Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 24
Við aldamót
henni í framkvæmd sem fyrst. Rétt eins og
Djúpmenn áttu sína úrtölumenn í upphafi
aldarinnar, þegar vélvæðing bátaflotans hófst,
skorti Reykvíkinga ekki úrtölumenn á þess-
um árum. Þeir staðhæfðu, að ekki væri til
neilt heitt vatn og yrði ekki til staðar í fyrir-
sjáanlegri framtíð. Hér fór þó eins og oftast
áður, að fullhugarnir unnu sigur. Auk vélvæð-
ingar fiskiskipaflotans hafa sennilega fáar
framkvæmdir fært þjóðinni meiri velsæld á
öldinni sem leið, heldur en hitaveitufram-
kvæmdirnar á sínum tíma. Það orkar vart tví-
mælis, að hitaveitan átti sinn stóra þátt í þeirri
miklu fólksfjölgun sem varð í Reykjavík á
næstu árum. Á tuttugu ára tímabili, frá 1940
til 1960, fjölgaði landsmönnum um 46 af
hundraði. Á þessu sama tímabili nálega tvö-
faldaðist íbúafjöldinn í Reykjavík. Reykvík-
ingar voru 38 þús. í árslok 1940, en tveim ára-
tugum síðar voru þeir orðnir 72 þúsund. Vafa-
lítið áttu bætt búsetuskilyrði, sem komu með
hitaveitunni, sinn stóra þátt í þessari fólks-
fjölgun.
Um miðja öldina hafði þjóðin að mestu
leyti sagt skilið við gamlan tíma. Hér höfðu á
þessu tímaskeiði orðið svo ótrúlegar framfar-
ir á nær öllum sviðum, að það er með ólíkind-
um. Á aðeins fimmtíu árum hafði þjóðin
sveiflast frá gamaldags búhokri inn í nýja öld.
Þetta gerðist, þrátt fyrir efnahagskreppu
fjórða áratugarins og margvíslega örðugleika,
sem þjóðin varð að glíma við á þessum árum.
Stórstígar framfarir á sviði tölvu- og fjar-
skiptatækni settu mestan svip á allt mannlíf í
landinu á seinustu tveim áratugum aldarinnar
og sköpuðu þjóðinni ný og áður óþekkt at-
vinnutækifæri. I byrjun nýrrar aldar getur ver-
ið gaman að velta fyrir sér, hvort sú breyting,
sem þessi nýja tækni hefir haft í för með sér, á
eftir að hafa hliðstæð áhrif og tilkoma vél-
araflsins og hagnýting jarðhitans hafði á fyrri
hluta aldarinnar.
Frumkvöðlastarf þeirra manna, sem beittu
sér fyrir þessum framkvæmdum, hafði ómet-
anlega þýðingu fyrir líf og starf landsmanna
allra og setli sinn svip á þá framþróun, sem
varð í þessu landi. Þeim ber því verðugur sess
í þjóðarsögunni. Þau dæmi, sem hér hafa ver-
ið nefnd af handahófi, eru aðeins lítil vísbend-
ing um, að það voru athafnaskáld þessa tíma
öðrum fremur, sem lögðu grunn að þeirri vel-
megun, sem þjóðin bjó við lengst af á liðinni
öld. í framhaldi af þessum hugleiðingum vakn-
ar sú spurning, hvort þeir menn, sem brutu ís-
inn í þessari atvinnubyltingu verðskuldi ekki
að vera taldir í hópi þeirra manna, sem settu
svip á öldina sem leið. Enginn nefndi þá hins
vegar til sögu, þegar umrædd fjölmiðlaum-
ræða fór fram í upphafi ársins. Gera ungir
Reykvíkingar sér ekki lengur grein fyrir því,
hvaða þýðingu hitaveitan hafði fyrir samfélag
þeirra á sínum tíma og hefur enn í dag?
Eg gat þess í upphafi þessa spjalls, að í árs-
byrjun hafi menn fyrst og frenist beint sjónum
sínum að stjórnmálamönnum, skáldum og
listamönnum, þegar þeir voru að leita að
manni aldarinnar. Enginn vafi er á því, að
fjölmiðlarnir hafa mikil áhrif á söguskoðun
almennings og móta nú orðið viðhorf al-
mennings til manna og málefna miklu meira
en áður var. Það sást bezt nú um áramótin.
Fleira kemur til. Það er skoðun mín, að at-
vinnusögunni hafi verið gerð lítil skil, þar til
nú á allra seinustu árum. Sagnfræðingar hafa
verið uppteknir af að tíunda afrek stjórn-
málamannanna, skálda og listamanna og ekki
hvað sízt kirkjunnar þjóna. Það er því vissu-
lega ánægjulegt, að Ný saga er farin að gera
þessum þætti sögunnar og samtímasögu betri
skil, en áður var gert. Það er vissulega spor í
rétta átt og það ber að þakka.
Tilvísanir
1 Tölfrœðihandbók. Hagskýrslur lslands II, 40 (Reykjavík,
1967), bls. 22,31.
2 Hagskinna. Sögulegar haglölur um ísland. Ritstjórar
Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon. Hagstofa
íslands (Reykjavík, 1997), bls. 310.
3 Hagskinna, bls. 311.
4 Þjóðviljinn, 46.^17. tbl. 1906.
5 Öldin okkar, minnisverð tiðindi 1931-1950 (Reykjavík,
1951).
6 Knud Zimsen, Úr bœ í borg. Nokkrar endurminningar
Knud Zimsens fyrrverandi borgarstjóra um þróun
Reykjavíkur (Reykjavík, 1952).
22