Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 80

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 80
Halldór Bjarnason M. Joiiu lítorchilli W , heimildaútgáfum er aðallega ætlað að þjóna fræðimönnum við rannsóknir. Nærri textaút- gáfum standa svo þær fornritaútgáfur sem eru með samræmdri stafsetningu fornri. Á hinum enda ássins eru útgáfur þar sem textinn kemur fram eins og gamall maður á nýjum fötum, því þar er textinn með nútíma- stafsetningu. Slíkar bækur eru stundum kall- aðar lesútgáfur eða lestrarútgáfur ef þær eru ætlaðar til almenns lestrar, og mjög er breyti- legt hvað fylgir með af skrám og skýringum. Skólaútgáfur eru einnig til en eru sumpart fræðilegar útgáfur. Tilgangurinn með því að sleppa fræðilegum flækjum í lesútgáfunum og mörgum skólaútgáfum er að forðast að trufla lesandann sífellt og reyna að skapa samfelld- an læsilegan texta. Markmiðið með lesútgáf- um er jafnan það að sýna hvernig menn fyrri alda hugsuðu og tjáðu sig, og að meining höf- undarins komi sem best fram. Þannig komast lesendur best í tengsl við höfundinn og samtíð hans, og njóta textans best. Þar sem heimildaútgáfur hafa umtalsverða þýðingu fyrir útbreiðslu söguþekkingar, efl- ingu fræðirannsókna, og sem lestrarefni í af- þreyingarskyni er þarflegt að hafa um þær trausta vitneskju, ekki síst til að átta sig á straumum og stefnum í þessari grein og hvað megi hugsanlega betur fara. Hvert er til dæm- is efni þeirra eða form, frá hvaða tímabilum eru textarnir, og hverjir standa að þeim? Hvað má ráða af efnislegum frágangi bók- anna hvort þær eru fremur ætlaðar til afþreyingarlesturs eða fræðilegra nota? Ennfremur má spyrja hvaða gagn sé að þeim heimildaútgáfum sem út koma fyrir sagn- fræðirannsóknir. í framhaldi af þessum vangaveltum vakna svo óhjákvæmilega spurningar um kosti rafrænnar útgáfu. í því skyni að reyna að gefa almenn svör við þess- um spurningum gerði höfundur þessara lína athugun á þeim heimildaútgáfum sem höfðu komið út á íslandi á árunum 1995-99, en það eru fimm síðustu árin sem íslensk bókaskrá Landsbókasafns Islands - Háskólabókasafns nær til og er athugunin byggð á henni. Skáld- skaparverkum og þjóðsagnaefni var þó sleppl lil að minnka umfang þessarar athugunar, þar á meðal hreinum skáldskap í fornbókmennta- arfi okkar, en annars konar fornrit voru tekin með þótt þau standi skáldskapnum nærri. Þá var líka sleppt endurútgáfum og frumút- gáfum sem innihéldu texta frá 20. öld ein- göngu, enda markmiðið að beina sjónum að útgáfum á textum fyrri alda.2 Einnig var safn- ritinu Griplu sleppt vegna séreðlis síns þótt það innihaldi af og til fræðilegar útgáfur á gömlum textabrotum. Loks var Hagskinnu. Sögulegum hagtölum um ísland sleppt enda nokkuð sér á báti. Nokkuð kemur út á íslandi af gömlum erlendum ritum sem þykja orðin sígild eða eiga erindi við íslenska lesendur, en þau verða ekki rædd hér þar sem þau eru utan við Islandssöguna og vekja töluvert öðruvísi spurningar.3 Þær heimildaútgáfur sem ræddar verða í þessari grein eru taldar upp í lista aftan við greinina og til hægðarauka verður í megin- máli einungis vísað til höfundar og stytts bók- arheitis því nánari bókfræðiupplýsingar er að finna í listanum. Þar sem íslensk bókaskrá var lögð til grundvallar, eru ekki tekin með rit gefin út á erlendri grund heldur einungis þau sem íslenskir útgefendur standa að. Sennilega mundi það ekki breyta miklu þeirri mynd sem gefin er hér, þótt þau væru tekin með, en væntanlega mundu þó miðaldatextar vera meira áberandi. Á þessu fimm ára tímabili, 1995-99, voru frumútgáfur miklu l'leiri en endurútgáfur eða fimmtán á móti níu (sjá listann aftan við greinina). Er hér einungis miðað við titla en ekki bindi, enda flestir titlar aðeins eitt bindi. Greinilegt er að áhugi þeirra sem standa að útgáfu eldri texta beinist mun meir að óbirtu efni en þegar útkomnu. Er það vel skiljanlegt þar sem svo mikið af forvitnilegu og mark- verðu efni er óútgefið. En þótt íslensk bóka- útgáfa á t.d. 18. og lengi vel á 19. öld væri harla fábreytt, og gamlar prentaðar bækur séu að vísu aðgengilegri en handritatexti í einu eintaki, þá eru endurútgáfur mikið þarfaverk. Gamlar bækur eru yfirleitt orðnar fáséðar og þá oft dýrar. Gotneskt letur bókanna laðar ekki óvana til lesturs og sumar eru á framandlegri dönsku eða jafnvel latínu. Endurútgáfur svara því ákveðinni þörf, ýmist fræðimanna eða almennra lesenda, jafnvel hvorra tveggja. Ekki var sjálfgefið hvernig standa skyldi að 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.