Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 46

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 46
Halldór Grönvold Mynd 1. Jörundur Brynjólfsson var fyrsti þingmaður Atþýðufiokksins. Hann lagði fram frumvarp um hvíidartíma á botnvörpuskipum 1919. var Jörundur Brynjólfsson boð- inn fram af Alþýðuflokknum og kosinn fyrsti þingmaður Reyk- víkinga. Hér var kominn „al- þýðumaður“ sem gat flutt sjón- armið og kröfur háseta og ann- arra verkamanna inn á Alþingi og barist fyrir framgangi þeirra á þeim vettvangi. Tilraun til lagasetningar árið 1919 Á Alþingi 1919 lagði Jörundur Brynjólfsson fram frumvarp til laga um hvíldartíma háseta á ís- lenskum botnvörpuskipum. í 1. gr. frumvarpsins sagði: „Skylt skal eigendum eða útgerðarmönnum íslenskra botnvörpu- skipa að veita hásetum sínum minnst 8 klukkustunda hvíldartíma í sólarhring hverjum, hvort sem þeir eru á veiðum eða við annan starfa.“ í 2. gr. var kveðið á um að Hásetafélag- ið og Utgerðarmannafélagið í Reykjavík semdu nánar um vinnu- og hvíldartíma háseta í reglugerð sem Stjórnarráðið staðfesti. Næðist ekki samkomulag átti Stjórnarráðið að skera úr og áttu aðilar að hlíta úrskurðinum. í frumvarp- inu var síðan kveðið á um sektir vegna brota á lögunum og gildistöku 30. september 1919.16 í greinargerð með frumvarpinu kom fram að það væri flutt að ósk fjölmargra háseta á ís- lenskum botnvörpuskipum, þar sem undirrót- in væri langur vinnutími og skaðleg áhrif hans á heilsu manna. „Hraustustu menn á ljettasta skeiði endast varla meira en 5-8 ár; þá er mesti þróttur þeirra þrotinn, og hæpið að þeir sjeu óskemdir eftir 2-3 ára starfstíma. Hvaða vit er í slíkum vinnuháttum?“ í annan stað voru færð rök fyrir því að út- gerðin myndi hafa hag af styttingu vinnutíma háseta og reglulegri hvíld og því væri um sam- eiginlega hagsmuni háseta og útgerðarmanna að ræða. „Með meiri hvíld háseta en áður og reglulegri vinnu mundi útvegsmönnum á- skotnast jafnvel enn meiri arður en fyr, auk þess, sem það skapar hollari og vistlegri að- búnað fyrir hásetana.“ Að síðustu var sett fram það sjónarmið að rétt væri að útgerðarmenn og hásetar kæmu sér saman um hvernig vinnu- og hvíldartíma á skipunum yrði fyrir komið ef kostur væri, inn- an þess ramma sem lögin settu.17 Þegar efni frumvarpsins og greinargerð eru skoðuð standa þrjú efnisatriði uppúr. Nauð- syn ber til að setja reglur um 8 klukkustunda lágmarkshvíld háseta á botnvörpuskipum. Það er jafnframt krafa háseta. í öðru lagi er laga- setning um lágmarkshvíld réttlætt með því að hún sé ekki aðeins nauðsynleg til verndar há- setum, heldur sé hún einnig til þess fallin að skapa ennþá meiri arð fyrir útgerðarmenn. I þriðja lagi skal meginregluna um lág- markshvíld ákveða með löggjöf. Hins vegar skal gefa samtökum háseta og útgerðar- manna tækifæri til að semja um frekari út- færslu vinnu- og hvíldartímans og staðfesta með reglugerð. Takist það ekki ber stjórn- völdum að semja slíka reglugerð. Eftir snarpar umræður var frumvarpið fellt í atkvæðagreiðslu í neðri deild 25. ágúst, rúm- um mánuði eftir að það kom fram á þingi. Átta þingmenn greiddu frumvarpinu atkvæði en 17 voru á móti. Þótt frumvarp Jörundar Brynjólfssonar um lágmarkshvíld fyrir háseta hafi ekki náð fram að ganga er gagnlegt að skoða umræðuna um málið, á þingi og í fjölmiðlum. Hún varpar ágætu ljósi á ólíka samfélagssýn og pólitíska umræðu þess tíma og andstæð sjónarmið til efnis frumvarpsins. Umræðan er einnig nauð- synleg til skilnings á aðdraganda og efni vökulaganna sem samþykkt voru á Alþingi tveim árum síðar. Þörf fyrir hvfldartímareglur? í umræðum á Alþingi var ekki ágreiningur um að hásetar á botnvörpuskipum þyrftu oft að leggja á sig mikla vinnu og jafnvel ein- hverjar vökur. Hins vegar var þörfin á að setja sérstakar reglur um hvíldartíma háseta dregin í efa og sumir lýstu andstöðu sinni við slíkt. Sigurður Stefánsson frá Vigur, þingmaður Norður-ísafjarðarsýslu, var sá sem hafði sig mest í frammi af andstæðingum frumvarpsins á þingi. Hann sagði: Þess ber að gæta, að þótt hásetar á botn- vörpuskipum í einstaka tilfellum kunni að hafa meiri vöku en góðu hófi gegnir, þá hafa þeir tímunum saman miklu lengri hvíldartíma en almennt gerist við aðra 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.