálaráðuneytisins.48 Vissulega var Keflavíkursamningurinn fjarri upphaflegum óskum Bandaríkjamanna um herstöðvar til 99 ára. Þannig gat Ólafur Thors með talsverðum rétti lýst yfir á Alþingi að slaðið hefði verið við öll ákvæði hervernd- arsamningsins frá 1941, þar á rneðal ákvæðið um brottför hersins að lokinni styrjöldinni. Jafnframt má þó ljóst vera að Keflavíkur- samningurinn hvíldi á sanra grunni og her- verndarsamningurinn frá 1941. Keflavíkur- samningurinn staðfesti fráhvarf frá hlutleysis- stefnu Islands og upptöku sérstaks og náins sambands við Bandaríkin.49 Þessi stefnu- breyting var í fullu samræmi við málflutning forsetanna tveggja í Hvíta húsinu þann 24. ágúst 1944. Keflavíkursamningurinn hafði einnig þau pólitísku áhrif innanlands sem Sveinn Björns- son vonaðist sennilega eftir. Sósíalistar rufu ríkisstjórnarsamstarfið og Ólafur Thors varð að hverfa úr forsætisráðherrastóli. Forseti ís- lands átti frumkvæðið að myndun samsteypu- stjórnar Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forystu formanns Al- þýðuflokksins, Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Forsetinn var reyndar reiðubúinn að sam- þykkja myndun minnihlulastjórnar Alþýðu- flokksins eins, sem þá var minnstur fjórflokk- anna.50 Sem fyrr voru Sveinn Björnsson og Stefán Jóhann Stefánsson sama sinnis. ísland átti eindregið að skipa sér í sveit með Vesturveld- unum, rækta átti hið sérstaka samband við Bandaríkin og „kommúnistar“ skyldu ekki sitja í ríkisstjórn á íslandi. Þessi grundvallar- atriði voru í heiðri höfð þar til árið 1956 þeg- ar Alþingi samþykkti ályktun um brottför bandaríska hersins úr landinu og mynduð var vinstri stjórn með þátttöku Alþýðubandalags- ins. Þá gætti ekki lengur áhrifa Sveins Björns- sonar en hann dó árið 1952. Sveinn Björnsson var þjóðhöfðingi Islands 1941-52. Þegar lilið er á þetta tímabil í heild sinni virðist sem enginn flokksforingi eða þingmaður hafi haft jafnmikil áhrif á mótun utanríkisstefnu landsins og Sveinn. Ríkis- stjórnir og ráðherrar kornu og fóru á þessurn árum , venjulega eftir stutta setu. A fimmta áratugnum sátu átta ríkisstjórnir. Finnn menn gegndu embætti forsætisráðherra og fjórir voru utanríkisráðherrar. Einstakar greinar stjórnarskrárinnar vísa til þess að meðferð framkvæmdavaldsins sé alfarið í höndum ráðherra. Þannig hefur for- seti Islands, að því er virðist við fyrstu sýn, engu sérstöku hlutverki að gegna í samskipt- um íslands við erlend ríki né í mótun utanrík- isstefnu landsins. Meginhugsunin að baki ís- lensku stjórnarskránni, sem tók gildi 17. júní 1944, var hins vegar sú að hinn þjóðkjörni for- seti væri uinboðsmaður þjóðarinnar og veitti lýðveldinu forystu.51 Enginn hefur orðað hin upphaflegu markmið þjóðarinnar og Alþingis með forsetaembættinu betur en Ólafur Thors í minningargrein um Svein Björnsson. Þar segir: Honum [forsetanum] er ætlað að vita allt á sviði stjórnmálanna, hafast ekki að, en vera stöðugt viðbúinn. Þegar svo örlagastundin rennur upp, þegar stjórnarkreppur ógna og yfir vofir glötun mikilla verðmæta, vegna þess að þjóðarskútan velkist um í ólgusjó stjórnmálanna, eins og stjórnlaust rekald, er þessum afskiptalitla manni ætlað að grípa um stjórnvölinn, taka málin í sínar hendur, firra þjóðina voða og korna þjóð- arskútunni heilli í höfn ... Það er afar þýð- ingarmikið að forseti íslands gerþekki völ- undarhús stjórnmálanna. Hann þarf að geta leikið á silt hljóðfæri eins og snilling- ur.52 Glundroðinn og óstöðugleiki flokkakerfisins á fyrsta áratug íslensks sjálfstæðis þegar taka þurfti afdrifaríkar ákvarðanir um stöðu ís- lands í umheiminum kölluðu beinlínis á styrka leiðsögn þjóðhöfðingjans. Þá forystu var fyrsti forseti íslenska lýðveldisins, Sveinn Björnsson, fús að veita, ekki síst á helsta áhuga- og starfssviði hans áratugum sarnan, utanríkismálum Islands. Mynd 14. Stefán Jóhann Stefánsson félags- málaráðherra fór jafnframt með utan- ríkismál í þjóð- stjórninni. Hann var sama sinnis og Sveinn Björnsson í utanríkismálum. Sem fyrr voru Sveirm Björns- son og Stefán Jóhann Stefánsson sama sinnis. ísland átti ein- dregiö að skipa sér í sveit með Vesturveldun- um, rækta átti hið sérstaka samband við Bandaríkin og „kommúnistar“ skyldu ekki sitja í ríkisstjórn á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.