Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Ný saga - 01.01.2001, Blaðsíða 7
„Þegar 17. júní var að kvöldi kominn, þá var Sveinn Björnsson þreyttur. Hann var ekki öruggur um hvað 17. júní 1944 kynni að færa honum.“3 Næstu dagana á eftir dvaldi Sveinn í Þingvallabænum sér til hvíldar. Sveinn Björnsson átti í höggi við sterka andstæðinga en hann átti líka öfluga vini. Sveinn treysti vinum sínum og þeir honum. í þetta sinn hafði einn þeirra, Pétur Magn- ússon, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, brugð- ið skildi fyrir hann. Pétur reyndist staðfastur í stuðningi við Svein í forsetakjöri þrátt fyrir ákafa viðleitni Olafs Thors til að fylkja þing- flokki Sjálfstæðisflokksins um Sigurð Eggerz sem fyrsta forseta lýðveldisins.4 Tveintur árum áður hafði Sveinn boðið Pétri embætti forsætisráðherra en Pétur afþakkaði af tillit- serni við formann sinn. Þrátt fyrir sluðning Péturs við Svein hélt hann samt trausti Olafs Thors.5 Pétri Magnússyni tókst að sigla á milli skers og báru. Hann var vinur þeirra beggja, Ólafs Thors og Sveins Björnssonar. Valdabaráttu og forsetaembættið Unt þessar murídir voru fáir stjórnmálamenn í sömu stöðu og Pétur. í landinu geisaði hatrömm valdabarátta. Kveldúlfsmenn höl'ðu myndað bandalag við flokkinn lengst til vinstri, Sósíalistaflokkinn. „Kveldúlfsklíkan“og „Moskvu-klíkan“ höfðu unnið saman innan verkalýðsfélaganna og ráðist til atlögu gegn samtvinnun Alþýðuflokksins og Alþýðusam- bands íslands - og haft þar fullan sigur. Sérkennileg staða var einnig komin upp í borgarstjórn Reykjavíkur. Einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Árni Jónsson frá Múla, hafði sagt sig úr flokknunr og var kominn í hatrama andstöðu við sinn gamla l'lokk. Þar með hafði Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur meirihluta í bæjarstjórninni. Árni reyndi ákaft að velta Bjarna Benediktssyni úr stóli borgarstjóra. Haustið 1942 lagði hann til að Bjarni yrði settur af og hlutlaus embættis- rnaður kjörinn borgarstjóri í staðinn. Hvorki Alþýðuflokkur né Sósíalistaflokkur vildu þó samstarf við Árna. Eftir sem áður var Sjálf- stæðisflokkurinn í minnihluta í bæjarstjórn- inni og þurfti stuðning annarra til að ná mál- um fram. Að sögn Tírnans og Alþýðublaðsins kom sá liðsauki frá Sósíalistaflokknum.6 1 landsmálapólitíkinni höfðu Sjálfstæðis- flokkurinn og Sósíalistaflokkurinn lengi verið hálfgerðir utangarðsflokkar. Frá árinu 1927 hafði landinu lengst af verið stjórnað af bandalagi Framsóknarflokks og Alþýðu- flokks. Eftir kosningar 1942 höfðu þeir ekki lengur saman meirihluta á Alþingi. Deilur um kjördæmamálið höfðu veikt rnjög stöðu Framsóknarflokksins og stuðlað að einangr- un hans. 1 maí 1942 varð Ólafur Thors fyrstur formanna Sjálfstæðisflokksins til að verða forsætisráðherra. Sá böggull fylgdi samt skamm- rifi að ríkisstjórn Ólafs var minnihlutastjórn, sludd af Alþýðuflokki og Sósíalistaflokki til að ná fram breytingum á kjördæmaskipan og kosningareglum. Haustið 1942 var Ólafur Thors önnurn kafinn við tilraunir til að mynda meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Sósíalistaflokks og Alþýðuflokks. Ríkisstjórinn taldi hins vegar fullreynt með rnyndun meirihlutastjórnar og skipaði utan- þingsstjórn sem sat að völdum þann 17. júní 1944. Ólafur Thors taldi að „það hefði verið skylda ríkisstjóra að láta fráfarandi stjórn sína sitja áfram sem bráðabirgðastjórn, þangað til Alþingi gæti komið sér saman um myndun nýrr- ar stjórnar að lýðveldistöku lokinni.“7 Ymsir samherjar Ólafs töldu reyndar að honum hefði tekist að rnynda meirihlutastjórn án Frarn- Mynd 2. Sveinn Björnsson, nýkjörinn forseti íslands á svölum Alþinglshússins 18. júní 1944. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.