Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 14
Svanur Kristjánsson
Mynd 13.
Louis G. Dreyfus Jr.
var sérstakur sendi-
maður Roosevelts
Bandaríkjaforseta
við hátíðahöldin á
Islandi 17. júní.
Bandarísk stjórn-
völd töldu að
Sveinn Björnsson
hefði mótað þá
skilmála sem
íslenska ríkis-
stjórnin setti
fyrir herverndar-
samningnum
og Bandaríkin
samþykktu
Þessar ályktanir er vert að rökstyðja nánar
hér í lokin.
Þegar Sveinn Björnsson var kvaddur til
starfa á íslandi vorið 1940 ferðaðist hann um
langan veg; fyrst frá Danmörku til Ítalíu, síð-
an með skipi til Bandaríkjanna og loks með
millilandaskipinu Dettifossi til íslands. Tók
sú ferð tíu daga. Samskipa Sveini frá Bandaríkj-
unum var nýskipaður aðalræðismaður Banda-
ríkjanna á íslandi, Bertel E. Kuniholm að nafni.
Hann var fyrsti sendimaður Bandaríkja-
stjórnar á íslandi. Að sögn Sveins áttu þeir
Kuniholm ítarlegar samræður í ferðinni.36
Yfirmaður Sveins Björnssonar sem ráðu-
nautar ríkisstjórnarinnar var Stefán Jóhann
Stefánsson félagsmálaráðherra, sem jafn-
framt fór með utanríkismál. Snemma í júlí
1940 afhenti Sveinn Stefáni Jóhanni „sem
algert trúnaðarmál skriflegar skýrslur urn
viðtöl sem hann hefði þá nýverið átt við
Kuniholm, ræðismann Bandaríkjanna hér, og
Howard Smith, sendiherra Breta, hvorn um
sig.“37
I desember sama ár átti Kuniholm samtal
við Stefán Jóhann og hafði þá í farteskinu
mótaðar hugmyndir um sérstakt samstarf ís-
lands og Bandaríkjanna. „Af samtalinu öllu
kom í ljós mikill áhugi á því að ísland bæði
um vernd Bandaríkjanna - beinlínis eins og
verið væri að „agitera“ fyrir beiðni Islands
um vernd.“38 Einnig er eftirtektarvert að
Kuniholm tengdi saman hugsanlega hervernd
Bandaríkjanna og efnahagslegt samstarf
landanna: „í sambandi við beiðni um vernd
Bandaríkjanna þyrfti að semja um ver/Jun og
viðskipti - áleit að ísland myndi geta fengið
mjög hagstæða samninga þar.“39
Svo virðist sem í samtölum sínum hafi
Sveinn Björnsson og Kuniholm komist að
sömu niðurstöðu. Þeir töldu að hagsmunir
Bandaríkjanna og íslands færu saman í öllum
grundvallaratriðum. Hin sameiginlega sýn
varð grundvöllur að herverndarsamningi
landanna árið 1941. Sveinn Björnsson var þá
orðinn ríkisstjóri. „Hann [Sveinn] er þó með í
öllum ráðagerðum“ um samninginn, að sögn
Stefáns Jóhanns Stefánssonar.41’
Bandarísk stjórnvöld töldu að Sveinn
Björnsson hefði mótað þá skilmála sem ís-
lenska ríkisstjórnin setti fyrir herverndar-
samningnum og Bandaríkin samþykktu.41
Roosevelt Bandaríkjaforseti vildi hins vegar
hafa vaðið fyrir neðan sig og ekki skuldbinda
Bandaríkjastjórn skilyrðislaust til að kalla her-
inn heim að styrjöldinni lokinni heldur þegar
„núverandi hættuástandi“ í heiminum lyki.42
Bandaríkjaforseti vildi augljóslega einnig eiga
kost á nýjum samningum við Islendinga sem
hann vonaði að tryggði Bandaríkjastjórn
bækistöðvar á íslandi eftir stríð.
I för Sveins Björnssonar til Bandaríkjanna
1944 kom í Ijós, að forseti íslands var sam-
mála viðhorfum Bandaríkjastjórnar um að
viðhalda sérstöku sambandi landanna eftir
stríð. Ennfremur styrktust enn böndin rnilli
Sveins og bandarískra stjórnvalda. Eftir
myndun nýsköpunarstjórnarinnar haustið
1944 sameinuðust forseti Islands og banda-
rísk stjórnvöld í andstöðu við stjórnarþátt-
töku „kommúnista“, vildu koma stjórninni
frá völdum og mynda nýja ríkisstjórn sem
hefði náið samstarf við Bandaríkin.43 Þannig
sagði forseti íslands við sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi sumarið 1945: „„Við höfurn
aldrei beðið ykkur um að fara, er það nokk-
uð?“ Bætti Sveinn því við að íslendingar
vildu að Bretar og Bandaríkjamenn tryggðu
öryggi landsins, en ekki Sovétmenn.“44
Sveinn var ljóslega ekki neikvæður gagnvart
beiðni um bandarískar herstöðvar og vildi
nýja ríkisstjórn til valda í landinu.45
Haustið 1945 barst beiðni frá Bandaríkja-
stjórn um þrjár herstöðvar, í Keflavík, Foss-
vogi og Hvalfirði, til afnota í 99 ár. Ólafur
Thors, forsætisráðherra, ráðfærði sig við for-
setann um hvernig best væri að bregðast við.46
Vorið 1946 virðist síðan Ólafur fallast á skiln-
ing Bandaríkjastjórnar á herverndarsamn-
ingnum frá 1941. Styrjöldinni sé ekki form-
lega lokið né hafi „hættuástandi" í heiminum
verið aflétt. í apríl 1946 sagði Ólafur Thors
við bandaríska sendiherrann að „hann krefj-
ist ekki brottfarar bandaríska hersins að svo
stöddu.“47
Haustið 1946 náðu íslensk og bandarísk
stjórnvöld Ioks samkomulagi um aðstöðu fyr-
ir bandaríska herinn á Islandi eftir að styrj-
öldinni er lokið. Herverndarsamningurinn frá
1941 var felldur úr gildi og bandaríski herinn
hvarf úr landi. í stað herverndarsamningsins
12