Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 36

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 36
Átakaárið 1968 Mynd 2. Átök á hafnar- bakkanum 26. maí 1968. Fastafloti NATO var i heim- sókn í Reykjavík og félagar í Æsku- lýðsfylkingunni mótmæltu komu hans með því að mála slagorð gegn NATO með úðabrúsum á skipshliðarnar. Mikill mannfjöldi safnaðist saman til mótmæla og kom til harðra átaka. flokks sem setið hafði samfellt síðan 1959. Einkum var farið að bera á óánægju innan Alþýðuflokksins. Almenningur kvartaði líka yfir því að viðbrögð stjórnarinnar við ástand- inu væru fálmkennd, hún virtist ekki kunna önnur ráð en að fella gengið og setja innflutn- ingsgjöld á erlendar vörur. Afleiðingin var hálfsmánaðar hart verkfall um 22 þúsund launamanna í mars 1968. Það var svo í maímánuði sem upp úr sauð. Tilefnið var heimsókn fastaflota NATO til Reykjavíkur. Æskulýðsfylkingin, ungliða- samtök Sameiningarflokks alþýðu - Sósíal- istaflokksins, efndi til mótmæla á hafnar- bakkanum sem náðu hámarki með því að slagorð voru máluð með málningarúða á skipshliðarnar. Lögreglan handtók málara- meistarana en NATO-sjóliðarnir svöruðu með því sprauta úr þrýstivatnsslöngum á mannfjöldann. Til talsverðra riskinga kom m.a. fyrir framan gömlu lögreglustöðina í Pósthússtræti. Nokkrum vikum seinna kom til harðra átaka á tröppum Háskólans en þar sem haldinn var fundur ulanríkisráðherra NATO. Þangað komu meðal annarra utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Dean Rusk, og gríski utanríkisráðherrann Pipinelis, og beindu mótmælendur einkum spjótum sínum að þeim vegna stríðsins í Víetnam og ástandsins í mannréttindamálum í Grikklandi. Talsverð meiðsli urðu á fólki í þessum átökum eins og fram kemur í frásögnunum hér á eftir. Nokkuð var um mótmælaaðgerðir um sumarið, meðal annars var boðað til Keflavík- urgöngu en í ágústmánuði beindu mótmæl- endur einkum spjótum sínum að Sovétríkjun- um og fylgiríkjum þeirra vegna innrásarinnar í Tékkóslóvakíu. Kom til ryskinga fyrir utan sovéska sendiráðið. Hámarki náðu svo átökin á Þorláksmessu en þeir atburðir áttu sér nokkurn aðdrag- anda. Tveim dögum fyrr, þann 21. desember, var haldinn fundur um Víetnamstríðið í Tjarnarbúð og var hugmyndin að ganga að bandaríska sendiráðinu að fundi loknum. Lögregla reyndi að stöðva gönguna fyrir framan Tjarnarbúð og á Austurvelli. Við- brögð bæði lögreglu og mótmælenda voru afar fálmkennd og urðu nokkrir úr báðum hópum fyrir áverkum. Ein af afleiðingum Tjarnarbúðarfundarins voru deilur þeirra Sigurðar A. Magnússonar rithöfundar og Guðmundar Hermannssonar yfirlögregluþjóns og kúluvarpara en Guð- mundur sakaði Sigurð um að hafa kallað sig 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.