Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 57

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 57
Hvfldar er þörf ar breytingar á ákvæðunum um hámarks- vinnutíma ökumanna. Enginn ágreiningur var um málið við lokaafgreiðslu og var það samþykkt með 17 samhljóða atkvæðum í efri deild og 21 samhljóða atkvæði í neðri deild.70 Með lögum nr. 46 frá 1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum var lágmarkshvíldin aukin í 10 stundir samfellt á sólarhring. Lögin voru afrakstur kjarasamn- inga aðila almenna vinnumarkaðarins 1977 og yfirlýsingar sem ríkisstjórnin gaf í tengsl- um við samningana í júní það ár. Lítil umræða varð um hvíldartímamálið og enginn þing- maður lýsti beinlínis yfir andstöðu við ákvæð- ið um lágmarkshvíldina. Frumvarpið var sam- þykkt á Alþingi með 40 atkvæðum gegn l.71 Með samningum sem aðilar vinnumarkað- arins gerðu í framhaldi af samþykkt vinnu- verndarlaganna 1980 var þó dregið nokkuð úr gildi hvíldartímareglu laganna, þar sem samið var um nánari útfærslu á fráviksheimildum sem var að finna í lögunum og greiðslutilhög- un, sem virkað gal hvetjandi fyrir þá sem voru tilbúnir að fara á svig við lögin. Hér var að nokkru byggt á fyrri samningum um sama efni vegna fráviksheimilda í lögunum frá ár- inu 1951. Með kjarasamningum í lok árs 1996 og byrjun árs 1997 var svo komið að aðilum vinnumarkaðarins að semja um hvíldartíma- málin að nýju og nú með það að markmiði að innleiða helstu efnisreglur vinnutímatilskip- unar Evrópusambandsins nr. 93/104 um ákveðna þætti er varða skipulag vinnutíma. Helstu ákvæði tilskipunarinnar varða rétt starfsmanna til 11 klst. samfellds daglegs hvfldartíma, 24 klst. samfellda vikulega hvíld sem tengisl dagleguni hvíldartíma, hlé frá störfum og 48 klst. hámarks vinnutíma á viku að meðaltali. Þá er m.a. að finna reglur um sérstaka vernd fyrir vaktavinnufólk og nætur- vinnustarfsmenn.72 Samhliða samningunum var bent á að nauðsynlegt væri að lögbinda helstu reglur tilskipunarinnar til að stjórnvöld gætu uppfyllt skyldur sínar varðandi fram- kvæmd tilskipunarinnar og eftirlil með henni.73 Árið 1997 var vinnuverndarlögunum frá 1980 breytt. Breytingarnar voru af tvennum toga. Viðamiklar breylingar voru gerðar á X. kafla laganna um vinnu barna og unglinga til samræmis við tilskipun Evrópusambandsins nr. 94/33 um sama efni. Megininntak breyt- inganna var að vinna barna, 15 ára og yngri, var almennt bönnuð, en þó heimiluð ákveðin frávik. Þá var gert ráð fyrir sérstakri vernd fyrir unglinga að 18 ára aldri. Við sama tæki- færi var ákvæðinu um lágmarkshvíld breytt til samræmis við vinnutímatilskipun Evrópu- sambandsins og 11 stunda samfelld lágmarks- hvíld lögbundin. Á Alþingi 2000-2001 var svo lagt fram stjórnarfrumvarp um breytingar á vinnu- verndarlögunum. Megintilgangur frumvarps- ins er að lögfesta öll helstu efnisatriði vinnu- tímatilskipunar ESB, önnur en þau er varða 11 klst. lágmarkshvíldina. Þar ber hæst ákvæði tilskipunarinnar um að vinnuvika launafólks megi að jafnaði ekki vera lengri en 48 klst. að yfirvinnu meðtalinni. Ekki náðist að afgreiða frumvarpið á þessu þingi. ísland í dag - Er þá ekki allt í sóma? Löggjöf um vinnutíma og hvfldartíma launa- fólks á íslandi er í flestu sambærileg við það sem best gerist í Evrópu. Þá eru fjölmörg ákvæði í kjarasamningum sem treysta réttindi launafólks enn frekar. Nú er 40 stunda vinnu- vika lögbundin, launafólki er almennt tryggð 11 klst. samfelld hvíld á sólarhring og togara- sjómönnum 12 stunda hvíld á sólarhring. Er þá ekki allt í sómanum á íslenskum vinnu- markaði? Þrátt fyrir framangreindar reglur er vinnu- tími á íslandi sá lengsti á Evrópska efnahags- svæðinu, svo um munar. 1 nóvember 1999 var meðalvinnutími karla á íslenskum vinnu- markaði 50,7 stundir sem er svipað og verið hefur undanfarin ár. Þetta þýðir að nokkur fjöldi karla vann meira en þetta meðaltal gef- ur til kynna og einhver hluti talsvert lengur.74 Tölurnar segja okkur jafnframt að þrátt fyrir lög um 40 stunda vinnuviku vinnur þorri karla á Islandi lengri vinnutíma. Þróunin hér á landi er með öðrum hætti en víðast hvar annars staðar í Evrópu, þar sem vinnutími hefur um langt árabil verið að styttast.75 Það er álit þeirra sem gerst þekkja að veru- leg brögð séu að því að vikið sé frá reglum um Þrátt fyrir framangreindar regiur er vinnu- tími á íslandi sá lengsti á Evrópska efna- hagssvæðinu, svo um munar. í nóvember 1999 var meðal- vinnutími karla á íslenskum vinnumarkaði 50,7 stundir sem er svipað og verið hefur undanfarin ár 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.