Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 32

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 32
Björgvin Sigurðsson Ein af ástæðum þess að menn hafa farið hægt í sakirnar við rafræna útgáfu á sagnfræði- legu efni er ókunnugleiki og óöryggi fræði- manna við að meðhöndla heimildir af þessu tagi Kjarni málsins er að með nýrri tækni og aukinni útbreiðslu rafbóka og hugbúnaðar til að lesa þær er kominn raunhæfur valkostur við útgáfu prentaðra bóka. Höfundarréttur er tryggður og bækurnar þurfa ISBN-númer rétt eins og aðrar bækur. Það eina sem óvissu veldur er varðveisla rafbóka. Mikil umræða fer nú fram um varðveislu á rafrænu efni og hafa t.d. Danir ákveðið að taka upp skyldu- skil á rafbókum jafnt sem prentuðum bókum. Þess verður örugglega ekki langt að bíða að hið sama gerist á íslandi. Þessi valkostur býð- ur upp á ýmsa möguleika sem prentmiðlar hafa ekki. Leitarhæfni tölvanna er hægt að nýta og möguleikar í framsetningu og úr- vinnslu efnis eru nánast óþrjótandi. Vefgáttir Vefgáttir eða vefsetur þar sem sagnfræði er miðlað með hinum nýja miðli eru fjölmargar. Hin þekktasta er án efa H-Net. Vefurinn er vistaður á léni Michigan State University og þar er að finna fjölbreytilegar upplýsingar og fróðleik, ekki bara um sagnfræði heldur um hug- og félagsvísindi almennt. Á H-Net er langur listi af umræðuhópum sem fjalla um aðskiljanlegustu svið sagnfræði og hugvís- inda, allt frá afrískri menningu og safnfræði til söguheimspeki og Norðurlandasögu. Bóka- og hugbúnaðargagnrýni er þar birt reglulega ásamt upplýsingum um sagnfræðiráðstefnur. H-Net er sannkallaður mótsstaður sagnfræð- inga á Netinu. Vefurinn gerir einnig sérlega vel við kennara en á honum er mikið efni sér- staklega fyrir þá. Fleiri gáttir af þessu tagi hafa litið dagsins ljós, til að mynda EH.net sem er tileinkuð hagsögu. Institute of Historical Research í Bretlandi hefur hannað öfluga gátt þar sem hægt að leita að síðum um sagnfræði og kanna margvíslegt annað efni. Ekkert meiriháttar vefsetur um sögu er til á íslensku en þó má benda á Söguvef Nýja bókafélagsins á strik.is sem var settur upp samhliða útgáfu á kennslubókum í sögu fyrir framhaldsskóla. Vefurinn er hugsaður sem viðbót við bækurnar og tekur því mið af þörf- um nemenda og kennara. Hægt er að reyna sig í staðreyndunum með því að taka próf, og ýmis ítarefni eru á vefnum. Enn fremur eru þar gagnlegir listar, t.d. yfir konunga íslands, korta- og bókasafn. Einnig má benda á ís- landssöguvef Ríkisútvarpsins. Þar er að finna umfjöllun um nokkur valin efni íslandssög- unnar, m.a. lýðveldisstofnun, Vesturferðir og hernámið. Vefurinn var unninn í samvinnu RÚV, Kvikmyndasafns Islands og Ljós- myndasafns Reykjavíkur. Hann stendur ágæt- lega fyrir sínu þótt hann hafi ekki verið upp- færður lengi. Fjölmargar síður með tenglasöfnum hafa sprottið upp. Þar má nefna History Index og History Resources en fleslar stóru leitarvél- arnar hafa einnig söguflokk þar sem þúsund- ir vefsíðna eru skráðar. Vefsetur eru skemmtileg tilraun til að nýta möguleika Netsins til að dreifa efni og nálgast áhugamenn um sögu. En eins og kunnugt er þá er fjármögnun erfið og tekjurnar af skorn- um skammti. Nýlega var opnað vefrit uni hugvísindi sem nefnist Kistan. Þar er ætlunin að halda úti öflugum netmiðli sem verður spennandi að fylgjast með í framtíðinni. Heimildagildi og áreiðanleiki rafrænna útgáfna Heimildarýni er helsta einkenni sagnfræði- legrar aðferðar og sagnfræðingum ber skylda til að kanna og sannprófa áreiðanleika heirn- ilda sinna Ein af ástæðum þess að menn hafa farið hægt í sakirnar við rafræna útgáfu á sagnfræðilegu efni er ókunnugleiki og óör- yggi fræðimanna við að meðhöndla heimildir af þessu tagi. í sjálfu sér ætlu rafrænar heim- ildir ekki að lúta neinum öðrum lögmálum en hinar prentuðu. Rannsóknaraðferðir sagn- fræðinnar hafa verið mótaðar á síðustu 200 árum og engin ástæða er til að varpa þeirri reynslu og þekkingarkerfi fyrir róða. Bandaríska veftímaritið Journal of the Association for History and Computing hefur gert eins konar staðal til að meta gæði vef- síðna um sögu. í honuni kemur fram að á fyr- irmyndarvefsíðum þarf að hafa upplýsingar um hvernig efninu var safnað og ritstýrt. Að minnsta kosti einn höfundur þarf að vera til- greindur og upplýsingar um tilgang og mark- mið síðunnar. Að síðustu telja forsvarsmenn veftímaritsins að fyrirmyndarsíður þurfi að vera vel hannaðar. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.