Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 53
Hvíldar er þörf
um frumvarpsins höfðu Jón Þorláksson, þing-
maður Reykvíkinga og kaupmaður, og Pétur
Ottesen, þingmaður Borgfirðinga og bóndi,
sig mest í frammi.
Af hálfu talsmanna frumvarpsins var hald-
ið fram öllum sörnu sjónarmiðum og áður.
Bent var á að þótt ástandið kynni eitthvað að
hafa batnað frá því sem verst var, tíðkaðist
enn þrældómur á íslenskum botnvörpungum
og óhóflegar vökur umfram það sem þekktist
hjá öðrum starfshópum og voru nefnd dæmi
því til sluðnings.44 Rökin fyrir lagasetningu,
frekar en að hagsmunaaðilar serndu um mál-
ið, voru þau að um grundvallarréttindi væri
að ræða sem löggjafanum bæri að tryggja.
Frumvarpið tryggði nægjanlegan sveigjan-
leika með tilliti til náttúrufars og annarra sér-
aðstæðna hér á landi og gengi með engum
hætti gegn hagsmunum atvinnugreinarinnar.
Andstæðingar frumvarpsins gerðu eins og
áður lítið úr þrældóminum á togurunum og
bentu á að tímarnir hefðu breyst, skipin væru
stærri og betri en áður og skipstjórnendur
skynsamari en svo að þeir væru að misbjóða
hásetum með þeint hætti sem haldið hefði
verið fram.45 Bent var á sérstöðu náttúrulegra
skilyrða hér á landi og að ekki mætti setja
reglur sem stefndu gegn nauðsynlegum
sveigjanleika í atvinnulífinu. Teldu sjómenn
þörf á sérstökum reglum um lágmarkshvíld
væri þeim í lófa lagið að taka slíkt upp í samn-
ingum við útgerðarmenn. Það hefðu þeir hins
vegar ekki gert og á meðan svo væri hefði lög-
gjafinn ekki ástæðu til að skipta sér af mál-
inu.46
Andstæðingar frumvarpsins létu að því
liggja að ástæða þess að samninga hefði ekki
verið leitað væri sú að sjómenn hefðu aðra
skoðun en sjómannaforystan á mikilvægi
lagasetningarinnar og væru jafnvel andvígir
sh'ku. Hér væru önnur öfl að verki, þeir seni
vildu spila sig foringja sjómanna. Pétur
Ottesen hafði þetta um málið að segja:
Jeg leyfi mér að fullyrða, að þessi hugmynd
er ekki runnin undan rifjum íslenskra sjó-
ntanna, og ekki upphaflega lrá þeim kom-
in; hún er ekki sprottin upp úr íslenskum
jarðvegi. Þetta er erlend farsóll, sem borist
hefir inn í landið, þrátt fyrir alt sóttvarnar-
eftirlit.“47
Svör stuðningsmanna frumvarpsins voru í
samræmi við fyrri málflutning þeirra. Efni
frumvarpsins varðaði niannréttindi sem bæri
að lögfesta. Voru hjúalögin m.a. nefnd sem
hliðstæða í þeim efnum.48 í ljósi umræðunnar
árið 1919, þar sem vilji sjómanna og umboð
flutningsmanns var véfengdur, höfðu stuðn-
ingsmennirnir undirbúið sig sérstaklega.
Safnað hafði verið saman viljayfirlýsingum
fjölda háseta botnvörpuskipa, auk samþykkta
stéttarfélags þeirra og þingmálafundar í
Reykjavík.
Eins og 1919 spannst mikil umræða um að
frumvarpið einskorðaðist við lögbindingu
hvíldartíma hjá einni stétt og það fordæmi
sent hún gæti haft fyrir aðrar atvinnugreinar.
Andstæðingar þess vörðu löngu máli í að rök-
styðja að aðstæður annarra sjómanna væru
síst skárri. Þá var kastljósinu beint sérstaklega
að störfum verkafólks í landbúnaði. Pétur
Ottesen fjallaði m.a um þetta atriði við um-
ræðuna. „En ef rjett er að setja reglur eins og
þessar, þá má eins gefa út reglur fyrir, hvern-
ig mönnum beri að haga sér með orf og hrífu,
enda mundi þess ekki langt að bíða, að hinir
raunverulegu forkólfar þessa máls mundu
reyna að slá um sig með því að bera þar nið-
ur.“49
Að lokinni umræðu í neðri deild þar sem
nokkrar breytingar voru gerðar á efni frurn-
varpsins var því vísað lil efri deildar með 14
atkvæðum gegn 12. Þar fékk inálið litla um-
ræðu og kom fram að sjávarútvegsnefnd
„fyndist frv. ekki verulega nauðsynlegt ...“50
Nefndarmenn voru þó sammála um að málið
fengi framgang. Deildin afgreiddi rnálið frá
sér með 10 samhljóða atkvæðum að lokinni
urnræðu. Fátt virtist geta kornið í veg fyrir að
frumvarpið yrði tekið til afgreiðslu á Alþingi
og lágmarkshvíld háseta á togurum lögfest.
Síðasta hálmstráið hjá andstæðingum
frumvarpsins var að fá því vísað frá með rök-
studdri dagskrá. Því var haldið fram að Al-
þingi hefði ekki forsendur til að afgreiða mál-
ið vegna skorts á upplýsingum og þekkingu
um raunverulegar aðstæður háseta á togur-
um.51 Tillagan var felld og að því búnu var
frumvarpið lekið til endanlegrar afgreiðslu,
þar sent það var samþykkt nteð 14 atkvæðum
gegn 11.
Mynd 8.
Jón Þorláksson
þingmaður Reykvík-
inga barðist af hörku
gegn setningu vöku-
laga 1921.
Mynd 9.
Pétur Ottesen bóndi
og þingmaður Borg-
firðinga iikti hugmynd-
inni um lögþundinn
hvildartima háseta
við „erlenda farsótt".